Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
399
Gestur Pá/sson:
----------Jónas
Hallgrímsson
þýðing hans fyrir ísland
og skáldskap á Islandi
Kafli úr fyrirlestri (Hdrs. Lbs. nr. 2161 4to)
E G A R jeg fer
að hugsa um Jón-
as Hallgrímsson,
verð jeg fyrst að
hugsa um tím-
ann, sem framleiddi hann, því
að menn verða vel að gæta að
því, að oftast er svo, að tíminn
skapar mennina eins og þeir
eru. Það er tíminn sjálfur, sem
ber með sjer nauðsynina til nýs
tímabils, og þá framleiðir hann
einstaka ágætismenn og fyrir
þá gerir hann ýmist að kasta
ellibelgnum eða taka hann á
sig. Það er þó alls eigi meining
mín að afturför og framför
skiftist altaf á jöfnum höndum,
þannig að heimurinn þá standi
í stað. Það væri hin versta
villa; líti menn á gang sög-
unnar hljóta menn að sjá, að
komi eitthvert afturfaratíma-
bil, þá kemur eftir það fram-
faratímabil, sem fleygir heim-
inum langt fram úr því, sem
afturförin þokaði honum aftur.
Það er þetta, sem kemur því
til leiðar að heiminum hefir alt
af farið fram, og hlýtur altaf
að fara fram.
Þegar jeg þá hugsa um tíma
þann, sem framleiddi Jónas
Hallgrímsson, hlýt jeg að gera
það einkum í tilliti til íslands.
Þær tvær greinir, er mynda og
laga sjerhvern tíma, eru ment-
un og pólitík. En jeg bið menn
vel að gæta að því, að jeg tek
bæði orðin í yfirgripsmestu
merkingu. Hvort sem menn
gæta að mentunarástandi Is-
lands eða pólitískri stöðu þiess
á tímunum áður en Jónas Hall-
grímsson kom fram, þá getur
engum dulist að hvorttveggja
stóð illa. Þó var hið pólitíska
ástand landsins miklu verra en
hið mentunarlega. Verslunar-
einokunin, útlend kúgun og
margs konar innlent böl, eins
og jarðeldar, kláðinn og margt
fleira, höfðu svo "að segja
drepið hinn seinasta neista af
kjark hinna fornu Islendinga
Það er til dæmis sagt, að um
fimtíu þúsundir manna hafi
fallið á 18. öldinni af harð-
rjetti, hallærum og drepsótt-
um. Hinum fornu og helgu
þjóðrjettindum sínum hafði
hin íslenska þjóð í heild og
hver einstakur maður alveg
gleymt; maður gæti ímyndað
sjer að Skúli Magnússon hefði
haft hugmynd um að við vær-
um þó ekki alveg rjettlausir, en
það er nokkuð, sem hann sýnir
aldrei fram á, eða sannar með
rökum. Ef menn fundu alt of
sárt til eymdar sinnar, þá var
ekki talað um neinn rjett, til
þess að fá bót á hag sínum,
nei, náð og mildi konungsins og
kansellisins danska, það var
eina hælið og skjólið. Þegar svo
er komið fyrir einni þjóð eins
og var fyrir hinni íslensku á
18. öld og hafði smátt og smátt
verið að dragast að um langan
aldur, þá er ekki annað fyrir,
en að þjóðin alveg falli úr sög-
unni, eins og til dæmis Gyðing-
ar, eða að tíminn beinlínis til-
knúður af kúguninni og eymd-
inni framleiði einstaka snill-
inga, sem bæði hafi vilja, vit
og kraft til þess að sýna þjóð
sinni þann veg, sem hún á að
ganga, og hafa þor og þrek
til þess að ganga sjálfir í
broddi fylkingar. Þessir menn
komu. Það eru, ef jeg á að
leyfa mjer að nefna nöfn hinna
helstu, Jón Sigurðsson, Jónas
Hallgrímsson, Baldvin Einars-
son og Tómas Sæmundsson. —
Það er satt, að Jónas Hall-
grímsson hefir ekki, svo jeg
viti, skrifað eina einustu pólit-
íska ritgerð, en með kvæðum
sínum, sinni hreinu þjóðást, sín-
um sterku hvötum, sinni ein-
lægu, óbifanlegu von um fram-
tíð íslands og nýjan tíma fyrir
fósturjörðina, með öllu þessu
hefir hann haft svo mikil áhrif
á þjóð sína, að jeg hika mjer
ekki við að segja hann næstan
Jóni Sigurðssyni af mönnum
þeim, er mynduðu hið nýja
timabil, sem allir verða að játa
að nú er komið á íslandi. Það
er auðvitað, að jeg nefni Jón
Sigurðsson í byrjuninni ekkf-
sem fyrstan í röðinni, heldur
sem foringja og sem þann af
mönnum þessum, er einn hefir
framkvæmt og framkvæmir
einn hugmynd þeirra allra.
Þegar ræða skal um ment-
unina á íslandi á hinni 18. öld,
þá hljótum við að sjá, að þó að
hún sje eigi jafn aum, sem hið
pólitíska ástand, þá er hún þó
undir lok aldarinnar eins og
hið pólitíska ástand, komin á
það stig, að bráð viðreisn hlaut
að verða á bóklegum fræðum.
Mentun alþýðu var mest fólgin
í því, að læra rímur og kveða
þær, og þylja upp ættartölur.
*— ,,Lærdómslistafjelagið“ reis
reyndar upp seinaðt á öldinnL