Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 16. desember 19V5. VISIR CHARLTON HESTON OG ROCK HUDSON LEIKA í POENIX-LEIK- < HÚSINU í LONDON ! Bandarisku leikararnir, þeir Charlton Heston og Rock Hudson, munu bráðlega leika á sviði i London. Heston, sem er frekar vanur í risamyndum um bibliuefni, mun leika Macbeth Shakespeares. Macbeth verður tekið til sýningar i Phoenix leikhúsinu i London i byrjun nýs leikárs. Poenix er undir stjórn frú Veroniku Flint-Shipman. Á verkefna- skrá leikhússins er einnig gamanleikurinn ,,Ég vil, ég vil.” eftir Jules Feydeau, en þar leika aðalhlutverkin Rock Hudson og Glynis Jones. Að þvi búnu er Macbeth með Heston i aðalhlutverki. Aðspurð um verkefnaskrána sagðist frú Flint-Shipman, sem er eina konan i West End, sem á og rekur leikhús, ekki hafa átt i nein- um erfiðleikum að fá stjörnurnar til að koma til London. „Leikhús Lundúna eru alltaf talin eitthvað sérstakt”, sagði frúin að lokum. Olgu Korbut dreymir um oð verða leikkona... Olga Korbut segist vera orðin dauðleið á fimleikum og vill þess I stað verða leikkona. ,,Ég þarfnast ástúðar al- mennings”, segir hún. Þjálfari hennar, Renald Knisj, sagði að Ólymplu- meistarinn legði ekki nógu hart að sér við æfingar. Nýlega birtist óvenjulega hreinskilin grein i dagblaðinu Komosomolskaya Pravda. Blaðamaðurinn segir, að hin tvituga Korbut hafi staðið fast á meiningum sinum og virt spurningar hans að vettugi. „Stundum langar mig til að gefast upp á þessu öllu saman og verða eins og allir aðrir” á Korbut að hafa sagt „Ég er orð- in dauðleið á fimleikum. Ég er ekki nægilega sterk.” „Mig dreymir um að verða leikkona”, sagði hún. „Það'væri alveg dásamlegt að fá að ganga i leiklistarskóla Moskvuleik- hússins.” Aðspurð hvort hún hefði hug á að gerast balletdansmær, svaraði Korbut. „Nei ég er of litil til þess. Ég yrði aldrei góð ballettdansmær.” Korbut mótmælti þvi, að sér væri ekki leyft að taka upp ný sýningaratriði og að hún hefði ekki verið i nægilega góðri þjálfun fyrir keppni i Lundúnum nýlega — þar sem hún lenti i öðru sæti. „Ef þú gerir allt rétt, þá færðu sigurpening og allir er glaðir og ánægðir”, sagði Olga. „Ef ég reyni að koma með eitthvað nýtt, þá er alltaf ein- hver til að banna mér það.” Þegar blaðamaðurinn spurði, hvort hún hefði orðið fyrir von- brigðum, svaraði hún: „Hvi skyldi ég vera glöð?” „Ég var einn mánuð og fimm daga á sjúkrahúsi, æfði i heila viku og siðan var ég dregin til London á heimsmeistarakeppn- ina. Mig langaði ekki til að fara. Mér fannst ég illa undir það bú- in.” Korbut bætti þvi við að bæði læknarnir og þjálfari hennar hefðu verið andvigir ferðinni. Knisj sagði að henni hefði far- ið aftur og að hún legði ekki nógu hart að sér. „Hún ætti að breyta hugarfari sinu gagnvart æfingunum og kröfum þjálfar- ans, annars nær hún ekki fyrsta sæti á Ólympiuleikunum i Montreal.” Olga hafði þetta um það að segja: „Ég er orðin tvitug. Ég er ekki tólf ára lengur. Ég á orð- ið stöðugt erfiðara með að tileinka mér ný brögð. En ann- ars ætti ég að æfa mig tilhlýði- lega fyrir Ólympiuleikana.” Sovéska blaðið segir hana engan áhuga hafa á sigurverð- laununum. „Ég hef engan áhuga á verðlaunum og titlum. Ég þarf þeirra ekki með. Ég þarf ástúð almennings og ég ætla að berjast fyrir henni. Ég er örugg til sigurs, ef ég kemst I snertingu við áhorfendur.” Hún var spurð