Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 16. desember 1975. V Uppsláttarrit á íslensku ÓlafurBjörnsson: HAGFRÆÐI (ALFRÆÐI MENNING AR- SJÓDS). Otg. Menningarsjóöur. Ekki þarf að fara um það ímörgum orðum hve bagalegt er íyrir menningarþjdð að eiga ekki alfræðirit á eigin tungu. Menningarsjóður hugðist bæta úrbrýnni þörfoglát semja slika bók, en verkefnið fór úr böndun- um á hinn furðulegasta hátt, og var hætt við allt saman, þó ekki |fyrr en búið var að sem ja mikið efni og jafnvel farið að setja það. ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS hefur hingað til birt i fjórum smáum bindum efni sem að mestu mun tekið úr dánarbúi alfræðibókarinnar miklu, ritað i stuttum greinum undir uppsláttarorðum i staf- rófsröð. Nú eru til alfræðiverk sem gefin eru út á þennan hátt, skipt i bindi eftir fræðigreinum og þekkingarsviðum, og hafa sum þótt takast vel, þótt þau geti aldrei fyllilega komið i stað óskiptrar alfræðibókar. óskandi er aö ALFRÆÐI MENNING- ARSJÓÐS geti vaxið upp i slikt heildstætt safn uppsláttarrita, það væri ómetanlegur fengur. En að visu verður ekki sagt að upphafið lofi góðu um slikan árangur. Bindin eru ekki einu sinni tölusett, hvað þá að þau flytji neinar upplýsingar um áformað framhald útgáfunnar. Ekki er að sjá að nein ritstjórn sé yfir flokknum i heild. Menningarsjóður þyrfti að gera grein fyrir þvi hvort ætlun hans er að gera einhvers konar heild úr þessum flokki rita, eða hvort einungis er verið að reyna að nýta til einhvers þá peninga sem búið var að leggja i alfræði- bókina. En jafnvel þótt of snemmt sé að spá um það hvort þessi flokk- ur rita verður nokkru sinni eigu- legur sem heild, geta einstök bindi hans að sjálfsögðu haft sitt gildi fyrir þá sem áhuga hafa á efni þeirra. Það á sannarlega við um þessa bók ólafs Björns- sonar prófessors, sem ber heitiö HAGFRÆÐI en fjallar raunar um EFNAHAGSMÁL i viðara skilningi. Þar með er henni markað afar vítt svið, en rýmið þó aðeins 60 siður (að vísu þétt- prentaðar). Það er feikilegur vandi að nýta svo litiö rúm þannig að gagn sé að, en ólafi hefur tekizt það aðdáanlega vel, og sýnt mikla dómgreind i vali og skipan efnisins. Af sviði hagfræðinnar sjálfrar velur ólafur til skilgreiningar fá ein hinna mikilvægustu hugtaka (úr þjóðhagfræði fremur en rekstrarhagfræði), og er það skynsamlegt, þvi að litið þýðir að skilgreina hugtök þegar ekki er ráörúm til að lýsa þvi sam- hengi sem gerir þau markverð. Hefði jafnvel mátt ganga lengra i þá átt, fækka enn formlegum skilgreiningum en fjölga dæm- um um þá hugsun er liggur að baki fræðiheitunum (eins og Ólafur notar mjög vel i sumum greinunum, t.d. um jafngildis- ferla og sambærilegan kostn- að). Gengnum hagfræðingum og kenningum þeirra eru gerð allgóð skil eftir þvi sem rúm leyfir, kannski tiltölulega meiri en hagfræðistefnum samtim- ans. En hvað mestu rými er varið til að fjalla um þau fyrir- bæri efnahagslifsins sem mest snerta stjórnmál og daglegt lií svo sem tolla og skatta, verðlagseftirlit, almanna- tryggingar, lifskjör, inn- flutningshöft o.s.frv. Þar fylgja hóflegar og vel valdar söguleg- ar upplýsingar, og viðast hvar er efnið vandlega tengt islenzk- um aðstæðum. Fyrir þetta á Ólafur sérstakar þakkir skilið. Ólafur gerir nokkuð af þvi að fjalla um nokkur skyld hugtök i sömu grein og visa svo á milli og mætti gera meira