Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
419
Á heimili Sveins Björnssonar sendiherra 1. des. síðastliðinn er fullveldi
Islands varð 20 ára. — Talið frá vinstri: Sveinn B'jörnsson, Stauning, for-
sætisráðherra, frú Georgía Björnsson, frú Elna Muneh og P. Munch utan-
ríkismálaráðheiTa Dana.
risu upp frá undirlaginu, og það
svo hátt, að á köflum steyptust
þær fram yfir sig og niður á
flatirnar. Þar sem við höfðum
verið fyrir stundu síðan að taka
saman hey, þar skall ein torfan
yfir.
— Stóðst nokkur bygging
þessi ósköp?
— öll torfhús í sveitinni eyði-
lögðust, en timburhús stóðu. Þau
voru fá. Kirkjan á Skarði stóð,
en skekktist á grunni, og Ijósa-
hjálmarnir brotnuðu og það, sem
lauslegt var þar inni.
★
Jeg var nýlega búinn að byggja
hjer timburhús og hlaða und
ir það grunn, hjelt Eyjólfur á-
fram. Torfveggir stóðu því til
skjóls á tvo vegu.
Torfið og grjótið fór alt í
hrúgu, og steinarnir, sem neðstir
voru, lentu ofarlega í byngnum.
En hússkrokkurinn skoppaði of-
an í hrúgaldinu.
Jeg man eftir því einn morg-
un, þegar einna verst var, og alt
fólkið hljóp út, nema ein gömul
kona og jeg. Gamla konan komst
ekki svo glatt niður stigann, og
jeg tafðist við það að bjarga
barni, sem var uppi á lofti. Jeg
þreif barnið í fangið. Ekki var
stætt á gólfinu. Jeg kastaði mjer
upp í rúmflet, sem þar var. Átti
jeg fult í fangi með að verja
barnið áföllum, að það hentist
ekki út í vegginn, eða upp í súð-
ina.
Eftir viku hafði okkur tekist
með ljelegum verkfærum að
rjetta húsið og koma því á grunn
að nýju, nema hvað grindin hafði
skekst— gengið úr fölsum, svo
ekki var hægt að laga það, nema
rífa húsið að miklu leyti. Slíkt
kom ekki til mála.
En svo kom eitt sinn mikill
kippur frá vestri. Það var þá,
sem bæirnir hrundu sem flestir
í ölfusinu. Þá small grindin í
fölsin aftur, og húsið rjettist úr
geiflunum. Og þannig stendur
það enn í dag.
— Voruð þið ekki lengi að ná
ykkur eftir alt jarðskjálftatjón-
ið?
— O-nei. Mikið samskotafje
kom til styrktar mönnum við
byggíngarnar, og handverks-
menn úr Reykjavík, til að hjálpa
til. Tíðin var góð, og menn komu
sjer upp bráðabirgðaskýlum fyr-
ir veturinn. Verst, að sú vinna,
sem fór í það um haustið, varð
ekki til frambúðar. Því að alt
varð að reisa frá grunni, er vor-
aði.
Þó eitthvað lítið hengi uppi af
bæjarhúsum, var ekkert gagn
í því. Eins og í Skarfanesi. Þar
var eitt bæjarþil uppi standandi,
er gömul kona frá Yrjum kom
hlaupandi þangað og varð að
orði, er hún sá þilið: ,,Guði sje
lof, að guð er hjer, því ekki var
hann í Yrjabaðstofunni".
En sem sagt. Þetta var ekki
eins mikið áfall fyrir okkur og
harðindin 1882, þegar bústofninn
kolfjell svo að segja.
★
að myndi verða Iangt sam-
tal, ef hinn áttræði
bændahöfðingi ætti þar að
segja alla sína merkilegu sögu.
Mjer er sem jeg sjái hann
25 ára gamlan koma alla leið
sunnan úr Bjóluhverfi og upp í
Hvamm með heytugguna handa
einu kúnni sem uppi stóð ,,í flag-
inu“, eða þegar hann tvítugur í
fyrsta sinn sá reiknað á rúm-
fjöl, eða þegar hann var kos-
inn oddviti og hann gerðist,
með þeirri reynslu-þekkingu
sem hann. hafði, foringi sveitar
sinnar og hóf það starf sitt að
gera Hvamm að höfuðbóli.
Eitt sinn fór hann að vetrar-
lagi í frosti með lest yfir Þjórsá
á Nautavaði s^okölluðu. Er
skamt var komið út í ána var að
snarast af einum baggahestin-
um. Fátæk ekkja átti það sem
á hestinum var. Eyjólfur fór af
baki í ánni og lagaði á hestin-
um, en misti af reiðhesti sínum
og varð að Vaða ána í frostinu.
,,Það bjargaði lífi mínu, að jeg
var á stígvjelaskóm“, sagði
hann, „annars hefði jeg ekki
getað fótað mig á flughálu
grjótinu í ánni“. Það eru víst
ekki margir, sem vaðið hafa
Þjórsá, hvorki fyr nje síðar,
enda mun það á fárra manna
færi að feta í fótspor Eyjólfs í
Hvammi.
En vel væri það, ef verk hans
og áhrif fengju að „halda á~
fram“, eins og hann komst að
orði, að gera gagn, sveitungum
hans og þjóð, með því að þau
geymdust sem glegst í endur-
minning manna.
V. St.