Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Qupperneq 14
406 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá fyrsta áfanga ,,Mastiffa“ í Geysisför. Má af myndinni sjá, að þeim, sem teiknaði, hefir vaxið í augum erfiðleikar og viðvaningsháttur ferðafólksins. Nó var klukkan orðin 10 að kvöldi, og þá var byrjað að dansa á þilfarinu. Það þvkir höf. í frá- sögur færandi, að albjart var um þetta leyti sólarhrings, en það næt urkul var, að best var að halda ekki altof mikið kyrru fyrir, held- ur hreyfa sig í dansinum. Dansleikurinn stóð yfir langt fram á nótt og var mjög framorð- ið, er landshöfðinginn og alt hans föruneyti fór í land. Og enn var bjart. Kvartar höfundurinn yfir því, að ilt sje að átta sig á, í allri þessari látlausu dagsbirtu, hve- nær maður eigi að ganga til hvílu. jÞað fari fyrir manni eins og sagt sje um hanana, sem fluttir eru frá Englandi til íslands. Þeir ruglist alveg í ríminu, þegar aldrei dimm- ir, og viti ekki hvenær þeir eigi að gala. Morguninn eftir var haldin guðsþjónusta um borð og síðan fór allur hópurinn til messu í dóm- kirkjunni. Kirkjan var full, en höf. segir, að það sje ekki alveg víst, að það sje rjettur mælikvarði á kirkjurækni fólksins, því það hafi vitnast í söfnuðinum, að ferða fólkið frá Mastiff hafi ætlað að vera við messuna. Guðsþjónustan tók 2V2 klst. Það þótti þeim langt, sem skildu ekki orð af því sem fram fór. Seinni hluti dagsins var notað- ur til undirbúnings undir landferðina, er hefjast skyldi dag- inn eftir. Hinn röggsami Mr. Burns skipaði svo fyrir, að morg- unverður skyldi framreiddur kl. 4 árdegis, og þá skyldu allir vera ferðbúnir. En mestu af farangr- inum hafði verið komið í land kvöldið áður. Sumir höfðu til- hneigingu til þess að koma fram með tillögu um að fá morgunverði frestað til kl. 5. En við það var ekki komandi. Kl. 5 var allur skarinn kominn í land. Þar biðu ferðahestarnir 65 í hóp, 5 fylgdarmenn, og auk þess kom frá skipinu matreiðslumaður og tveir þjónar. Nú var að skifta ferðafólkinu niður á hestana. Enginn þorði að láta neinar óskir í Ijósi. Því ef hann lenti á vondum hesti, þá var hætt við að hann sæti með bykkjuna alla ferðina, talið yrði að hann mætti sjálfum sjer um kenna. Ef menn sjálfir hefðu val- ið sjer hest, sem reyndist gæðing- ur, þá var það litlu betra, því þetta hefði getað heitið frekja. En Trollope sjálfur fjekk slæma útreið í upphafi. Hann kemst að orði á þessa leið, að hann hefði treyst Geir Zoega í þessu efni, „en jeg held“, segir hann, „að hestur- inn, sem Zoega ljet mig hafa, hafi ekki einasta verið versti hestur á íslandi, heldur yfirleitt versta trunta, sem sjeð hafi dagsins ljós í nokkru landi, þar sem hestar eru yfirleitt til. Ó, Zoega! Því fórst þú svona með mig? Hestur- inn var fílefldur, hefði getað bor- ið Daníel Lambert, ef hann á ann að borð hefði nokkuð viljað bera. En máske meinti Zoega þetta svo, að enginn í hópnum nema jeg væri maður til þess að sitja á svona truntu. Jeg sat á klárnum hálfa dagleiðina, sem var um 18 mílur. Bykkjan lá á því lúalagi að drag- ast aftur úr hópnum. Og þegar allir aðrir voru komnir úr aug- sýn, þá reyndi hún að snúa við til þess að strjúka með mig til baka til Reykjavíkur. Jeg lamdi hrossið af lífs og sálarkröftum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.