Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 8
400
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Latínuskólapiltar v ori ð 18 85
Þessi mynd er af nemendum Latínuskólans vorið 1885. Alls eru þeir 89 á mynd-
inni, en nokkrir fleiri vot~u í skólanum. Myndin er tekin á skólablettinum, nálægt lækn-
um, gegnt Jónassens-húsi, og mun myndatökumaöurinn hafa verið uppi í kvistglugga
hússins og tekið myndina þannig yfir hópinn.
Dr. Jón Helgason biskup hefir gert Lcsbókinni þann greiða, að semja nafnaskrá
yfir myndina, og eru á teiknaðri eftirmynd á næstu blaðsíðu númer á hverjum manni,
hið sama og í nafnaskránni, svo að auðvelt er af þvi að sjá, hver maðurinn er. Af þess-
um 89 mönnum munu 57 nú vera dánir en 32 álífi.
en rit þess, sem helst voru
praktísk búnaðarrit, höfðu
hvergi nærri þann árangur hjá
alþýðu, sem þau hefði átt að
hafa. Magnús Stephensen byrj-
aði undir lok aldarinnar hina
alkunnu, ágætu starfsemi sína,
sem hann með þreki og ein-
stökum dugnaði hjelt áfram til
dauðadags. En þó rit hans að
jnörgu leyti sjeu ágæt, höfðu
þau þó hvergi nærri þau áhrif
á alþýðu, sem Magnús ætlaðist
til. Og meira að segja, Magnús
Stephensen var aldrei rjett
metinn fyr en mörgum árum
eftir dauða sinn. En hvernig
stóð á þvi? Það er mjög auð-
velt að svara því.Það er ómögu-
legt að menta verulega nokk-
ura þjóð, meðan þjóðarmeðvit-
und hennar liggur í dái. Fyrst
. þarf að vekja þjóðarmeðvitund
ft.ennar. Það gerði Magnús Step-
hensen ekki; þess vegna kunnu
íslendingar þá fyrst að meta
Magnús, þegar þjóðarmeðvit-
und þef»Ta var vakin,
ur.d A
Þannig stóð þá mentun Is-
lendinga þegar Jónas Hall-
grímsson kom fram, og það,
sem verst var, málinu hafði svo
fjarskalega hnignað, síðan
Eggert Ólafsson ritaði. Það var
Jónas Hallgrímsson, sem var
einhver styrkasta stytta til
þess, að endurreisa málið. Hin
fyrstu rit, sem út komu, sem
höfðu áhrif á þjóðhug lslend-
inga, var ,,Fjölnir“ og „Ár-
mann á Alþingi”, og þó einkum
„Fjölnir". Af Fjölnismönnum
var Jónas Hallgrímsson einhver
hinn helsti. Svo komu „Fjelags-
ritin“. Það eru eiginlega þau
rit, sem eiga virðinguna af því,
að hafa vakið þjóðina til sannr-
ar meðvitundar, og fastrar sann-
færingar um þjóðrjettindi sín.
Þess vegna er það mjög und-
arlegt, að Fjelagsritamenn og
Fjölnismenn skyldi aldrei koma
saman, þegar þó uppruni þeirra
og tilgangur var mjög líkur, og
rit þeirra reyndu bæði í raun
og veru að verka í sömu stefnu,
þótt aðeins öðru þeirra auðn-
aðist að koma hugmyndinni
fram.
Jeg ímynda mjer nú að
mörgum muni þykja formálinn
orðinn helst til langur, en af
hinu framan sagða, vonast jeg
til að mönnum skiljist, hve
mikil og ágæt áhrif Jónas Hall-
grímsson hefir haft bæði á pól-
itíska stöðu lands vors og
mentun þess, eins og hún
stendur nú. Það er auðvitað, að
harla mörgu er enn ábótavant
í báðum greinum, en jeg fyrir
mitt leyti hefi örugga von og
trausta sannfæringu um það,
að hvorttveggja muni taka
stöðugum framförum, og að
þijóð vor og land muni eiga
langt og sælt framfaralíf fyrir
höndum.