Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 7
Lœknadeila í Kaliforníu:
Iðgjöld hœkkuð ó tryggíng-
um vegna mistoko lœkna
Lœknar hóta verkfalli vegna 500% iðgjalda-
hœkkunar og eru gramir mólafylgjumönnum
og dómstólum fyrir himinhóar skaðabœtur
Læknar i Suður-Kali-
forniu hóta verkfalli
vegna deilu sem sprott-
in er af margra milljón
dollara skaðabótum
greiddum til sjúklinga
sem telja sig hafa feng-
ið ranga meðhöndlun.
Dómstólar hafa verið örlátir i
mati á skaöabótum sem trygg-
ingafélög hafa verið látin greiða
i slikum tilvikum, og hafa ml
tryggingafélögin séð sig neydd
til aö hækka tryggingaiögjöldin
við lækna um 500%.
Hundruð þeirra 9500 lækna
sem starfa i Suður-Kaliforniu
hafa þegar lagt niður vinnu —
nema þá i allra brýnustu tiivik-
um. Mótmæla þeir þessari ið-
gjaldahækkun og um leið þeim
himinháu skaðabótum sem
dómstdlar dæma sjúklingum til
handa.
Metið i þessu var sett 1973,
þegar 10 ára dreng frá San
Francisco voru dæmdar
4,025,000 dollarar, eftir aðgerð á
hrygg og mænu, en eftir aðgerð-
ina gat hann aðeins hreyft aug-
un og munninn.
Talsmaður læknasamtaka á
þessum slóðum segir að ið-
gjaldahækkun tryggingafélag-
anna hefði hækkað stofukostnað
lækna um 15% og fælt ýmsa
þeirra frá sumum sérgreinum
skurðlækninga. Einkanlega
mun það eiga við barna- og fæð-
ingalækna.
Margir læknar eru lögmönn-
um gramir fyrir að hvetja for-
eldra til málsókna með þvi
meðal annars að bjóðast til að
fallafrá málflutningslaunum ef
þeir vinni ekki málin eða sækja
málin upp á hlut i væntanlegum
skaðabótum.
Melvin Belli, mikilsmetinn
lögmaður i San Francisco sem
mikið hefur annast málflutning
þesskonar mála, hefur snúist til
varnar gegn þessum ásökunum.
Hann lét eftir sér hafa i blaða-
skrifum um verkfall læknanna
og þátt lögmanna i trygginga-
málunum: ,,Læknar verða þá
að hætta og gera mistök.” —
Belli lagði til að tryggingafélög
gerðu grein fyrir þvi, hve mik-
inn hagnað þau hefðu af einmitt
þessum tryggingum.
Læknar hafa snúið sér beint
til fylkisstjórans, Edmunds
Brown. jr., og beðið hann um að
hlutast til um lækkun iðgjald-
anna.
Enn sem komið er gætir ekki
mikilla áhrifa af mótmælum
læknanna.
PÓLITÍKUSINN
by Ranan Lune
Lóta af vígstöðu
— vígi fyrir vígi
og hús fyrir hús
væri, að vopnahléð yrði að þessu
sinni varanlegt.
Vitaö er með vissu um tuttugu
og þrjá, sem létu lifið i Libanon i
gær, þar af fimmtán i Tripóli.
Jane Fonda
krefst bóta
vegna mann-
réttindabrota
J. Edgar Hoover heitinn. fyrr-
um yfirmaður alrlkislögreglunn-
ar, FBI, reyndi 1970 að koma
lölskum upplysingum inn i
slúðurdálka Hollywoodblaða um
aö leikkonan Jane Fonda hefði
heimtao Nixon forseta drepinn.
Eða svo segir lögfræðingur
hennar fyrir rétti og leggur íram
máli sinu til stuðnings bréf frá
Hoover til yfirmanns FBI-deild-
arintiar i Los Angeles dagsett 25.
júni 1970. — Þar er fjallað um
skýrslu leynierindreka FBI sem
ku hafa setið fund Svörtu pardus-
anna.
