Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 24
416
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Eyjólfi Lands-höfðingja
LLIR íslendingar, sem komnir eru til vits
og ára, kannast við Eyjólf Guðmundsson
í Hvammi í Landssveit, sem fyrir löngu
hlaut viðurnefnið „Landshöfðnigi“ Hann
ei x amlega áttræður að aldri, fæddur 3. des. 1857.
Hjer um daginn heimsótti jeg Eyjólf austur í
Hvammi og spjallaði við hann um stund. Hann kom
á móti mjer, þegar bíllinn rann í hlaðið, glaðlegur,
ljettur í spori af áttræðum manni að vera. Hann
er maður afburða þreklegur að vallarsýn, þjettvax-
inn allur og vöðvamikill. Ber svipurinn og fram-
ganga mannsins merki skapfestu og stillingar, sem
af ber. Þegar hann fer að tala um sín hugðarefni, þá
birtir einkennilega yfir andliti hans.
— Jeg veit, sagði Eyjólfur, þegar við vorum
komnir í hina björtu og rúmgóðu skrifstofu hans,
að þú ert . kominn hingað til þess að skrifa eitthvað
um mig. En jeg skal segja þjer nokkuð. Jeg vil
helst að sem minst sje um mig talað. Því mjer þykir
illt að geta ekki haldið áfram.
Þegar hann nefndi að „halda áfram“, átti hann
auðsjáanlega við, að halda áfram, að vera stjórnandi
og leiðbeinandi í málefnum sveitarinnar. Því það
mun óhætt að fullyrða, að enginn einn maður í Lands
sveit á meiri þátt í því en Eyjólfur, hvernig sveit-
in sú er nú setin og hvernig mönnum búnast þar.
★
Eyjólfur Guömunds8on
í Hvammi á Landi.
Við fórum að tala um sand-
græðsluna í Landssveit.
Menn, sem ekki hafa verið í
Rangárvallasýslu, og ekki hafa
sjeð viðurstygð eyðileggingarinn-
ar þar af sandágangi, eiga erfitt
með að gera sjer grein fyrir ógn
um og skelfingum, sem bændur
hafa þar átt yfir höfði sjer, þeg-
ar heilar jarðir gátu farið í flag
á fám dögum.
— Jeg var einu sinni á ferð
hjerna fyrir austan Skarðsfjall,
sagði Eyjólfur. — Það var um
hásumar í heiðríku veðri. Jeg
var að gamni mínu lengi að at-
huga, hvort nokkuð vottaði fyrir
því, hvar sólin væri á loftinu. En
það voru engin tiltök. Svo svart-
ur var sandbylurinn. .
En, — ef það á að fara að
dreifa mjer eitthvað við þessa
sandgræðslu hjer, þá verður að
geta um marga fleiri, sem þar
koma við sögu.
— Þú byrjaðir þó á barátt-
unni gegn sandgræðslunni.
— Það kann að vera. Þ. e. a. s.
jeg var um fermingu, er jeg eitt
sinn fór framhjá Reykjum á
Skeiðum og sá, hvernig alt var
þar komið í auðn umhverfis tún
ið. En túnið sjálft hjelt sjer, og
sá jeg ekki betur en það væri
vallargarðurinn, sem skýldi því.
Þannig sýndist mjer að hlaða
mætti fyrir sandinn.
En þegar jeg fór að tala um
þetta hjer, var hlegið að mjer,
og það mikið. Að jeg skyldi
halda, að hægt væri að hlaða fyr
ir sandinn, sem flýgi yfir hæstu
fjöll. Þetta var talin hin aumasta
vitleysa.
Við fórum samt að reyna að
hlaða í skörð rokbarðanna. Og
þegar þetta bar sýnilegan árang-
ur, voru það margir, sem þótt-
ust hafa byrjað á því á undan
mjer og vildu hafa heiðurinn af
því. Þeim var það velkomið.
En hver sem upphafsmaðurinn
var, þá er eitt víst, að við, sem
unnum að því fyrst að hlaða
grjótgarða fyrir fokskörð og
stinga niður rokbörð, við vorum
hafðir að háði og spotti, fyrir að
leggja á okkur þessa erfiðu og
fatafreku vinnu.
Svo kom hjer Sæmundur Eyj-