Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 6
398 andar í mjer og líf mitt og skógarnis er eitt. Jeg vaki yfir fjársjóðum og dýrmæti skógar- ins. Fyrir mjer er ekkert líf hulið, sem til er í skógi þessum, ekkert lifandi blað, ekkert ilm- andi blóm, enginn brumandi greinarknappur, engin fræ í foldu niðri, sem byrjar að vori að drekka í sig lífsmagnið, eng- inn maður nje lirfa, sem ham- skifti þráir. Alt þetta líf er í mjer og jeg í því. — Nú skaltu sjá!“ — Sölva þótti sem hún stryki með hendinni yfir augu honum; höndin var svöl og mjúk og lagði af henni ilm sem mjaðurjurtar-angan. Þá fanst honum að hann sæi skóginn í nýrri mynd. Hann sá hið hulda líf í starfsemi .sinni. Hann gat ekki gert sjer grein fyrir því. Það var alt svo margþætt; það iðaði og titraði, alt á fleygi- ferð, rann saman og greindist að í sífellu. Það var sem geisla- blik og gneistaflug í öllum lit- um regnbogans. — Hann sá hvernig lífssafarnir sitruðu upp stofna og greinar og út í hvert blaktandi blað. Honum fanst eins og hann sjálfur fyndi í sjer hina innri nautn lífsvaxt- arins, og öll þessi hreyfing, þ>etta innstreymi varð að ómum, hver hreyfing átti sinn tón, svo að alt loftið varð fult af hin- um fegursta söng og hljóðfæra- slætti, sem rann saman í einn samræmdan Iofgiörðarklið til Guðs, er gefur lífið. Heilagur, heilagur, heilagur ertu, Drott- inn herskaranna. Himnarnir og jörðin eru full af hátign dýrð- ar þinnar. Gloria in excelsis deo!“ Þá vaknaði Sölvi. Honum fanst hann heyra síðustu óm- ana er hann vaknaði. Hörður sat við hlið hans. ,,Hefi jeg sofið lengi?“, spurði Sölvi. — „Nei, aðeins Örlitla stund“, sagði Hörður. Síðan gengu þeir heim á leið. Á leiðinni var Sölvi hljóður. Hörður fann á sjer að Sölvi hefði um eitthvað að hiigsa. og varð því hljóður líka. Sölvi var að njóta draums síns. # Þegar heim var komið, sagði Sölvi Herði drauminn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Jeg tek þetta sem kveðju minnar ástkæru móðurjarðar", sagði hann. — Hörður fylgdi Sölva til Brynjudalsár og síðan hjelt Sölvi til Kaldársels. I KALDÁRSELI. Arnþór bóndi, æskuvinur hans, fagnaði honum hið besta, og Sölvi litli, sonur Arnþiórs, guðsonur hans, varð mjög glað- ur við komu nafna síns. En nokkur dró það úr gleðinni, er fólkið fekk að vita að nú væri hann að kveðja fyrir fult og alt. Sölvi hafði fengið sjer far með kaupskipi, er var að búa sig til brottfarar úr Hólminum og hafði hann því aðeins fjóra daga að dvelja í Kaldárseli. Sölvi sagði: „Kaldársel var fyrsti áfanginn á gæfubraut minni og því kveð jeg það síð- ast“. Þetta voru sæludagar Sölva og vina hans. Hann sagði frá ferðum sínum og dvöl sinni í selinu í Alpafjöllunum í Kárn- ten, þar sem hann að nýju hafði mætt hamingju sinni. — Mörgum stundum varði hann til þess, að reika um minning- arstaði sína, hvammana og hraunin. Hann heimsótti hell- inn sinn og gíginn í Búrfelli. Alstaðar rifjuðust upp dýr- mætar minningar. Stundum var hann einn, stundum var yngri Sölvi með eða þeir feðgar báðir. Aldrei hafði Sölvi fund- ið betur en nú, hve heitt hann elskaði Island og íslenska nátt- úru. Hann var í hálfgerðri leiðslu þessa daga. Veðrið gerði sitt til að veita honum ógleym- anlega mynd af landinu. Síðasta daginn gekk hann einn upp á Helgafell. Hann gekk suður fyrir fellið og unp í gegnum steinbogann mikla. Hann gekk upp á hátindinn og settist niður við vörðuna. Undursamlegt þótti honum út- sýnið þaðan. Aldrei hafði hon- oimst landið eins fagurt og nú Hann fór að hngsa um sö<ru landsins. Hann útmálaði fvrir sjer þá tíð, er alt þetta mikla land var auðn ein og óbygð. Þá var það eins hrikalegt og nú, og birti fegurð sína á hverju vori; en þá var ekkert mann- legt auga til þess að njóta þess- arar mikilfenglegu dýrðar.Hon- um fanst alt í einu að þá hefði Snæfellsnesið og Reykjanes verið sem útbreiddur faðmur bíðandi brúðar í þrá eftir komu verðugra manna, er verða ætti sá lýður, sem taka ætti landið til eignar, sem brúðgumi hinn- ar tignu eldbornu eyjar. Hann horfði út yfir flóann mikla, og svo fór hann að sjá í huganum eitthvað á reki inn flóann. — Honum fanst fjöllin mæna á þetta, sem rann inn eins og því væri stýrt af ósýnilegri hendi, barst óðfluga og forðaðist öll annes, uns það beygði fyrir nes- ið, sem nú kallast Seltjarnar- nes, barst inn milli eyja og rak upp að strönd lítillar víkur. — Svo sá hann í anda menn koma þangað sem rekinn lá. Hann °á bá í huganum beygja sig sem í tilbeiðslu fyrir þessum helgu dómum, öndvegissúlum brúð- gumans. Svo kom hann siálfur austan yfir fjöllin og bygði sjer þar ból við hina heilögu vík, sem guðirnir höfðu útvalið fyrir fyrsta bygt ból á landinu. Síð- an sá Sölvi í anda skipin hvert af öðru sigla inn í hinn víða flóa, milli hinna útbreiddu arma, og nema landið alt um kring. Sölvi ljet hugann reika eftir leiðarhnoða sögunnar og sá fyrir sjer í huganum hinum megin við suðaustur fjöllin staðinn dýrðlega þar sem brúð- kaupið milli lýðsins unga og eyjarinnar fögru stóð á Þing- völlum, þegar þar var haldin hin fyrsta samkoma og völl- urinn helgaður sögu og starfi hinna komandi kynslóða. Hann fann hversu hann elskaði þessa þjóð og þessa sögu, sögu fulla af glæsimyndum og sorgarsýn- um. Hann fann sárt til þess að brúðguminn glæsilegi var nú orðinn ófrjáls vinnumaður í þiónustu erlends húsbónda. — Hsnn kraun riður við vörðuna eins og við altari og bað um blessun Guðs yfir landi og lýð. Framh. á bls. 415.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.