Leonard Weinglass, lögmaður
leikkonunnar. segist hafa fengið
þetta bréf frá öldungadeildar-
þingnefndinni sem rannsakar
starfshætti leyniþjónustu þess
opinbera. t bréfinu segir að Jane
og aðrir pardusar hafi stýrt kall-
kór sem sönglaði: ..Við munum
drepa Richard Nixon og aðra
(klúrvrði). sem eru i vegi fyrir
okkur.”
Weinglass segir að i bréfinu
bendi Hoover Los Angeles-deild-
inni á. að þessar upplýsingar. ef
birtar vrðu i slúðurdálki ..Daily
Variety”. mvndu lækka ..hana i
áliti almennings".
Jane Fonda krefst 2,8 milljón
dollara skaðabóta úr rikissjóði
fyrir mannréttindabrot á henni.
Dálkahöfundur slúðurdálksins
sem nefndur er i bréfi Hoovers
segist hinsvegar aldrei hafa feng-
ið neitt slikt bréf, eftir þvi sem
hann muni til.
Ein af skyttum vinstrisinnaðra múhameðstrúarmanna I Beirút sést hér
viö rússnesku vélbyssuna sina uppi i Mour-turninum, þar sem hann
hefur gott færi á vegfarendur. Skothylkjahrúgan á gólfinu sýnir, aö
hann hefur verið ólatur við iðju sfna.
Heyra mátti i Beirút í
gær skot og skot á stangli
þrátt fyrir vopnahléð sem
gekk þar í gildi i gær, en
það er reyndar sextánda
vopnahleð sem lýst hefur
verið yfir í Libanon á
undanf örnum þrem
mánuðum.
öryggissveitir hersins leituðust
enn i morgun við að hrekja leyni-
skyttur beggja hinna striðandi
aðila burtu úr gistihúsum og
öðrum byggingum þar sem
skæruliðar og hryðjuverkamenn
hafa komið sér fyrir.
Herlögregla palestinuskæruliða
fékk talið skyttur vinstrisinna á
að hverfa úr Pheniciahótelinu i
gærkvöldi meðan hægriskyttur
falangista véku úr Hiltonhótelinu.
— Höfðu þó hvorir fyrir sig lýst
þvi yfir að þeir myndu ekki vikja
úr vigstöðu sinni nema tryggt
Þegar Palestinuarabar flúðu heimaland sitt eftir stofnun ísraels-rikis og frelsisstriðið, réðu kristnir
menn i Libanon þvi, að skotið var skjólshúsi yfir þúsundir þeirra.—Þess hafa þeir goldið i blóði und-
anfarna mánuði.
Árósa-
biskup
óvítar
prest
Biskup lútersku kirkjunnar i
Arhúsum hefur forboöið heil-
um söfnuði knébeygingar við
guðsþjónustu og skipað sókn-
arprestinum að láta af þvf að
knékrjúpa viö messugjöröir.
Ilenning llöirup biskup
hefur hótað söfnuðinum i Mols
að aga hann til ef ekki veröur
snúið aftur til siða þjóökirkj-
un nar.
Þetta uppátektarsama safn-
aöarfólk tók aö krjúpa á kné
við messur fyrir tveim árum.
og prestur þeirra skrýddist
hvitri henipu i staðinn fyrir þá
svörtu, sem fiestir kirkjunnar
þjónar I Danmörku íklæðast.
Nú hefur presti verið skipað
að taka upp svarta kjólinn
al'tur.hætta hnébeyginguni og
lúta reglum danskra kirkju-
yfirvalda.
90% dana heyra til
þjóðkirkjunni. en kirkjusókn
mun vor-a töluvert minni en
90%, eins og þekkist reyndar
viðar.
Sextónda vopnahléð í Líbanon ó þrem mónuðum
23 létu lífið fyrsta daginn sem það gekk í gildi