Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 2
LESBÓK MOROUNBLAÐSINS
1' '
„Jesús Kristur
er friðarhöfðinginn og heimsins
skærasta Ijós
... Og Ijósið skín í myrkrinu ...
(Jóh. 1, 5.)
EGAR jólahátíðin er hringd inn að
þessu sinni og helgi jólanna færist yfir,
þá er það án efa sameiginleg ósk kristinna
manna um gjörvallan heim, að rödd friðar-
höfðingjans megni að hafa víðtæk og sterk
áhrif og þá sjerstaklega á þá, sem heiminum
stjórna, valdhafana, sem segja úrslitaorðin,
og að nýr skUningur glæðist á því, að frið-
ur á jörðu er hið fyrsta skilyrði fyrir vel-
líðan og farsæld einstaklinga og þjóða.
Friðvana jörð er og verður altaf heimur
þjáninga og óhamingju. Á þessari hátíð ætti
því engin bæn að vera oss ríkari í huga en
bænin um f rið. Því að núlifandi mönnum
getur ekki dulist bölvun ófriðgrins og allar
þær meinsemdir og alt það böl, sem af honum
leiðir. Og það eru margir, sem finna sárt til
þess nú, um þessi jól.
Kristi, hugsjónum hans og boðskap, hefir
svo oft verið úthýst í þessum heimi, líkt og
honum sjálfum var úthýst hina fyrstu jóla-
nótt. Friðarhugsjpn Krists hefir
verið úthýst. Þess vegna er mannkynið flak-
andi í sárum.
"y^iER minnumst öll frásagnanna um hætt-
urnar, sem vofðu yfir hinni helgu móð-
ur og barninu forðum.
Móðirin og barnið eru ekki óhult í heim-
inum um þessar mundir.
Hún á það altof víða á hættu, þar sem hún
situr í ást sinni og umhyggju með barnið í
faðmi sjer, að ógurlegir atburðir gerist, að
heimilið hennar verði brent upp og hún ásamt
barninu sínu verði grafin undir rústunum.
. .Ekkert er trygt eða örugt í þessum heimi.
Mennirnir höfnuðu því, sem gerir lífið örugt
— þeirri lífsskoðun, sem sagði: „Slíðra þú
sverð þitt“. — En mundi nú ekki reynslan
kenna oss — spyrja margir — þessi reynsla,
sem er átakanlegri og sárari, en nokkrum
tárum taki. Einhverntíma opnar reynslan
augu mannanna fyrir sannleikanum. Vjer
skulum vona að hún sje að gera það um
þessar mundir, og að nú taki bráðum að birta
upp. Og jafnvel þótt skuggalegt sje nú um-
horfs og bjartsýnir menn hafi beðið mikið
áfall í andlegum skilningi, þá er eins og von-
irnar hækki, þegar Jólin koma. Frá Kristi
stafar birta inn í skammdegismyrkrið. Hann
kemur með sannleikann og býður mannkyn-
inu hann að gjöf. Hann hefir gefið sjálfan
sig — og staðfest þann boðskap, sem hann
flutti heiminum með því að fórna lífi sínu á
Golgata. Krossinn er heilagt sannleiks- og
sigurmerki.
Ef nokkurt afl getur sætt stríðandi mann-
kyn, þá er það Kristur og kristindómurinn.
Ekkert annað afl getur komið á friði og ein-
ingu á jörðu.
AÐ var nýlega haldin fögur og einkenni-
leg guðsþjónusta í Englandi — ensk-
þýsk guðsþjónusta er hún nefnd í erlendu
blaði, sem mjer barst alveg nýlega. Það var
enska flóttamannanefndin, sem efndi til
hennar. Ritualið var flutt bæði á ensku og
þýsku og beðið fyrir friði, á báðum málun-
um. Sjerstaklega áhrifaríkt var, segir einn
þeirra, er þátt tóku í þessari guðsþjónustu,
er hvorir fyrir sig báðu fyrir óvinum sínum.
Kristindómurinn og sú tilfinning, sem hann
vekur, um andlegan skyldleika allra ma ma,
er einasta bandið, sem tengir, í innra skiln-
ingi, andstæðar, stríðandi þjóðir. í síðasta
heimsófriði skeði ýmislegt fallegt á helgri
jólanótt, sem sýndi mátt Krists í hjörtum
mannanna. Svo mun enn verða á þessum jól-
um. Og fyrir hans mátt mun sú stund nálg-
ast, er hugsjónin rætist um „nýja jörð“,
„nýjan heim“.
Þess vegna fögnum vjer jólum, fögnum
komu Krists — því að hann er í sann-
leika Fr elsari heimsins.
GLEÐILEG JÓL!
Sigurgeir Sigurðsson.