Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 f / Frá dansleik „Mastiffa" á Reykjavíkurhöfn. Kunnugir menn, sem skoðað hafa teikningu þessa, þekkja Pjetur Pjetursson biskup á miðri myndinni og Jón Árnason bókavörð til hægri á myndinni, með skeggkraga og gleraugu við hliðina á konu með skaut. En vel má Vera að hægt sje að bera kensl á fleiri gestanna. honum Reykjavík snoturt lítið þorp og framkoma fólks viðkunn- anleg. Það vakti sjerstaka eftirtekt hans, að allir væru hjer læsir og skrifandi, að hjer voru gefin út blöð, að hjer var sæmilega góð prentsmiðja — Mr. Burns ljet prenta hjer enska sálma handa ferðafólkinu, til að hafa við guðs- þjónustur um borð í Mastiff — og að Macbeth skyldi þýddur á ís- lensku. Úr því hann er þýddur, þá hljóta einhverjir að vera hjer, sem lesa slík rit, segir Trollope. Mikla furðu vakti það, að eng- inn banki skyldi vera í landinu, svo ferðamenn urðu að hafa pen- ingana' með sjer, gátu ekkert kom ist með ávísanir. Daginn eftir hingaðkomuna fór allur hópurinn út í Við- ey. Voru nokkrir Reykvíkingar með í þeirri ferð. Þar á meðal Þóra dóttir Pjeturs biskups, er höf. og fjelögum hans geðjaðist sjerstak- lega vel að. Hún talaði ensku reip- rennandi. Hún var kát og skraf- hreifin, og hún kunni skil á öllu, er spurt var um. En seinni hluta dagsins — þetta var laugardagur — var haldin veisla úti í Mastiff og þangað boðið 14 manns úr landi. Svo veisl una sátu 30 manns. Er greint frá því, hvaða boðsfólk var. Voru það þessir: Hilmar Finsen og frii hans Olufa. Bergur Thorberg amtmaður og hans frú. Arni Thorsteinson landfógeti. Pjetur Pjetursson biskup og frú hans. Þóra Pjetursdóttir, dóttir bisk- upshjónanna („sjerstakur vinur okkar“ bætir höf. við). Jón Pjetursson háyfirdómari. Jón Þorkelsson rektor. Jón Árnason, umsjónarmaður Latínuskólans. Sigríður Jónsdóttir og Guðrún Knutsen (tvær laglegar stúlkur í ísl. skautbúningi). Jón Jónsson landritari. Sigríður Jónsdóttir var sú, er síðar giftist sr. Jóni Steingríms- syni, móðir Steingríms rafmagns- stjóra. Er ásamt með Katrínu konu Jóns Arnasonar teikning af henni í ferðasögunni. Trollope var elstur af Mastiff- farþegunum og fjekk því heiðurs- sæti milli landshöfðingjafrúarinn- an og Þóru biskupsdóttur. En þar eð ungfrú Þóra var orðin svo kunnug ferðafólkinu, þá hjelt hún uppi samræðum við gestina, en Trollope fjekk þeim mun betra tækifæri til/ að tala við landshöfð- ingjafrúna. Lætur hann vel vfir þeirri viðkynningu. Segir hann að frúin kunni vel við sig á íslandi, og vilji eins vera hjer eins og í föðurlandi sínu, Danmörku. Hún talaði ensku, og meðan á máltíð- inni stóð fjekk Trollope nánari kynni af högum hennar en hann hafði fengið af högum margra enskra kvenna, er hann hafði þekt í 10, 20 og jafnvel 3Q ár. Flestir gestanna töluðu ensku, nema tveir af eldri mönnunum, sem gátu ekki brngðið öðru fyrir sig en latínu, þegar hvorki danska nje íslenska dugði. En Englending- arnir voru ekki duglegir latínu- menn. Þrjár skálaræður voru haldnar, sú fyrsta f}rrir Victoríu Englands- drotningu, önnur fyrir „föður krónprinsessu vorrar, því nú vor- um við í hans landi“, og sú þriðja fyrir landshöfðingjanum. Svaraði hann með ræðu á frönsku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.