Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Page 11
LESBÓK MORiGUNBLAÐSINS
403
sýnn maður og sparsamur. Og
hann mat sparnað og hagsýni
mikils, enda þurfti hann á þeim
eiginleikum að halda.
Við mig sagði hann stundum:
„Guðrún mín. Við gætum vel kom-
ist af með að búa í einu herbergi,
ef á þyrfti að halda. En skuldir
og víxla hata jeg. Ef jeg þyrfti
að standa í því, þá gæti jeg ekki
orkt“. Um það vorum við sam-
mála.
Hann sagði líka: „Tvennskonar
frelsi er mönnum nauðsynlegt.
Annað er frelsi samviskunnar, að
ekkert íþyngi henni, hitt er efna-
legt frelsi. Sá sem hefir þetta
tvent hann er frjáls maður.
Betri heimilisföður en hann get
jeg ekki hugsað mjer, síkátur og
glaður og yngstur meðal þeirra
ungu. Og bamgóður með afbrigð-
um. Það var hans mesta yndi að
leika sjer við börnin og segja
þeim sögur, þegar hann hafði
tíma til þess.
í kvæði Guðm. Guðmundsson-
ar um Þorstein lýsti hann hinum
barngóða heimilisföður með þess-
um orðum:
Og kærleikans kvöldljóð
þú kvaðst yfir sæng,
er breiddirðu yfir blundandi
börnin þinn væng.
En Guðmundur var tíður gest-
ur á heimili okkar og var mikil
vinátta milli Þorsteins og hans,
Hafði Þorsteinn mætur á hinni
leikandi „lyrik“ Guðmundar og
hinum fyndnu stökum hans.
JAFNAÐAR-
MENSKAN HANS.
Til þess að afla heimilinu
tekna fjekst hann við kenslu.
Kenslugjaldið var ekki hátt í þá
daga; 35 aurar á kl.st. Aldrei
kvartaði hann yfir því, að hann
fengi of lítið fyrir kensluna.
Aftur á móti talaði hann oft um
það við mig, hvað hann fyndi til
þess, að nemendurnir myndu eiga
erfitt með að borga kenslu-
gjaldið, þótt lágt væri. Það
þótti honum verst og óskaði helst
að geta kent ókeypis.
Hans jafnaðarmenska var al-
drei neitt nálægt því „þitt er mitt“
en „mitt er þitt“ gat hann sagt
hvenær sem var, enda sagði
hann: Jeg hef aldrei skilið aðra
jafnaðarmensku en þá, sem
Kristur kencL'i: Sá yðar, sem á
tvo kirtla, gefi hinum annan,
sem engan á“. Og eins sagði
hann að hægt væri að gerbreyta
öllum heiminum ef menn vildu
hlýða þessu eina boðorði Krists:
„Það sem þjer viljið að mennirnir
geri yður, það skuluð þjer og
þeim gera“. Þorsteinn las oft í
Biblíunni ,einkum guðspjöllunum
og kunni langa kafla úr þeim ut-
anbókar. Svo mikið kunni hann
ur þeim, að sr. Haraldur Níels-
son til dæmis undraðist stórum.
Oft sagði hann, að sjer fyndist
hann geta alveg sjeð hvaða setn-
ingar í guðspjöllunum væru eft-
ir Meistarann sjálfan, því svo
bæru þær af öðru.
Sr. Haraldur Níelsson og Þor-
steinn voru góðir vinir, og
voru mjög samrýmdir á mörgum
sviðum. Mat Þorsteinn mikils
hita sr. Haraldar, einlægni, hrein
skilni og áhuga. Sr. Haraldur var
líka alveg óvenjulega ljóðelskur
maður og smekkvís.
Á síðari árum hafa ýmsir vilj-
að halda því fram, að Þorsteinn
hafi verið andvígur kristindómi.
Jeg get ekki hugsað mjer meiri
fjarstæðu.
DÝRAVINURINN.
Brjóstgæði Þorsteins komu m.
a. fram í kærleik hans og um-
hyggjusemi gagnvart dýrunum.
Þeim þætti í hugarfari hans
kyntust menn m. a. af því sem
hann skrifaði í Dýravininn.
Hann skrifaði þar að vísu fyrst
í stað undir dulnefni. En hætti
því síðar. Af þeim málum kynt-
ust þeir Tryggvi Gunnarsson og
hann, og skrifaði og orti Þor-
steinn ýmislegt beint fyrir á-
eggjan vinar síns Tryggva.
Þorsteini þótti yfirleitt mikið
fyrir því, að vita af því að nokk-
urt dýr væri tekið af lífi. „En“,
sagði hann, „úr því að við getum
ekki komist hjá því að slátra
f jenu, þá er skylda okkar að gera
það á sem mannúðlegastan hátt
og þjáningaminstan".
Undir eins og hann kom heim
til Seyðisfjarðar skömmu fyrir
aldamótin, byrjaði hann á því að
fá því framgengt að sláturfje yrði
skotið. Skrifaði hann um þetta
ýmsar greinar, síðast í „Arnfirð-
ing“. En á Seyðisfirði komst þetta
fyrst í framkvæmd.
En hjer á heimilinu reyndist
erfitt að samræma það, að hafa
kött og hæna að sjer fjölda snjó-
titlinga á veturna.
Hvar sem heimili okkar var,
söfnuðust smáfuglarnir utan um
okkur strax og snjór kom. Og
þeim var gefið reglulega. En
köttinn var ekki hægt að gera
útlægan úr heimilinu. Því kött
vildi Þorsteinn hafa, hvar sem
hann var. Kisa vildi gera sjer
mat úr fuglunum. Úr vöndu var
að ráða. Þorsteinn hafði ekki
önnur ráð, en tala við köttinn
sinn og leiða honum það fyrir
sjónir, að hann mætti ekki veiða
fuglana. Og það gerði hann svo
rækilega, að engu var líkara en
kisi skildi hvað hann meinti.
Litlu fuglamir úti í snjónum
kringum húsið, voru friðhelgir.
Kisi mátti ekki snerta þá. Hann
hætti því, eftir langar og marg-
ar fortölur. En einkennilegt var
að sjá köttinn vappa úti við í
nánd við fuglana, leggja koll-
húfur og skotra augunum til
þeirra. Það var rjett eins og
maður sæi hvað hann „klæjaði í
klærnar“ þó hann vildi ekki ó-
hlýðnast húsbónda sínum, og
brosti Þorsteinn oft að þessum
tilburðum kisu.
En það voru fleiri dýr en kett-
ir og fuglar, sem Þorsteinn gat
gert að vinum sínum. Forláta
hest átti hann síðustu árin, sem
hann lifði. Hésturinn var ljón-
styggur. En ef Þorsteinn kall-
aði á hann og gekk til hans, stóð
þessi vinur hans grafkyr.
KVEÐJUORÐ
Sr. KJARTANS.
Síðasta sumarið sem Þorsteinn
lifði, vorum við vikutíma austur
í Hruna hjá sr. Kjartani Helga-
svni. Þeir voru mjög nánir vinir
Þorsteinn og hann. Við vorum þar
í besta yfirlæti og undi Þorsteinn
prýðilega hag sínum.
Framh. á bls. 408.