hverjir væru helstu keppinautar hennar um fyrsta sætið i Montreal. Korbut nefndi Nadiu Komaneche frá Rúmeniu og sovésku stúlkurnar Svetlönu Gorisdovu og Mariu Filatovu. Ekkert minntist hún á Turisjevu. Leika Sinatra og Streisand saman í söngvamynd? Framleiðandinn Jay Weston vinnur nú höröum höndum að þvi aðgera draum sinn að veru- leika. Hann hefur lengi langað til að framleiða sÖngvamygd með Barböru Streisand og Frank Sinatra. Ef hann færósk sina uppfyllta er þetta i fyrsta sinn frá árinu 1940 sem Sinatra leikur i söngvamynd. Charlton Heston Rock Hudson Breska leyniþjónustan sökuð um að hafa rœnt dansara fró Armeníu Sovésk yfirvöld hafa sakað bresku leyniþjónustuna um að hafa rænt ungum þjóðdansara frá Armeniu og hótað honum dauða, nema hann sækti um pólitiskt hæli i Bretlandi. Þvi var bætt við, að breskir leyniþjónustumenn hefðu reynt að kúga sovéska stúdenta til þessa sama. Þetta kom fram i vikuriti nokkru þrem vikum eftir að dansarinn, hinn 25 ára gamli Suren Arutunian sneri heim til Sovétrikjanna. Greinin var sögð byggð á við- tali viö Arutunian, og sagðist hann þar hafa orðið fyrir árás útsendara innanrikisráðuneyt- isins breska, þar sem hann var staddur á bilastæði við Lundúnaflugvöll. Það átti að hafa gerst þann 7. nóvember, rétt áður en danshópurinn hugð- ist halda heim. í greininni stóð, að hann hefði verið fluttur i hús eitt i London, barinn þar og honum hótað dauða, nema hann sækti um hæli sem pólitiskur flóttamaður og segðist gera það af frjálsum vilja. Éftir að hafa undirritað skjal, þar sem hann sagði af sér sovéskum borgararéttindum, var honum ekið til bandariska sendiráðsins þar sem maður að nafni „Bob” sagði honum á ágætri rússnesku, að skrifa umsókn um hæli i Bandarikjun- um. Siðan átti dansarinn að hafa verið geymdur i þrjá daga i vöruhúsi i London, áður en hon- um var leyft að halda til sovéska sendiráðsins. Talsmaður bresku utanrikis- þjönustunnar neitaði að Aurutunyan hefði verið laminn eða honum hótað, né hefði hann orðið fyrir þrýstingi. Breskir embættismenn halda þvi fram, að dansarinn hefði óskað eftir pólitisku hæli, en seinna séð sig um hönd og haldið heim á leið. Þessi grein i sovéska vikurit- inu var álitin liður i áróðursher- ferð sovéskra blaða gegn vest- rænu lýðræði. Söguþráður myndarinnareF á þá leið, að forrikur vinkaup- maður, búsettur i Califomfu, og þjónustustúlka frá San Fransisco hefja sambúð, en skömmu siðar verður þjónustan ástfanginn I öðrum. Vinkaupmaðurinn (Sinatra) meiðist litils háttar i bilslysi. Þegar þjónustan (Streisand) fréttir þetta rennur upp fyrir henni, að þrátt fyrir allt elskar hún hann einan. Umsjón: Þrúður G. Haraldsdóttir --------y" AUKIÐ BLYMAGN I BEINUM! Á undanförnum ára- tug hefur blýmagn i lærleggjum manna þre- faldast, að þvi' er könn- un, sem nýlega var birt I þýska læknablaðinu „Arztliche Praxis” sem gefið er út i Múnchen. Blýið berst einkum inn i likamann með andrúmsloftinu, segir könnunin, sem gerð var á 600 strætisvagna- stjórum og leigubil- stjórum. Tveir af hverjum þremur höfðu það mikið blý i beinum sinum, að læknis- meðhöndlun var talin nauðsynleg. Læknablaðið segir þessar niðurstöður benda á brýna þörf þess að minnka blý i eldsneyti ökutækja. 1 Vestur-Þýskalandi á að minnka hlýinnihald bensins niður i 0.15 grömm á hvern lítra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.