Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 stilt. En margar stormnætur raulaði hún fram undir morg- unn. Jeg læddist að dyrunum hennar og hleraði, eins og þjófur. Hún raulaði ekki ákveð- in lög með ákveðnum texta, heldur brot úr mörgum lögum og brot úr mörgum textum. Það var annarlegur tregaþungi í rödd hennar, blandinn óljósum kvíða og djúpri þrá. Jeg þóttist viss um að henni liði ekki vel, en þrátt fyrir það hafði jeg enga samúð með henni. Jeg hafði nóg að hugsa um sjálfan mig. Það er barið að dyrum og klukkan er farin að ganga eitt. Áður en jeg fæ tíma til að segja: Kom inn, er hurðinni ýtt til — og hönd birtist. í lófan- um er dálítill súkkulaðismoli og feimin rödd hvíslar: Gerðu svo vel. Jeg tek súkkulaðismolann ósjálfrátt og gleymi að þakka fyrir mig. Jeg á engin orð, svo forviða er jeg. Höndin hverfur, dyrnar lok- ast, og hið lága, auðmjúka fótatak heyrist afturá gang- inum. Síðan er alt hljótt. — Það brást ekki eftirleiðis, að þegar mjer leið verst, þegar andvakan, einmanaleikinn og fátæktin ætlaði að buga mig, þá var drepið á dyrnar, þrjú högg, og höndin birtist. 1 lóf- anum var altaf eitthvað til að gleðja mig. Gamla konan virt- ist finna það á sjer, hvenær jeg þarfnaðist helst einhverrar samúðar. En hún gætti þess vel að loka dyrunum áður en jeg gæti þakkað fyrir mig. — Jeg minnist þess ekki, að jeg hafi nokkurn tíma þakkað henni fyrir mig. — Það er skýrt frá því í mörgum heimsfrægum skáld- sögum — og margar heims- frægar persónur halda því líka fram — að augað sje spegill sálarinnar. En þetta er ekki rjett. Það er miklu auðveldara að sjá, hvernig fólk er innrætt, ef maður tekur nákvæmlega eftir höndum þess. Sumir hafa fínar hvítar hendur, með löngum mjóum fingrum, og ef til vill lituðum nöglum. En ef þú athugar nán- ar hreyfingar þumalfingursins eða afstöðu löngutangar til hinna fingranna, þá kemstu máske að þeirri niðurstöðu, að þetta eru nískar hendur, sjer- góðar og harðdrægar hendur, sem aldrei myndu reyna að hjálpa þjer, þegar mest lægi við. Hönd gömlu konunnar var ekki fín. Það var krept hönd, rauð og bólgin af heitu þvotta- vatni. Heimurinn hafði verið að sjóða hana í mörg ár. Fimm fingur, sem vitna um ótak- markaða sáttfýsi við lífið, reiðubúnir að gefa hinn síðasta eyri, miðla því sem til er af fátækt sinni. 4. í vikunni fyrir jól gerði ofsa- veður. Það hvein válega í storminum, járnplötur fuku af húsum. — Þá nótt var þrisvar sinnum barið að dyrum hjá mjer. Þrisv- ar sinnum færðin höndin mjer gjafir. — Og hún titraði. Jeg hafði náð ótrúlegri æf- ingu í að skynja sálarástand gömlu konunnar. Jeg gat nefni- iega sjeð það á höndinni, hvern- ig henni var innanbrjósts. Jeg vissi að í nótt leið henni venju fremur illa, jeg vissi að fálm- andi huggunarorð voiru þess ekki umkomin að ljetta henni andvökuna, svo jeg sagði ekki neitt. — Og aðfangadagurinn rann upp. Það var óútreiknanlegur himinn. Dimm ský sigldu boga- dregna slóð. Jeg hafði gert mjer vonir um, að dálítið lag, sem jeg hafði Iengi haft í smíð- um, myndi hljóta náð í augum ákveðinna manna, og ljetta undir með mjer í lífsbarátt- unni. En þær vonir urðu að engu. Jeg reikaði heim til mfn dapur og illa á mig kominn. Slabb á götunum. — Það var langt síðan jeg hafði getað borgað ljósreikning&nn, svo að nú höfðu þeir lokað fyr- ir rafmagnið. Það var myrkur í herberginu mínu. Þar að auki var kvöldið ekki tunglskinsbjart og hrímglitr- andi eins og öll aðfangadags- kvöld eiga að vera. í stað þess fjellu örsmáir regndropar jafn1-. og þjett á rúðurnar, brimhljóð heyrðist í fjarska, og bráðum fer hann að hvessa. Jeg lagðist endilangur upp í dívaninn og hlustaði eins og í leiðslu á klukknahljóminn, sem smó tignarlega gegnum rakaþrungið vetrarloftið. Bing- bang! Bangbing! Jeg reyndi að taka þessum jólum með jafnað- argeði, bjó til tvo skrafhreifa menn, sem rifjuðu upp allar þær skemtilegustu og hjart- fólgnustu minningar, sem jeg átti. En þetta bragð mishepn- aðist. Mennirnir sameinuðust von bráðar og myrkrið varð enn sv.artara. — Þá skeður það, sem jeg mun seint gleyma: Höndin birt- ist í gættinni. Hún heldur á bláu logandi jólakerti, og titrar. En þegar jeg rís ekki á fætur til að taka á móti gjöfinni, kemur gamla konan sjálf inn, setur kertaljósið á borðið og rjettir mjer dálítinn böggul. Hún hinkrar við, skimar ‘feimnislega í kringum sig og tyllir sjer að lokum á stólgarminn. Kerta- Ijósið kastaði flöktandi skini á andlit hennar og hár, rauð her- bergið í Ijósi sínu. Jeg fór að fitla við böggul- inn. Það var lítið brjefspjald bundið við hann — og á það var párað með rithendi, sem vitnaði um lítið hamingjusama æfi: Gleðileg jól, Nonni minn, frá Mömmu. Jeg las þetta hvað eftir annað áður en mjer skild- ist, að þetta hlaut að vera mis- skilningur hjá gömlu konunni: böggullinn var ekki til mín. Jeg horfði undrandi á hana og það var komið fram á varir mjer að spyrja, hvernig á þessu stæði. En gamla konan, sem virtist ekki taka eftir neinu, hafði þá lesið hugsanir mínar. Það komu kippir kringum munnvikin, hún sneri sjer sam- an kropin inn í skuggann og fól andlitið höndum. Hann fórst, grjet hún loks út í þögnina. ólafur Jóh. Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.