Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 8
40Ö
LÉSBOK morqunblaðsins
Skáldið og heimilisfaðirinn
Oorsteinn Erlingsson
Frásögn frú Guðrúnar J. Erlings
LEIFUR HEPNI.
ESSI saga byrjar vestur í
Ameríku. Þar var kona ein
er hjet Miss Horsford. Hún átti
íandsvæði á þeim slóðum, sem
sagnfræðingar telja að Leifur
hepni og fjelagar hans hafi farið
um. Þar þóttist faðir hennar hafa
fundið tóftarbrot og datt hon-
um í hug að þar væru leifar af
skálum þeirra víkinga. Nokkru
áður hafði dr. Valtýr Guðmunds-
son skrifað hina ítarlegu bók sína
um byggingar Islendinga á lýð-
veldistímanum. Það var mikið
verk á sinni tíð og rómað. Það
var doktorsritgerð hans. Til hans
leitaði hin ameríska efnakona,
svo að hún gæti fengið vísinda-
legan úrskurð um hvort þessi til-
gáta föður síns væri rjett.
Nú geta menn furðað sig á
því, hvað þetta kom Þorsteini
Erlingssyni við og frú Guðrúnu
konu hans. En orsakir liggja til
alls, og orsakirnar til samfunda
þeirra er að finna í hugleiðing-
um þessarar amerísku konu.
Hún vildi fá dr. Valtý vestur til
þess að rannsaka þessar forn-
leifar.Hann var ekki vanur forn-
leifagreftri. — Doktorsritgerð
hans var bygð á rannsóknum
fornrita. Áður en hann færi vest
ur vildi hann afla sjer kunnleika
á fornum rústum og bæjartóft-
um hjer heima. Heilsa hans og
annríki hamiaði honum frá að
leggja sjálfur í þann leiðangur.
Hann fekk vin sinn Þorstein Er-
lingsson í lið með sjer. Þorsteinn
var þá búsettur í Höfn. Þeir voru
miklir mátar.
Og Þorsteinn fór til íslands til
þess að takast þessa rannsókn á
hendur. Miss Horsford borgaði
brúsann. Þetta var sumarið 1895.
Þegar Þorsteinn kom hingað
til Reykjavíkur var hann óráð-
inn í því, hvar hann ættti að bera
niður til fornleifarannsókna
sinna. Hann var hjer í Reykja-
vík í nokkra daga til þess að at-
huga sitt mál. Þá mætti hann
eitt sinn Þórhalli Bjarnasyni þá-
verandi prestaskólakennara. —
Þeir voru góðvinir. Þórhallur
bauð Þorsteini til kvöldverðar.
Hann bauð nokkrum fleiri gest-
um. Þar var m. a. Brynjólfur
Jónsson frá Minna-Núpi. Þá bar
vel í veiði fyrir Þorsteini. Þeir
tóku tal saman um fornminjar.
Þorsteinn skýrði frá erindi sínu.
Brynjólfur benti honum á, að
á Tungufellsheiðum væri marg-
ar fornar bæjartóftir. Hvatti
Brynjólfur Þorstein að fara
þangað, og eins í Þjórsárdal, en
um þann stað munu þeir hafa
hugleitt dr. Valtýr og hann. —
Brynjólfur bauðst til að skrifa
kunningja sínum sr. Steindóri
Briem í Hruna og biðja hann að
greiða götu Þorsteins.
Síðan hjelt Þorsteinn þangað
austur og til Tungufells. — Þar
gisti hann. Þarl var hann um
kyrt í tvo daga. Þar fekk hann
fylgd upp í óbygðirnar til rann-
sókna sinna. En í Tungufelli var
Guðrún þá 17 ára stúlka.
Þorsteinn gerði sínar forn-
minjarannsóknir eins og um var
talað. Síðan fóru þeir dr. Val-
týr og hann vestur.
Hugmynd Miss Horsford
reyndist röng, er vestur kom. —
Engin „fingraför“ Leifs hepna í
hennar landareign. Og þar með
er hún úr sögunni.
En hefði hún ekki verið, hefði
Þorsteinn Erlingsson aldrei kom-
ið að Tungufelli.
Á HEIMILI
FRÚ GUÐRÚNAR.
Hjer um daginn heimsótti jeg
frú Guðrúnu á heimili hennar í
Þingholtsstræti 33. Þar hefir
hún búið ekkja í 25 ár. Húsið
höfðu þau reist sjer árið 1911,
þrem árum áður en Þorsteinn
dó. Þar er alt með sömu um-
merkjum og það áður var.
Á stofuhurðinni er út að for-
stofuganginum snýr stendur
nafnskilti hans á hurðinni, þó
aldarfjórðungur sje liðinn síðan
hann hvarf þaðan. En þegar inn
kemur er skrifborðið hans eins
og það var, bókaskáparnir —
alt, eins og hann skildi við það.
I 25 ár hefir minningin um hann
lifað í þessum stofum. Það er
eins og sá andi friðar og kær-
leika, sem altaf var utan um
þann mann, sje þarna enn.
ÞEGAR ÞORSTEINN
ORKTI.
Hvernig vann hann að kvæð-
um sínum, hvernig var hann
þegar hann orkti, var eitt af því
fyrsta sem jeg spurði frú Guð-
rúnu. Hún skýrði svo frá:
Þegar hann orkti kvæði sín
þurfti hann helst að hafa al-
gert næði. Ýmist gekk hann um
gólf, eða hann sat í ruggustól,
sem altaf var í skrifstofu hans.
Næði var honum nauðsynlegt,
sagði hann, vegna þess að hug-
myndirnar^ hendingarnar „eru
eins og fuglar, sem fljúga burt
og koma kannske aldrei aftur,
ef mjer tekst ekki að handsama
þær á fluginu".
Jeg reyndi vitanlega sem jeg