Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 31
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 423 Ur ýmsura áttum Við skulum hugsa okk- ur að einhver hefði sett eins- eyring á banka í byrjun tímatals kristinna manna — fyrir 20 öld- um — og að allan þann tíma hefði bankinn greitt 5% í vexti. (Skýring á því hvers vegna svona lítil upphæð er valin kem- ur síðar). Hve mikils virði væri þessi einseyringur orðinn nú? Upphæð in væri án efa orðin stór, því að fje,sem ávaxtað er með 5% vöxt- um tvöfaldast á 15 árum, og það eru mörgum sinnum 15 ár í 2000 árum. Mjer þykir leitt að geta ekki sagt upphæðina í tölum og verð að láta mjer nægja þá stað reynd, að upphæðin er skrifuð með 38 tölustöfum. Við getum farið aðra leið til að gera okkur hugmynd um, hve upphæðin er stór. Hugsið ykk- ur kúlu úr skíragulli, sem væri jafn þung jörðinni. Verðmæti slíkrar kúlu væri hreint ekki svo lítið. En það er ekki nema lítill hluti þeirrar upphæðar, sem eins eyringurinn væri orðinn. — Hugsið ykkur, að gullkúla eins og jeg mintist á áðan, fjelli af himni ofan á hverri mínútu, og að þetta gullregn byrjaði um leið og einseyringurinn væri settur á vöxtu, þá myndi samanlagt verð- mæti allra gullkúlnanna, sem rignt hefði í 2000 ár, enn ekki vera jafnmikið og upphæðin, sem einseyringurinn væri orðinn með rentu, rentu o. s. frv. rentu rentum. Það vantar enn þá svo mikið á að það þyrfti að rigna gull- kúlum í 300 ár í viðbót til þess að verðmætið yrði það sama. Á þessu getið þið sjeð, hve sparsemi og þolinmæði geta á- orkað. SKEMTILEG INNANHÚSS- IÞRÓTT. angstökk án atrennu getur verið skemtileg innanhúss íþrótt, því að hún tekur ekki mik- ið rúm. Maður setur merki á gólfið á þann stað, sem stokkið er frá, og eins er hægt að nota rifu milli planka í gólfi. Óþarfi er að nota mottu, en sje hún höf, verður hún að vera svo stór, að hún renni ekki til, þegar stokkið er á hana. Mynd 1. sýnir, hvernig byrj- unarstaðan er. Fæturnir vita beint fram og eru ekki alveg sam an; maður hallar sjer fram með bogin hnjen og hendurnar út- rjettar aftur fyrir bak. Úr þess- um stellingum er stokkið, eins og sjest á mynd 2. Það er um að gera að stökkva hátt í loft upp. Áður en stokkið er, er gott að fá jafnvægi í líkamann og hreyf ingarnar. Það er gert á þann hátt, að rjetta úr líkamanum áður en stokkið er, með því að standa á tánum og rjetta hend- urnar upp yfir höfuðið. Því næst hallar maður sjer fram og beyg- ir hnén (eins og í byrjunar- stöðu). Frá íslendingafundi 1. desember í Kaupmannahöfn. Myndin er tekin í fundarbyrjun, og nær yfir helming safn- aðarins. Fremst sitja þau krónprinshjónin Friðrik og Ingiríöur prinsessa. I næstu röð sjest m. a. lengst til vinstri frú Georgia og Sveinn Björnsson sendiherra adjutant krónprinsins Weibull, Klemens Tryggvason stúdent, frk. Revent- low hirðmey, cand. jur. Hallgr. Thomsen, frú Sveinbjömsson og Jón Sveinbjörnsson konungsritari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.