Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Side 5
LESBÓK MORG UNBLAÐSINS 397 stórra báta, sem fluttu fólkið í land. Samskonar skírteini var svo lagt í langan stokk og voru þau höfð til þess að hafa gætur á, hvort allir kæmu um borð aftur. Hjer var alt einfalt og vel fyrir komið. Qg ódýrt. Skipið annaðist alt og tók 10 lírur fyrir. Við Ásmundur slógumst í för með Gyðingi einum, rjettarsögu- prófessor Laserson að nafni og konu hans. Ilann hafði víða verið og mætt á fjölda þinga, en var nú kennari í háskóla Gyðinga í Tel- Aviv (Jaffa). Hann var lágur maður vexti og gyðinglegur í út- liti, en snarlegur og gáfulegur, og ómögulegt að heyra á honum hvar hann var eiginlega í Palestínumál- unum. Ilann var hreinræktaður heimsborgari. Báturinn var geysistór og full- ur af fólki. Hann fór franthjá kastalanum á enda hafnargarðs- ins og þá fóru múrarnir heldur en ekki að hækka. Og nú ko;m enn þessi sama tilfinning, eins og oft bærði á sjer hjá okkur á síðari parti ferðarinnar: Hingað væri gaman að koma beint frá Evrópu! Hvernig hefði þetta litið út á suð- urleið, þessi misliti mannfjöldi í bátnum og þetta umhverfi? En nú var þetta í rauninni ekki ann- að en hin hverfandi Austurlenska. Jafnvel með besta vilja og síopn- um hug er ekki unt- að halda hrifningunni heitri og undruninni sívakandi. En þegar nær kemur og inn í sjálfa þessa fornu höfn, vaknar samt hrifningin. Þessir fornu stór- grýtisarmar lykjast um ,mann. Og múrarnir hækka, þar til þeir gnæfa eins og liamraveggir af höndum gerðir alt í kring. Áður en við stígum á land er best að rifja upp, hverjir það voru, sem hjer hafa skilið eftir þessar geysi-menjar. Eyja þessi komst í grárri forn- öld undir grísk áhrif og var í gríska ríkjasambandinu langa hríð. Eftir daga Alexanders mikla varð hún sjálfstæð, og umi hríð mjög voldug. Auk pólitíska valds- ins varð hún þá fræg af bókment- um og listum. Á þeim tímum varð til líkneskja sú, sem kölluð var Kólossinn á Rhodos og fræg er orðin. Hún stóð við hafnarmynn- ið, sumir segja að sinn fótur hafi verið hvoru megin hafnarmynn- isins, en það mun vera rangt. Yar hún af sólguðnum, 105 fet á hæð. En hún stóð ekki nema 56 ár og hrundi í jarðskjálfta árið 224 f. Kr. Jeg get ekki rakið þessa sögu hjer. Rómverjar lögðu eyna und- ir sig og síðan Serkir. En árið 1310 hefst nýtt tímabil í sögu eyj- arinnar, því að þá náðu Jóhann- esar riddarar henni á vald sitt. Uppruni þessarar merkilegu reglu er óviss. En hún mun vera til orðin í upphafi miðalda. Halda sumir að Gregoríus páfi mikli hafi stofnað hana um aldamótin 600 í sambandi við kirkjuna Maria La- tina í Jerúsalem, og var tilgang- ur hennar góðgerðastarfsemi. Harún Alraschid var mdkill vin- ur Karlamagnúsar og gaf honum landspildu eina rjett hjá Grafar- kirkjunni í Jerúsalem. Til þess að gera eitthvað úr þessari spildu á Karl að hafa sett þar á stofn spít- ala eða hæli fyrir pílagríma, og fengið Jóhannesar-reglunni þetta hlutverk. Voru þeir oft kallaðii' spítalabræður. Á krossferðatím- unum voru þeir gerðir að riddara- reglu, árið 1113. Breiddust þeir eftir það út um ýmis lönd, en meginþorri þeirra var þó áfram í Landinu helga. Tóku þeir j>ar þátt í vörn landsins gegn Serkj- um og biðu mikla ósigra er á kristna menn fór að halla, því að allstaðar voru þeir með. Árið 1291 fjell síðasta vígi kristinna manna (Tolemais). Fóru Jóhannesar-ridd- arar þá til Kípur, en lögðu skömmu síðar undir sig Rhodos og settust þar að. Voru þeir eftir það oft kallaðir Rhodosriddarar. Þeir víggirtu borgina og stóðu eins og öldufleygur gegn öllum árásum Serkja og Tyrkja um full 200 ár. Stóðu þeir af sjer hverja árásina eftir aðra. En árið 1522 urðu þeir þó loks að gefast upp fyrir ofureflinu. Fluttust þeir þá til Möltu. Frá þessum tíinum eru aðal víg- girðingarnar. Undir öllum þessum hugleiðing- um hefir bátnum með allri hjörð- inni úr „Galíleu“ skilað upp að hafnargarði. En inn í bæinn hef- ir ekki verið vað,ið með skítugum skónum, meðan hinir heimaríku riddarar rjeðu hjer ríkjum. Alt umhverfis höfnina lykja múrarnir, feiknaháir, rammgerðir og hnarr- reistir, með fjölda vígturna. Sýn- ast þeir standa enn alveg óskemd- ir. — Inn í bæinn er hjer aðeins eitt hlið. Það er þröngt mjög, þjappað milli tveggja stórra sívalra turna, svo að engu er líkara en þeir sjeu að merja það á mlli sín eða þrýsta því alveg saman. Það hefir ekki verið friðlegt að sækja þarna að með báða þessa turna fulla af vígamönnum, sem gátu dýngt örv- um og spjótum, glóandi biki og sjóðandi vatni ofan á þá er að sóttu. En nú var alt í friði og spekt að því leyti. Aftur á móti mætti okkur vaskleg hersveit af mönn- um, sem gerðu skyndiáhlaup á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.