Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 Skipinu var nú skotið ofan í mesta flýti, tveir menn settir við hverja ár og róið knálega fyrir Klettsnef. Jón hreppstjóri stýrði. Þegar fyrir Nefið var komið, voru undin upp segl. Það var frískur suðaustan kaldi, og var sigldur beitivindur. Skipið gekk vel, en þó var róið á kulborða, og voru tveir um hverja árina. Nú var hugur í mönnum, og skyldu útlendingar ekki að þessu sinni veita Eyjaskeggjum harðar bú- sifjar bótalaust. Á bátnum voru svo að segja eingöngu þeir menn, sem röskastir þóttu ungra manna í Eyjum og fúsastir til stór- ræða á sjó eða í fjöllum. Þegar báturinn nálgaðist Ell- iðaey, heyrðu þeir það fjelagarn- ir, að blásið var í þokulúður á kúttemum franska. Nú sáu þeir, að bátur lá við urðina vestan í eynni, og alt í einu gat að líta sex menn, sem komu hlaupandi fram á bjargbrúnina og hröðuðu sjer niður í áttina til bátsins. Var það jafnsnemma, að þeir komust út í hann og Gideon rendi að honum. Voru þeir Guð- jón í Sjólyst og Hjalti jafnfljót- ir að ná í fangalínu þeirra Frans- mannanna. Einn af þeim frönsku þreif þá í snatri flatningshníf og hjó í einu höggi í sundur lín- una á borðstokk bátsins. Vest- mannaeyingar gripu þá margir í franska bátinn og drógu að sjer. Hjeldu þeir í borðstokkinn. Fransmaður sá, sem var með hnífinn, brá honum þá á loft og gerði sig líklegan til að rista langs eftir borðstokknum á hend ur þeirra Eyjarskeggja. Byssum ar voru tvær með í förinni, og lá hin gamla soldátabyssa, sem fylgt hafði Hjalta úr Mýrdal, við hliðina á honum. Hún var hlað- in selahöglum og hafði fengið vænan púðurskamt. Ekki þurfti að setja á hvellhettu. Það hafði Hjalti gert um leið og lagt var upp frá Heimaey. Hjalti þreif nú í byssuna í einu vetfangi og miðaði henni á Fransmanninn, sem var með hnífinn. Fleygði þá sá franski frá sjer hnífnum á sjó út, fórn- aði höndum og hrópaði á frönsku: Guð hjálpi mjer. Hjalti lagði þá hjá sjer byss- una og skipaði fjelögum sínum að taka Fransmennina með valdi og flytja þá yfir í Gideon. — Þetta var gert, og skulfu Frans- mennirnir eins og hríslur og báru ekki hönd fyrir höfuð sjer. Hjalti bað nú fjóra menn að ganga upp á eyna og athuga, hvað gerst hefði. Eftir stundar- korn komu þeir aftur og sögðu, aö engin kind hefði verið drep- in, en auðsær væri samt tilgang ur Fransmannanna, því að ullar- lagðar hefðu verið á tætingi hjer og þar. Hefðu Fransmennirnir elt fjeð, náð í lagðinn á því öðru hvoru, en kindurnar slitið sig af þeim. Á kofanum sæi ekkert. Hjalti hugleiddi nú samtal sitt við sýslumann. Nei, sýslumaður hafði ekki sagt honum að fara með menn og skip til hafnar, nema Fransmennirnir hefði drep ið kindur eða skemt mannvirki. En úr því að tilgangur þeirra var auðsjeður, þá var skratti hart að láta þá sleppa án veru- legrar ráðningar. Hjalti fór svo með fimm menn með sjer yfir í skipsbátinn franska og sagði þeim Gideonsmönnum að bíða sín. Nú var skipsbátnum róið út að kútternum, og var einn af hin- um hernumdu Fransmönnum með í förinni. Það var sá, sem gripið hafði til fiskihnífsins. — Var það ætlunin, að hann gæti sagt fjelögum sínum, hvernig komið væri, hve vel Vestmanna- eyingar væru liðaðir og hversu þeir vævu vopnum búnir. Þegar kom út að skútunni, stökk Hjalti einn upp. Skipverj- ar þustu undir þiljur, nema einn maður. Hjalti spurði hann, hvort hann væri skipstjóri. Jú, sá franski hvað það vera. Hjalti sagði honum þá, að menn hans hefðu verið staðnir að tilraun til að stela fje, en við fáu væri harð ari refsingar á íslandi. Kvaðst Hjalti koma í umboði lögreglu- stjóra, en við eyna biði sín bátur með hart nær tuttugu vöskum mönnum, og væru þar einnig hin ir frönsku sendimenn, allir nema sá, sem sæti þarna í bátnum við skipshiðina. Væru fjelagar sínir vel vopnaðir. Skipstjóri kvað það ekki vera satt, að hann eða hans menn hefðu ætlað að stela kindum. — Þeir hefðu aðeins átt að sækja skelfisk. Hjalti kvað það einnig óleyfilegt, en annars sæist það greinilega í eynni, að meiningin hefði verið að stela einhverju af fjenu. Ullarlagðar væru á tæt- ingi fram og aftur um eyna, og nú mundu þéir Vestmannaeying arnir taka skipið og fara með það til hafnar og fá það og skips höfnina lögreglustjóranum í hend ur. Þegar hjer var komið, varð skipstjóri alvarlega hræddur, og bauð hann nú borgun til þess að sleppa frá þessu öllu saman. En í þessum svifum kom upp úr káetunni maður tæplega mið- aldra, feitur og þrútinn og auð- sæilega drukkinn. Þetta var eig- andi skipsnis. Hann óð að Hjalta með krepta hnefa og hafði hinn versta munnsöfnuð, bölvaði og ragnaði og sagðist aldrei sam- þykkja það, að nokkrar bætur kæmu fyrir aðgerðir þeirra Fransmanna í Elliðaey. Skamt frá Hjalta stóð tunna á þilfar- inu. Þar lá brennibútur, hand- hægur að þyngd og gildleika. — Hjalti skaut sjer yfir að tunn- unni og greip hægri hendi um bútinn. Skipseigandinn kom hvað eftir annað með hnefaslætti og gerði sig líklegan til að ráða á Hjalta, en Hjalti lyfti þá brenni- bútnum, og hörfaði svo skips- eigandi lítið eitt frá. Vakkaði hann kringum Hjalta eins og köttur kringum heitan, en ann- ars girnilegan graut, og jós úr sjer fúkyrðum. Hjalti hafði ekki heyrt helminginn af þeim, en það var ekki vandi að merkja það á látbragði og framkomu þess franska, hverskonar orðaj val hann viðhafði. Vjek hann sjer nú að skipstjóra og fyrir- bauð honum að láta af hendi nokkurn hræranlegan hlut við þá Eyjarskeggja. Skipstjóri reyndi að sefa skips eiganda og stakk upp á því, að friður yrði saminn. Skyldu Vest manneyingar láta skipið fara í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.