Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 2
J'JSIR fepyrl Finnst þér jólabækurnar dýrar? Arelius Nielsson, sóknarprestur: — Já, aldrei eins dýrar og núna. En miðað við margt annað eru þær ekki dýrar. Guftmundur Birgisson, nemi: — Ég veitekki. Ég erekkibúinn að skoða svo mikið af þeim. Reyndar kaupi ég ekki svo mikið af bókum, fæ þær heldur lánaðar i bókasöfnum. Þorvaldur Björnsson, verka- maftur: — Já, þær eru dýrar. Þó ekki svo tiltakanlega miðað við margt annað. Það verður lika að hafa í hugaað margar þessara bóka eru mjög vandaðar. Svo ég reikna með að kaupa svipað magn og i fyrra. Hulda Kristjánsdóttir: — Já, það er allt dýrt. En bækur eru ekki dýrari en hvaö annað. Það verður að hafa i huga að verð bókanna er mjög misjafnt. Og það eru bækurnar sjálfar lika. Friftrik Guðmundsson: — Nei, ekki svo sérstaklega. Ekki miðað við margt annað. Ég reikna með þvi að kaupa mér margarbækurfyrirjólin.Ég geri það vanalega. Svo list mér lika frdtar vel á bækurnar á jóla- markaðnum. EmliaHelga Þóröardóttir, nemi: — Já, mér finnst bækur vera dýrar. En það verður auðvitað að meta það eftir þvi, hvað bækurnar eru góðar Mér finnst úrval bókanna vera gott, en reikna samt ekki með þvi að kaupa margar. Þriðiudagur 16. desember 1975. VISIB greiðslur koma gegnum Póst- giróstofuna, sem er rikisfyrir- tæki. Söluskattur er greiddur af allri veltu. Fastir starfsmenn eru engir. Enginn stofnenda hefir þegiö laun fyrir störf sin. Þaö er að okkar mati viröingarvert, að þessir fötluðu listamenn, sem margir eru i hjólastól eða jafnvel rúmfastir ævilangt, skuli hafa kjark til að keppa á frjálsum markaði sem listamenn og útgefendur. Sam- tök þeirra hafa gefið fjölda öryrkja tækifæri til að taka sjálfir þátt i lifsbaráttunni og uppörvaö aðra til að öðlast já- kvætt lifsviöhorf. Sl. sumar var stofnandi Alþjóðasamtaka Fót- og munn- Enn um fót- og munnmólara Yfirlýsing frá Fót- og munnmáiurum: Vegna blaðaskrifa að undan- förnu, sem bera vott um vanþekkingu á félagi voru, vilj- um viö taka fram eftirfarandi: Samtök Fót og munnmálara eru nú starfandi i 32 löndum heims. Þau voru stofnuð af fötluðu listafólki, sem hafði það sameiginlegt að halda á penslinum með munni eða fæti. Félagsmenn hafa þvi allir misst hendur sinar á einn eða annan veg. Meginmarkmið þeirra er að leita uppi sinalika og styrkja þá til myndlistarnams. Til að sjá sjálfum sér og fötluðum styrkþegum sinum um viða veröld farborða, gangast samtökin fyrir kortasölu, sem. alls staðar fer fram i formi heimsendinga en ekki i verslun- um. I þessum tilgangi hefir verið stofnað félag á Islandi, sem ber nafnið Fót og munn- málarar h.f., og er skráð sem slikt i firmaskrá Reykjavikur. Félagið færir fullkomið bókhald og reikninga i samræmi við lög og reglur. Nær allar Fót og munnmálarar h.f. vilja nota tækifæriö og þakka i nafni listamannanna hinum fjöl- mörgu, sem keypt hafa kortin þeirra. Gánseklein Háls, höfuð, vængir, fætur, magi, lifur og hjarta af einni gæs, 800 g. smjör eða smjörliki, salt, pipar, 1 laukur, 40 g hveiti, hökkuð steinselja. Gæsapartarnir eru steiktir i 40 g af smjöri eða smjörliki. Setjið vatn út i, og setjið kryddið og laukinn lika út i. Þegar gæsapartarnir eru orðnir meyrir, á að pilla kjötið af beinunum. Búið til jafning úr hveitinu og afgangnum af smjörinu og blandið við sósuna, sem hefur myndast við steikinguna. Setjið kjötið siðan út i sallið steinselju yfir og berið fram með kartöflum. málara hér á ferö til að kynna samtökin. Heimsótti hann m.a. vistfólkið á Reykjalundi og Sjálfsbjörg, þar sem hann málaði með munninum. Var honum mjög vel tekið og heimsókn hans vakti mikla at- hygli. Agóði af jólakortasölunni rennur til þeirra sem máluðu kortin, og til styrktar efnileg- um fót-eða munnmálurum hvar sem er, einnig hér á landi. Kortin erupientuð i Grafik h.f. Reykjavik, pökkuð og frágengin af vistfólki Sjálfsbjargar og Bjarkaráss. Þessir aöilar eiga allir þakkir skyldar fyrir vel unnin störf. JOLAGíTRA UNIN Hér kemur hift siðasta I jólagetraun VIsis. Nú lýkur fjölskyldan ferð sinni með þvi að snæða Gánseklein. 1 HVAÐA LANDI? Nú er komið að þvi að senda útfyllta getraunaseðla til VIsis, ásamt nafni, heimilisfangi og simanúmeri. Til þess fylgir með reitur á þessum tiunda get- raunaseðli. Dregið verður úr réttum úrlausnum eftir hádegi mánudaginn 22. desember, og tilkynnt i Þorláksmessubiaðinu hver hafi verið hinn heppni. Úrlausnir verða þvi að berast VIsi fyrir kl. 12, 22. desembcr. Frestur er hafður svo langur vegna erfiðra póstsamgangna á þessum árs- tima. Úrlausnir i jólagetrauninni skal senda til Visis, Slðumúla 14, Reykjavik, og merkja umslögin „Jólagetraun”. Einnig má afhenda úrlausnir beint á ritstjórnina i Siöumúla 14, eða á afgreiðsluna Hverfisgötu 44. En munið: fyrir kl. 12 mánudaginn 22. desember. ALLS EKKI SEINNA. KORTIN ERU EKKI Á OKKAR VEGUM Vigfús Gunnarsson form. öryrkjabandalagsins bað fyrir eftirfarandi yfirlýsingu: Að gegnu tilefni vill stjórn öryrkjabandalags tslands taka fram, að jólakort þau, sem send hafa verið út i nafni svokallaðra Fót-og munnmálara i Kópavogi eru ekki á vegum öryrkjabandalagsins né neins af aðildarfélögum þess, en þau eru: Blindrafélagið, Blindravinafélags íslands, For- eldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, Geð- verndarfélag íslands, Heyrnarhjálp, Samband is- lenskra berklasjúklinga, Sjálfsbjörg — Lands- samband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra og Styrktarfélag vangefinna. Þaö er komið að síðasta jólarétti litlu fjölskyld- unnar. Enda ætti □ ÞÝSKALANDI Nafn:... hún að vera orðin södd núna, eftir allar þessar □ HOLLANDI Heimili: kræsingar. 1 hvaða landi eru □ FINNLANDI þau stödd?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.