Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 14
406
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Kafli úr sendibrjefi frá síra Þorvaldi Gottskálkssyni.
vistar og náms, og þar er hann
skráður í manntal, er tekið var ár-
ið, sem faðir hans dó. — Var Sig-
urður 2 árum yngri en sjera Þor-
valdur. — En Gottskálk var lœr-
lingur hjá dönskum myndhöggv-
ara (,,Billedhugger“) í Mönter-
gade, Peder Pedersen Leed. Þegar
skrifað var upp bú föður þeirra
og tekin út staður og kirkja á
Miklabæ til handa eftirmanni
hans vorið 1763, mættu þeir feðg-
ar Sveinn Þorláksson, hálfbróðir
Guðrúnar, móður þeirra systkina,
og sonur hans fyrir þeirra hönd.
Var kirkjan afhent skuldlaus við
dánarbúið, en um arf fram yfir
skuldir mun sennilega ekki hafa
verið að ræða, því að um haustið,
24. og 27. okt. 1763, skýra þau
systkinin frá því, að þeir bræð-
urnir hafi orðið að lýsa yfir því,
að þeir tækju ekki á sig ábyrgð
skulda, vegna þess að öll efni föð-
ur þeirra hafi gengið til að reisa
við stað og kirkju í Miklabæ, og
sækja þau um að mega vera laus
við allar skuldakröfur. — Ari
hefir sennilega dáið ungur í
Höfn; enginn smíðisgripur eftir
hann mnn nú kunnur. og líklega
hefir hann aldrei orðið meistari.
En um hin systkinin er allvel
kunnugt síðar. Gottskálk gamli,
afi þeirra, dó haustið 1767. Þrem
árum síðar, sumarið 1770 (10.
ág.) heldur ólöf, dóttir hans,
barni undir skírn í Miklabæjar-
kirkju, hjá sjera Oddi Gíslasyni,
og hefir hún sennilega komið
heim aftnr það sumar, nokkru
áður, og þar andaðist hún vetur-
inn 1781, hálf-fimtug að aldri;
var jörðuð 13. febrúar.
FÆDDIST BERTEL THOR-
VALDSEN I HOFSÓS?
Það hefir verið almenn sögn i
Skagafirði, einkum austan vatna,
að Gottskálk Þorvaldsson hafi
komið heim til átthaga sinna í
kynnisför með konu sinni,
danskri, sumarið 1770. Að öllum
líkindum hafa þau systkinin, ólöf
og hann, þá komið saman. Kunn
ugt er nú orðið af skjali einu,
sem fundist hefir í Kaupmanna-
höfn, að þá um vorið, í maímán-
uði, hafa þau Gottskálk og kona
hans verið orðin hjón, en óvíst
er, hve nær þau hafi gift sig. Nú
segir sagan um kynnisför þeirra
hingað til lands enn fremur, að
þau hafi farið utan aftur sama
haust frá Hofsósi, en áður hafi
kona Gottskálks alið þar son
sinn: Bertel Thorvaldsen. Nú
verður ekki sannað af kirkjubók
prests, sjera Eyjólfs Sigurðssonar,
að Bertel hafi verið skírður þar
þá, því að bókin er glötuð. Sumir
segja, að skipið, sem þau hjónin
sigldu með frá Hofsósi, hafi ekki
komist þegar leiðar sinnar út úr
firðinum, heldur orðið að liggja
næstu daga í logni úti hjá Þórð-
arhöfða eða Málmey, og að þá
hafi kona Gottskálks alið þar son
sinn um borð. Hafi svo borið við,
myndi mega ætla, að barnið hefði
verið skírt í Kaupmannahöfn, en
þó að þar sjeu vísar enn prests-
þjónustubækurnar frá 1770 og
þeim árum, þá finst hvergi í þeim
neinum, að Bertel Thorvaldsen
hafi verið skírður þar eða fæðst
þar. Hafi hann fæðst um borð í
skipinu nálægt Þórðarhöfða eða
Málmey, kynni sjera Sigfús Sig-
urðsson á Felli í Sljettuhlíð að
hafa verið sóttur til að skíra
hann, en ólíklegra er það, og hitt
sennilegra, sem flestir segja, að
Bertel hafi fæðst í landi, áður en
skipið fór af stað. — Kirkjubók
frá Felli er að vísu ekki til held-
ur frá þessum árum. — Bertel
hefir verið talinn fæddur 19. nóv-
ember 1770. Virðist nú ástæðu-
laust að bera brigður á það eftir
bestu heimildum, sem fram eru
komnar. Hann sjálfur eða for-
eldrar hans virðast ábyggilega
hafa sagt einum æskuvini hans
það nokkrum árum áður (1791—
92), en Bertel fór fyrst til Róma-
borgar, og hann þá þegar skrifað
það í almanak hjá sjer til minn-
is, Hefir þetta ekki orðið hrakið
með góðum og gildum rökum.
Svo var jafnan sagt í Dan-
mörku, að móðir Bertels, kona
Gottskálks, hafi heitið Karen
Grönlund, en nú er það fullvíst
orðið fyrir mörgum árum, að hún
hjet Karen Dagnes og virðist hún
hafa verið dóttir Jakobs Dagnes,
djákns, eða organleikara, við
kirkjuna í Lemvig, og skírð 16.
jan. 1736. Hefir hún eftir því ver-
ið um 5 árum eldri en Gottskálk.
Hún var kona mjög fríð sýnum,
og þótti Bertel á unga aldri líkj-
ast henni mjög. Hún dó 7. jan.
1804, og var þá talin 56 ára, en
virðist hafa verið nær 12 árum
eldri. Gottskálk dó nokkurum ár-
um síðar, 24. okt. 1806.
ÍSLENDINGURINN
Hjer skal ekki farið út í að
segja frá heimilishögum og ævi-
atriðum Gottskálks Þorvaldsson-
ar í Kaupmannahöfn, enda hefir
verið nokkuð frá þeim sagt í Les-
bók Morgunblaðsins fyrir skömmu.
Það mun óhætt að gera ráð fyrir
því, að hann hafi þráfaldlega um-
gengist landa sína, sem dvöldu í
Höfn, og þeir verið iðulega á
heimili hans, og þá talað við hann
og son hans á móðurmáli sínu,
enda er sagt, að Bertel hafi alla
ævi kunnað nokkuð í íslensku;
það fullyrti m. a. gamall vörður,
sem var í safni hans fyrir mörgum
árum; átti hann tal um það við
íslendinga, sem voru að skoða
safnið. Kunnugt er, hve vel hann
tók Tómasi Sæmundssyni, er
hann dvaldi í Rómaborg og heim-
sótti Thorvaldsen, þá heimsfræg-
an snilling; hefir það verið mjög
f minnum haft með ættingjum
sjera Tómasar síðan. Thorvaldsen
hefir í Rómaborg verið talinn ís-
lenskur, og sjálfsagt hefir það