Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 22
414
friði, en Fransmennirnir láta af
hendi tvær tunnur af kexi, tvær
af kartöflum og tíu færi. En
skipseigandi sagði þvert nei og
sat hinn fastasti við sinn keip.
Hjalti hafði horfið frá því, að
láta Fransmann þann, sem grip-
ið hafði hnífinn, fara upp á skip
ið og tala við fjelaga sína. Hon-
um datt í hug, að þar sem hann
hefði sýnt hina fylstu ófyrir-
leitni, þá væri síst á það að ætla,
hvað hann kynni að leggja til
mála við hinn drukna skipseig-
anda, sem líklegur var til þess að
þiggja hin verstu ráð. Hjalti af-
rjeð því að fara yfir í Gideon,
sækja þangað annan Fransmann
og bæta við sig liði.
Og alt í einu vatt Hjalti sjer
út að öldustokknum og ofan í
bátinn. Svo var ýtt frá í snatri
og róið að Gideon. Þar valdi
Hjalti til viðbótar fjóra röska
menn og Fransmann, sem var við
aldur, stillilegur og auðsæilega
mjög kvíðandi um það, hvernig
fara mundi. Því næst var aftur
róið að skútunni frönsku. Hjalti
fór upp á skipið og hleypti
upp með sjer Fransmannin-
um, sem hann hafði sótt.
Hjalti greip þegar í stað brenni-
rengluna, sem þeir skip-
stjóii og skipseigandi höfðu lát-
ið liggja þarna á sama stað.
Munu þeir hafa varið tímanum,
sem Hjalti var í burtu, til orða-
kasts sín á milli. Hjalti sagði nú
skipseiganda það afdráttarlaust,
að hann mundi taka skipið með
valdi og fara með það til hafnar,
ef ekki kæmu einhverjar bætur
fyrir þann ójöfnuð og þá tilraun
til sauðaþjófnaðar, sem Frans-
mennirnir höfðu sýnt. Það var nú
minni móðurinn en áður á skips-
eiganda, og vjek hann sjer til
skipstjórans, sem stóð á tali við
Fransmann þann, sem Hjalti
hafði sótt og hleypt upp
á skipið. Sá Hjalti það útundan
sjer, að hásetinn talaði við skip-
stjóra hljóðskraf með miklu
handapati og ranghvolfdi í sjer
augunum til þess að gera ræðu
sína áhrifameiri. Þegar skipseig-
andi kom til skipstjóra, vjek há-
setinn frá, en ekki fór hann til
hásetaklefa. Ekki voru aðrir
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
menn á þiljum en þessir, en öðru
hvoru skaut höfðum upp úr há-
setaklefa og káetu. Var auðsjeð,
að hásetar vildu halda sjer sem
Jcngst frá þeim Jeik, sem fram
f.ór á þiljunum.
Hjalti gek\ nú út að öldu-
stokknum og sagði mönnum sín-
um að fara yfir í Gideon og biðja
Jón hreppstjóra að koma á skip-
inu, því Hjalti þóttist nú sjá, að
draga mundi til endanlegrar á-
kvörðunar á annan hvorn veginn.
Var Hjalti staðráðinn í því að
taka skipið með valdi, ef skips-
eigandi ljeti ekki eitthvað af
hendi sem bætur fyrir þjófnað-
artilraunina og þá fyrirhöfn,
sem þeir Eyjaskeggjar höfðu af
þessu haft.
— Ætlar þú að verða einn eft-
ir um borð? spurði Ágúst Gísla-
son.
— Það er öllu óhætt, sagði
Hjalti. — Þeir eru nú held jcg
að spekjast, og ólíklegt þykir
mjer, að það verði ofan á, að
sigla með mig, en skilja fimm af
skipshöfninni eftir.
Jú, þeim sýndist þetta líka,
mönnum Hjalta, og svo fóru þeir
á ný yfir að Gideon, sem beið við
Elliðaey. Rjett eftir að þeir voru
farnir, gekk skipseigandi til ká-
etu, og kom hann ekki upp eftir
það, meðan Hjalti var á skips-
fjöl. Skipstjóri lofaði svo því, að
láta það sem bætur, sem áður
var orðið umtalað milli þeirra
Hjalta, en sagðist svo vænta
þess, að Hjalti stæði við það lof
orð, að sleppa skipinu.
Jú, Hjalti sagði, að ekki skyldi
hann bregðast.
Gideon og skipsbáturinn lögðu
nú báðir að hlið skútunnar, og
stukku þegar upp tíu Vestmanna
evingar. Hjalti sagði við skip-
stjóra, að nú kæmi til að standa
við það, sem samið hefði verið
um þeirra á milli. Skipstjórinn
var heldur tuskumenni, og skalf
hann og nötraði og sagði, að sjer
þætti vont að missa brauðið.
— Það er ekkert undanfæri,
sagði Hjalti. — Þið verðið bara
að gjalda gerða ykkar.
Skipstjóri sagði ekki neitt, en
skalf eins og áður og skotraði
augunum til hinna ungu og þrótt
miklu Vestmannaeyinga, sem
voru auðsýnilega til alls búnir,
því þeir voru að smáhreyfa hend
urnar, eins og þá langaði til að
taka á einhverju, og litu títt
til Hjalta.
Hjalti skipaði nú Fransmann-
inum, sem hann hafði slept upp,
að opna lestina, fara niöur og
rjetta það upp á þilfarið, sem
Hjalti segði honum. Sá franski,
sem verið hafði votur í fætur,
var kominn á sokkaleistana, en
hann skaust ofan 1, eftir skipun
Hjalta, svo fljótt og fimlega, að
furðu gegndi um þó ekki yngri
mann. Það var eins og æðsti for-
ingi í sjóliði Frakka væri að
skipa honum fyrir verkum.
Rjetti hann upp tunnur þær, sem
um hafði verið talað milli Hjalta
og skipstjóra, og hurfu þær í
bátinn. En enn þá barmaði skip-
stjóri sjer yfir missi kexins, og
hyggur Hjalti, að skipseigandi
hafi lagt svo fyrir, að hann
skyldi ekkert af kexinu láta. Þá
komu upp fjórar hankir af fær-
um og hurfu yfir öldustokk skút-
unnar og ofan í Gideon. Síðan
sagði Hjalti við menn sína:
— Þið hafið ekki annað að
gera en taka færin, sem liggja
þarna á vaðbeygjunum og skjóta
þeim ofan í bátinn.
Þeir voru fljótir til að gera
það, sem fyrir þá var lagt.
Því næst kvaddi Hjalti, og svo
var farið af skipsfjöl, föngunum
hleypt upp, fangalínu skipsbáts-
ins fleygt yfir öldustokkinn og
haldið heim á leið.
Það var fljótt að fjölga á þilj-
um skútunnar frönsku, þegar
Vestmannaeyingarnar voru farn-
ir. Voru forsegl dregin upp, og
siglt af stað.
Þegar þeir Hjalti höfðu stutt
farið, mættu þeir fullmönnuðu
skipi úr Eyjum. Þar var Jón
Magnússon innanborðs, klæddur
sínum einkennisbúningi. Hafði
honum þótt draga í tímann fyrir
þeim Hjalta og þótt vissara að
vita, hvað liði. Hann jiafði fim-
tán menn með sjer.
Bæði skipin hjeldu nú til Eyja,
og sagði Hjalti sýslumanni frá
öllu, sem fram hafði farið. Var
sýslumaður hinn ánægðasti með