Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 20
412
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Guðm. G. Hagalín
Viðureign við Franzmenn
ú var alt tíðindalaust af
' Hjalta, nema hvað hann
fór að læra frönsku hjá Magmisi
Þorsteinssyni, síðar presti á Mos-
felli, en þennan vetur las Magnús
heima. Þótti Hjalta mjög- gaman
að frönskunni. Á vertíðinni kom
inn til Eyja frönsk skúta. Hún
var hriplek, og sigldu skipverjar
henni í land. Skipsmenn höfðust
við í Eyjum mánaðartíma, og
komst Hjalti í kunningsskap við
skipstjórann og var með honum
daglega, þegar ekki gaf á sjó.
Æfði þetta Hjalta mjög í frönsk-
unni.
Svo vildi það til, sem hjer
greinir:
Á sumardaginn fyrsta var á-
gætt veður, og reru allir bátar
úr Eyjum, sem annars stunduðu
sjó um vorið. Vertíð var lokið,
og menn búnir að , grípa til
smærri bátanna. Afli var sæmi-
legur, eftir því sem gerðist við
vorróðra, en annars hafði lítið
aflast seinni hluta vertíðarinn-
ar, og því var róðrum á stóru
skipunum hætt óvenju snemma.
Menn komu yfirleitt að landi
um nónbil. Þá var þeim sagt það,
að franskur kútter hefði komið
undir Eyna og skotið út báti.
Menn hefðu farið í land, beint
upp í fjöll, þar sem fje Eyja-
skeggja hafðist við, og gert það
skiljanlegt, að þeir vildu fá
keypta kind. En þeir, sem þeir
áttu tal við, neituðu að selja.
Fransmennirnir fóru svo um
borð í skip sitt og sigldu á brott.
Þeir fjelagarnir, Hjalti, Á-
gúst og Stefán fóru nú austur á
svokallaðan Skans, sem hlaðinn
hafði verið eftir Tyrkjaránið
mikla í Vestmannaeyjum. Þeir
sáu þá, að franska skútan hjelt
sig í nánd við Elliðaey. Stefán
var nú þegar í stað sendur eftir
sjónauka vestur í svokallaða
Brydestofu, en þar var altaf hafð
Hjalti Jónsson.
ur ágætur sjónauki, sem Eyja-
skeggjar alment höfðu aðgang
að, og var svipast með honum
eftir skipum, sem á sjó voru, og
ennfremur var hann notaður, þeg
ar skygnst var eftir fje í fjöll-
um og Úteyjum.
Stefán var ekki lengi að sækja
sjónaukann, og sáu þeir það þeg
ar í stað, fjelagarnir að menn
voru uppi á Elliðaey, og voru þeir
að elta fje.
Þeir fjelagar skiptu sjer nú.
Stefán og Ágúst skyldu safna
liði, en Hjalti fara til sýslu-
manns, Jóns Magnússonar, og til
kynna honum, hvað fram færi í
Elliðaey. Hjalti hitti sýslumann
og tjáði honum þegar, hvað væri
um að vera. Sýslumaður bað
Hjalta fara og athuga, hvem-
ig þessu væri varið. Mætti
sögu '(Elcl-
'alta skrdð
hans sjdlfs
hann taka franska skip-
ið með valdi og fara með það
til Eyja, ef það kæmi í ljós, að
Fransmennirnir hefðu drepið
kindur eða skemt mannvirki í
Elliðaey — en þau voru reyndar
ekki önnur en kofi einn ómerki-
legur, sem fuglatekjumenn höfð-
ust við í, þegar þeir voru að
fuglaveiðum í eyjunni.
— Má jeg hafa byssu með?
— Já, sagði sýslumaður.
— Má jeg skjóta, ef mjer
finnst ástæða til?
Sýslumaður hugsaði sig svo-
lítið um, og Hjalti bætti við:
— Ja, jeg á við, ef við eigum
líf og limi að verja.
— Já, sagði sýslumaður, og
það mjög ákveðið. — En ekki
nema borin sjeu á ykkur vopn
að fyrrabragði, og þess verðið
þjer að gæta, eins og unt er, að
þjer skjótið ekki nema í útlimi.
Hjalti beið nú ekki boðanna,
en kvaddi sýslumann og hentist
út. Hann þaut þangað, sem hin
stóru skipin voru í hrófum, og
var það jafnsnemma, að hann
kom, og að tuttugu og fjprir
vaskir menn voru safnaðir sam-
an um stærsta skipið, Gideon.
Formaður skipsins, Hannes Jóns-
son hafnsögumaður, var þama
ekki, en aftur á móti Jón hrepp-
stjóri í Dölum, sem stjóma skyldi
förinni, þó að svo færi raunar,
að annar segði fyrir um öll stór-
ræði.