Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 18
410
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
GESTUR PÁLSSON
yaviá, 70. c/es. 78?3.
Þú verður að játa, að það er með öllu óverðskuld-
að að eg sezt niður og fer að skrifa þér. Það er vest
að ég get ekki gert (bréfið) fróðlega úr garði. Já,
þá man ég eptir því, að þú lofaðir að skrifa mér i
vor — en sveikst alveg um það. Nei. Ekki má jeg
vera að ryfja allt þetta upp, því ef ég geri það,
verður ekki neitt úr bréfinu, því ég kynni í „raseríi"
að stökkva upp, og brenna upp þessa litlu byrjun
og sleppa öllum „korrespondance" við þig. Hér er
tiðin alveg ófær, og snjókarlar bæjarstjórnarinn(ar)
geta ekkert átt við snjóinn á götunum, hann er hreint
eins og þar hefði hvorki bæjarstjórn né reka komið
að; ætli maður að ganga suður á mela, verður mað-
ur að skripta fyrst, þvi ekkert er náttúrlegra, en
að maður verði úti; samt held ég að það hafi ekki
komið fyrir ennþá i haust:
Þú ert að studera „polytechnik", það var þá „stúdi-
um!“ Nú þarf ég ekki að spyrja neinn guðfræðing,
eða fletta upp Jónsbók, ég veit að nú eru komnir
hinir síðustu og verstu tímar, að minsta kosti yfir
ísland, að önnur eins skynsemi og þín skuli verða að
simplum tölum, og svo náttúrlega eyðileggur þú alt
landið með talnaspeki; já nóg hefir mér nú þótt um
Stubb stundum, en allt verður hálfu verra, þegar
hann springur af brennivini, og hans dauði verður
þitt líf, þvi þú verður náttúrlega eftirmaður hans.
Verði ég nokkurntima svo rikur að eiga son, skal ég
svei mér liggja á honum, einsog ormur á gulli og
passa, að hann ekki komizt undir annan eins talna-
kong og þig (þú fyrirgefur, — en sem sagt — það
kom yfir mig hrollur, þegar ég heyrði, að þú værir
farinn að stúdera polytechnik). En nú mun þér þykja
nóg rætt um þetta mál. —
í skólanum gengur allt sinn gamla gang; við höf-
um fengið tvo nýja kennara Steingrim Johnsen og
Lárus. Steingrimur kennir ekkert nema Religión hjá
okkur i 4. bekk og dönsku i 1. bekk; Lárus kennir
Religión i öllum hinum bekkjunum Mér er farið að
dauðleiðast í skólanum, en ég læt lítið á þvi bera;
skólinn er að öllu leyti svo „aandlös", sem maður
getur hugsað sjer nokkuð institút. Hvernig getur
líka annað verið? Bækurnar eru stagneraðar og
kennararnir borneraðir. Embættismennirnir flestir
á íslandi sýna lika hvað þeir læra; það er víst að
menn geta með naumindum hugsað sér meira egoist-
iska duglausari og hugsunarlausari kynslóð, til að
leiða einn lýð á framfaraöld, en majoritet embættis-
manna á íslandi er. Þetta er að nokkru leyti skólan-
um að kenna — mér liggur við að segja að miklu
leyti —; ekkert líf getur þróast án einhverrar gráðu
af frelsi; ég gæti ímyndað mér að hugsanafrelsi
dygði; hér í skólanum hefur maður ekki hugsana-
frelsi sem stendur. Menn ættu þó að skilja að „disi-
plin“ er annað en andleg kúgun í orðsins fyllsta
skilningi. Ég er ekkert að hafa á móti „disiplin", hún
er í sumu oflin. En það verð ég að segja að með
þessari andlegu kúgun i skólanum er auðvelt að
fresta frelsi og framförum íslands um margar ald-
ir; henni er að miklu leyti þessi voðalega demóralisa-
tion að kenna sem að flestu leyti er rikjandi hér
við skólann; þessi andlega kúgun drepur eigi að-
eins hin góðu sáðkorn sem liggja i hjörtum hinna
ungu íslendinga, sem ætla sér að ganga mennta-
veginn og vinna ættjörðu sinni gagn; hún kveikir
þar líka illgresi i ótal myndum. Menn verða mjög
vel að gæta þess, að islenskir skólapiltar standa á
allt öðru „stadíó" en skólapiltar í útlöndum sökum
aldurs o. fl. — En það væri best að við kæmum sam-
an til að tala um þetta.
Ekki get ég hugsað mér dúmmara strik en það
sem bókmenntafélagsdeildin hér hefur gert, að lofa
jöfnum verðlaunum fyrir það, að semja íslandssögu
aptur að 1000 og aptur að 1873. Riti nokkur til
þess að vinna verðlaun þessi, ímynda ég mér að
hann verði svo skynsamur að hnoða einhverju sam-
an úr sögunum aptur að 1000; þó er jafn skortur á
fslandssögu eptir sem áður, og bókmenntafélagið
spandérar 500 rdl. til einskis.
Hér erum við mikið að hugsa um að reisa styttu
af Ingólfi gamla. Menn eru byrjaðir hér í kring að
skjóta saman peningum. Eptir því sem ég hefi kom-
ist næst eru komnir inn c. 1000 rdl. Halldór Frið-
riksson stendur fyrir þvi hér. Þið i Hðfn ættuð að
fá bróður þinn til þess að gangast fyrir þessu; þvi
frá útlöndum t. d. Noregi getum við ekki búizt við
styrk nema eitthvert „autoritet" standi fyrir þessu
fyrirtæki. Ég er sannfærður um, að styttan getur
aldrei orðið almennileg, nema við fáum styrk frá út-
löndum; helzt eða jafnvel aðeins væri þess að vænta
frá Noregi. Svo ætti maður að drifa i gegn að hver
sýsla á landinu sendi sinn erindreka, þegar styttan
yrði afslöruð, þá gæti athöfnin orðið hátíðleg og
„Indtryket“ almennt.
Nú er ég búinn að skrifa þér f jandi langt mál, þú
mátt ekki verða fornermaður yfir. polytechniska
kaflanum, því hann er fremur til maþematikurinnar
en þin. — Að endingu bið ég kærlega að heilsa
Rikkarð og óska þér allra heilla af heilum hug.
Þinn einl. vin
(Hdrs. Lbs. 1195 4to.)