Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 2
394 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Boðskapur jólanna ^ ENGUM tíma árs hygg jeg að góðar tilfinningar kristinna manna njóti sín betur en á jóiunum. Frá bernsku hafa þeir vanist því, að skoða jólin sem sjerstaka fagnaðarhátíð; þá var há- tíðarblær og glaðværð á heimilum þeirra, gjafir gefnar og vina-heimsóknir. Og þegar þeir þroskast og skilja betur þýðingu jólanna, læra þeir æ betur að halda þá hátíð með þakk- látum huga fyrir augliti Guðs; jólaljósin verða þeim ekki aðeins heimilisskraut, heldur tákn þeirrar birtu sem hann, sem er Ijós heimsins, flytur mannssálum, og jólaglað- værðin verður að fagnandi tilbeiðslu. Og gleð- ina, sem þeim býr í hjarta, láta þeir líka í Ijós með því, að gleðja aðra eftir megni. Á jólunum komast færri í kirkju hjer í bæ en vilja. Það eru svo margir, sem finst að þeir verði, að minsta kosti á þeirri hátíð, að koma í helgidóm safnaðarins og taka sjálfir þátt í jólalofgjörðinni. Orð og tónar jólasálm- anna auka þeim fögnuð í sál og snerta helg- ustu strengi hjartans. Sjaldan held jeg að hugir manna sjeu betur opnir fyrir gleðiboð- skapnum um kærleika Guðs. Og það er dýrðlegur boðskapur, — svo ein- faldur, að hann vekur bergmál í barnshjört- unum, og svo stórkostlegur, að hann er ofar viti mestu spekinga. Svar trúaðs hjarta við þeim boðskap er auðmjúkt þakklæti, barns- leg tilbeiðsla og heilög lotning. Já. Það er dýrðlegur boðskapur! AÐ er boðskapur um heilagt barn, sem fæddist hjer á jörðu. Og það barn er frelsari mannanna. Guð kom sjálfur til mann- anna, til þess að kenna þeim að þekkja sig og elska sig. ,,Öllum þeim, sem tóku við hon- urn, gaf hann rjett til að verða Guðs börn“. Þess vegna er öllum kristnum mönnum svo dýrmætt þetta indælasta nafn: J e s ús Kr istur. Það er þeim ímynd alls þess, sem er gott og heilagt. Þeir geta ekki nefnt það öðru vísi en með lotnmgu. Þeir geta ekki hugsað um það án þess að þeim hlýni um hjartarætur. Það minnir þá á þeirra dýrmæt- ustu andans auðlegð. Það er nafn þess vinar, sem fegurstar hugsanir hefir vakið í huga þeirra og best reynst þeim í raunum þeirra, og við það eru tengdar fegurstu og helgustu vonir þeirra. Hann kom á jólunum. Og hann kom fær- andi hendi. EG veit ekki hvort nokkur maður á svo sterkt ímyndunarafl, að hann geti hugs- að sjer hve miklu fátækara mannlífið hefði verið, ef hann hefði ekki komið. En margir kunna fagrar sögur af því að segja, hvílíka blessun hann hefir fært þeim. Hann gaf þeim bjartsýni, — kendi þeim að trúa á sigur þess góða, þrátt fyrir alt öfug- streymið í mannlífinu. Hann gaf þeim heilagt mark að keppa að, — að verða fullkomnir. Hann gaf þeim göfugt verkefni, — að hjálpa öðrum til að verða góðir og gæfusamir. Hann kom til syndugs manns, sem stundi undir þungum ásökunum samviskunnar, með guð- lega fyrirgefning. Hann kom til sorgbitins manns, sem fanst eins og öll gleði vera komin i hvarf, með guðlega huggun. Hann kom til deyjandi lærisveins, sem fann að lífið var að fjara út, og lét hann sjá í anda, fyrirheitna landið bjarta og fagra, svo að hann sofnaði með bros á ásjónu sinni, sem var eins og bjarmi af sól eilífa lífsins. Hann sendir góða menn með brauð til hungraðra, föt til klæð- lausra og samúð til einstæðinga. — Já, hver getur talið upp allar þær gjafir, sem hann er altaf að gefa mönnunum? Hver á orð til að lýsa allri þeirri blessun sem af því hefir hlot- ist, að hann kom á jólunum? Enginn okkar veit hvað úr honum sjálfum hefði orðið, ef h ann hefði ekki komið. En við vitum, að fyrir hann eigum við eilíft líf. Alt þetta minna jólin okkur á. Þetta verð- ur alt fyrir þeim, sem þekkja og reynt hafa, eins og glitrandi gimsteinar í kórónu kon- ungsins, sem við tilbiðjum á jólunum. Það vefst eins og gullið ívaf í allar jólahugsanir okkar og verður að lofsöng, sem kemur frá hjartanu. m Hann kom með stórkostlegar og dýrmætar gjafir til mannanna. F mennirnir hefðu fengist til að þiggja þessar gjafir, — ef þeir hefðu fengist til þess að láta stjórnast af vilja hans og hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.