af þvi til að spara rúm og gera efnið sam- felldara (t.d. hinar ýmsu tegundir visitalna). Einnig hefði verið til bóta að nota meir af töflum, linuritum og skýringar- myndum, og hefði þá mátt fækka ljósmyndum, sem flestar eru andlitsmyndir, nær allar illa prentaðar og fáar til nokkurs gagns fyrir lesandann. Fræöiorð baka höfundi bókar sem þessarar mikil vand- kvæöi. Ólafur heldur sig sem allra mest við þau islenzk heiti sem einhverja hefð hafa unnið og stenzt allar freistingar til að koma sér upp samstæðu kerfi nýyrða. Liklega er það skyn- samlega ráðið. Að öðru leyti er still og málfar bókarinnar viöunandi, ekki þó hnökralaus. HAGFRÆÐI Ólafs Björns- sonar er vönduð og nytsaínleg bók sem á erindi til margra vegna þess hve skynsamlega efni hennar er valið. STULKA VERÐUR OLETT Milli striða Jakob Jónasson isafoldarprentsmiðja Það er upphaf þessa máls að stúlka verður ólétt á siglingu til Kaupmannahafnar. Barnsfað- irinn er danskur stýrimaður. Forgrunnspersóna sögunnar, örn Skaftason, heyr nokkurt sálarstrið, þvi ólétta stúlkan er æskuást hans. Auðheyrt er á þessu upp- hafi, að um margt tilheyrir þessi skáldsaga Jakobs Jónas- sonar öðrum tima en nú eru uppi með þjóð vorri, þvi sálar- striöin eru leyst með einföldum aðgerðum i stað þess að standa ævilangt og verða að skáldsögu- efnum. Þegar Þorgils gjallandi skrifari ,,Upp við fossa”, kom fram visst þjóðfélagslegt órétt- læti I ástum sögupersóna, svo jafnvel unglingar skildu óréttlætið tilfinningalegum skilningi, hvað sem rökum verksins annars leið. Það þarf þvi ekki endilega að vera minniháttar atriði að stúlka verði ólétt i skáldsögu. Að hinu xsuæfc' v Milli stríða Skáldkaqa þarf sifellt að gæta, að óléttan eigi annað erindi i'skáldsögu en valda óþægindum i sálartötri annarrar persónu verksins. Hún þarf að valda lesandanum óþægindum. Ég hef gerzt svo margorður um þetta atriði til að freista þess að syna fram á að þótt skáldsögum sé ekki ætlað annað en vera haglega útbúinn skemmtilestur, þurfa voðar þeirra að höfða til lesenda, engu siður en gleðin og sigrarnir. Það er t.d. engum heimilt að skrifa leiðinlegar skáidsögur öðrum en þeim, sem ganga með samfélagsspurningar sifellt á vörunum, og svo þeim, sem eru það gáfaðir, að enginn ætlast til að fólk skilji þá. Jakob Jónasson hefur skrifað stóra skáldsögu nú að þessu sinni. Mér sýnist hún vera bezta skáldsaga hans til þessa. Að visu er sá ljóður á verkinu, að sumsstaðar verða samtölin of löng og viðamikil til að geta talizt eðlileg. A þetta sinn þátt i þvi, að veikja persónugerðina, einkum þegar persónur eru látnar bera sér i munn lýsingar og frásagnir, sem væru betur i beinum texta frá höfundi. Aftur á móti sjást viða eðlileg samtöl og oft næsta hressileg. Það er þvi ekki kunnáttuleysi fyrir að fara, heldur hefur bókin einhvern veginn lagzt svona, og er oft erfitt við þvi að gera. Þessara vandamála samtalanna gætir minna, þegar liður á verkið, m c Indriöi G. Þorsteinsson skrifar """ v 3 enda verður frásögnin öll kersknislegri eftir þvi sem lengra liður frá óléttunni, sem gerir bókina heldur fram þunga. örn Skaftason er ágætur maður og þarf að segja þeirri samtið, sem hann er uppi á til syndanna. Undir lokin tengist verkið fyrri sögu höfundar og virðist þvi mega ætla að stefnt sé að nokkru framhaldi verks-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.