Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 8
8 / / 4 VÍSIR Útgefandi: Rcykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44.tSimar 11660 86611 Afgreiðsia: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innaniands. i lausasöjiu 40 kr. eíntakið. Blaðaprcnt hf. Einstefna í menntamálum Að undanförnu hafa spunnist talsverðar umræður um skólamál og gildi þeirrar stefnu að lengja árleg- an skólatima. Menn hafa i vaxandi mæli lýst áhyggjum sinum vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur i þessum efnum. Er þar skemmst að minnast skólasetningarræðu Sverris Pálssonar á Akureyri, en hún vakti talsverða athygli siðastliðið haust. Lenging skólatimans mun smám saman draga úr kynnum skólafólks af atvinnulifinu og rjúfa mikil- væg tengsl þar á milli. Fyrir nokkrum árum lagði einn af þekktari rithöfundum landsins orð i belg i umræðum um þetta álitaefni. Hann sagði i þvi sam- bandi að ekki væri að þvi spurt á alþjóðaþingum, hvort islendingar hefðu hlaupið fyrir fé eða rennt fyrir fisk, heldur hversu gagnmenntaðir þeir væru. Þetta álit rithöfundarins, sem nú er auk þess orð- inn þingmaður, lýsir einkar vel þvi neikvæða viðhorfi, sem allt of oft gætir gagnvart almennri vinnu. Þetta hefur verið rikjandi sjónarmið i þeirri menntastefnu, sem hér hefur verið fylgt alllengi. Afleiðingin er ekki einvörðungu- sú, að fólk i lang- skólanámi slitnar úr tengslum við atvinnustarfsem- ina. Hér hefur það einnig gerst, að verk- og tækni- menntun hefur setið á hakanum, svo ekki sé dýpra i árinni tekið. Meðal svokallaðra menntamanna hefur gætt verulegrar andstöðu við, að háskólanám yrði sniðið að einhverju leyti eftir þörfum atvinnulifsins. Þessi sjónarmið hafa ráðið of miklu við uppbyggingu Há- skólans, enda starfa nú aðeins 10% af þeim háskóla- borgurum, sem eru á vinnumarkaðinum, i frum- og úrvinnslugreinum. Fram til þessa hefur menntastefnan nær einvörð- ungu miðast við menntaskóla- og háskólastig. Verk- menntuninni hefur á hinn bóginn ekki verið sinnt. Það er fyrst nú, að örlað hefur á skilningi á gildi verkmenntunar. Fjárframlög til menntamála sýna gleggst hversu menn hafa metið einstaka þætti mis- jafnlega. Á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir að verja 6000 milljónum króna til skólamála. Þar af áttu 1.600 milljónir kr. að fara til framhaldsskóla og Há- skólans en aðeins 136 milljónir króna til iðnfræðslu eða um 2% af heildarframlögum til skólastofnana. Þetta eru sannast sagna óhugnanlegar staðreyndir. Þær sýna að við höfum ekki fylgt réttri mennta- stefnu. Fyrir fimm árum útskrifuðust 500 nýstúdentar og jafn margir nýsveinar. Nú eru nýstúdentarnir hins vegar orðnir tvöfalt fleiri eða um það bil 1000 tals- ins. En tala nýsveina stendur i stað. Þetta er enn eitt sannindamerkið um það varhugaverða einstigi, sem við höfum farið eftir i menntamalum. Þær þjóðir, sem við höfum einna helst apað eftir mótun menntastefnunnar hafa i nokkur ár staðið frammi fyrir gifurlegum vanda vaxandi atvinnu- leysis háskólaborgara. Þessir menn ganga ekki að öðrum störfum en þeir eru menntaðir til. Afleiðing- in er sú að það þarf að búa til æ fleiri stöður fyrir menn til þess að leysa úr þessum tilbúnu þjóðfé- lagsvandamálum. Aðrir fá svo atvinnuleysisstyrk. Til þess eru vitin að varast þau. Við þurfum að snúa blaðinu við i tima. Ef til vill rennur sá dagur upp að spurt verður að þvi á alþjóðaþingum, hvort einhverjir kunni að hlaupa fyrir fé eða renna fyrir fisk! Jafnvel Los Angeles, sem sést hér hulin mistri og reykjareimi á sólbjörtum sumardegi, er hátíð miðað við Ankara. ÞEIR ERU AÐ KAFNA í ANKARA útreikningum sinum, og það hrapallega. Þeir sem skipulögðu Ankara árið 1930 töldu, að þar gætu i mesta lagi búið þrjú hundruð þúsund manns, en nú er ibúatal- an um ein milljón. Borgin breiðir úr sér á milli fjölmargra hæða, sem veita henni gottskjól fyrir vindum, en þvi miður hindra þær tært lof að komast að. Sú staðreynd hlýtur að koma lesandanum til að minnast kaldans hér á Fróni með þakklæti. Það loftar þó all- ténd um hann. MENGUÐUSTU HÖFUÐBORG ÁLFUNNAR Rannsókn sem gerð var við krabba meinsrannsóknastofn- unina i Ankara hefur leitt i ljós, að rykagnir i andrúmsloftinu, sem framkailað geta krabba- mein, eru álika miklar núna og voru i hinni alræmdu Lundúna- þoku á sjötta áratugnum. Kannanirnar voru gerðar árið 1969 og 1970 og leiddu i ljós að veðurfar þá hafi verið óeðlilega hlýtt. Yfirvöld segjast gera allt sem i þeirra valdi stendur til að fyrirbyggja mengun, aðeins er leyft að brenna kolum af vönd- uðustu gerð og reynt er að auka oliukyndingu i húsum til að draga úr notkun kola. Rann- sóknir og tilraunir halda áfram með aðrar aðgerðir til kynding- ar. Embættismenn segja, að lik- lega verði ný verksmiðja, sem nú er i byggingu fyrir utan borg- ina, aðeins látin brenna meng- unarlausum kolum. En þetta virðist ekki ætla að duga til að fjarlægja þá gul- brúnu þoku sém alla jafna hvilir yl'ir Ankara og hylur hana stundum alveg. Óbyggileg þegar árið 1990 rennur upp Aðeins sjötiu árum eftir að Ankara var gerð að höfuðborg Tyrklands, hefur reykur og þoka nærri gert hana óbyggi- lega. Þúsundir reykháfa spúa á hverjum degi út eitruðum reykjabólstrum, sem að sögn sérfróðra manna hafa sömu áhrif á lungun, þegar verst læt- ur, og 200 sigarettur mundu gera. Umhverfisfræðingar spá þvi, að verði ekki gripið til róttækra ráðstafana verði Ankara orðin óbyggileg fyrir árið 1990. Nú er svo komið að fuglasöngur telst til sjaldgæfra viðburða. Fyrir sjötiu árum var Ankara rykugt sveitaþorp, sem Mustafa Kemal Ataturk valdi fyrir höf- uðstað hins nýja Tyrklands. Auk þess sem Ankara var ágætt tákn Anatóliu, þangað sem lýðveldið sótti sinn helsta styrk, var Ankara frá náttúr- unnar hendi vel varin fyrir fjendum — það gátu Grikkir sannreynt i hinni löngu göngu sinni yfir hásléttuna árið 1923. Staðsetningin var óheppileg En siðan hefur þorgin smám saman orðið talandi dæmi um að manninum getur skjátlast i Könnun NATO Könnun sem tyrkneska stjórnin gerði i samvinnu við Nató um loftmengun i borginni yfir vetrarmánuðina, sýndi greinilega að Ankara er einhver mengaðasta borg i heimi. — Rykmagn i andrúmsloftinu er sex sinnum meira en viður- kennt hættumark. — Brennisteinskolsýra er fjörutiu sinnum meiri en talið er eðlilegt i andrúmsloftinu. — Kolsýrlingur hefur komist framúr þvi magni, sem leyfilegt er i Vestur-Evrópu. Frí í skólum vegna óloftsins Nemendum i erlendum skól- um i Ankara er reglulega gefið „reykfri” — fimm daga i senn til að geta yfirgefið borgina, þegar loftmengunin er hvað verst. Mengunarinnar verður jafn- vel vart i finustu hverfum An- kara s.s. Cankaya, þangað sem astmasjúklingar sóttu mjög mikið. -Forsetahöllin er staðsett, þar sem hæst ber, en þegar meng- unin er hvað verst, er æðsti maður rikisins heppinn ef hann sér meira en rétt aðeins móta fyrir höfuðborg sinni. Svona verksmiðjureykur þætti ekki neitt til að gera veður út af I Ankara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.