Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Qupperneq 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Qupperneq 18
410 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS ALÞINGIS- Efri deild. Talið frá vinstri: Þorleifur Jónsson, þá bóndi í Stóradal (síðar póstmeistari í Reykjavík), 2. þm. Húnvetninga. Sigurður Stefánsson, prestur í Vigur, 1. þm. ísfirðinga. Þorkell Bjarnason, prestur á Reynivöllum, 6. konungkj. þm. Jón A. Hjaltalín, skólastjóri á Möðruvöllum, 5. konungkj. þm. Hallgrímur Sveinsson, biskup, 2. konungkj. þm. Árni Thorsteinsson, landfógeti, 4. konungkj. þm. Kristján Jónsson, yfirdómari, 3. konungkj. þm. Magnús Stephensen, landshöfðingi, Lárus E. Sveinbjörnsson, háyfirdómari, 1. konungkj. þm. Jón Jónsson, þá bóndi í Bakkagerði (lengst bóndi á Sleðbrjót), 2. þm. Norðmýlinga. Guttormur Vigfússon, bóndi í Geitagerði, 2. þm. Sunnmýlinga. Jón Jakobsson, bóndi á Víðimýri (síðar landsbókavörður), 2. þm. Skagfirðinga. Sigurður Jensson, prófastur í Flatey, þm. Barðstrendinga. Þórunn Ólafsdóttir var dóttir fátæks bónda, en var afarfríð stúlka og glæsileg. Henni hafði verið komið heim að Hólum til þess að læra hannyrðir. Jón varð ástfanginn af henni og hún, ef- laust, ekki síður af honum, en árangur ásta þeirra fór svo að koma í ljós, því að Þórunn var farin að þykna undir belti af völdum Jóns. Þegar svo var kom- ið, reis biskupsfrúin upp, varð æf og ljet flytja Þórunni nauð- uga í burtu af staðnum. — Svo eignaðist hún dóttir, sem var skírð Sigríður. Þegar hún var orðin fullorðin giftist hún sjera Illuga Halldórssyni, bróður Bjarna sýslumanns á Þingeyr- um, en sonur þeirra var Árni prestur á Hofi á Skagaströnd, faðir Jóns bókavarðar og Ingibj. móður Ingibjargar Guðmunds- dóttur, sem var móðir eins fræg- asta læknis þessa lands, prófess- ors Guðmundar Magnússonar. Sigríður var sögð vanstilt á geði og varð engin hamingju mann- eskja. ★ Jón var fjögur ár við nám í Kaupmannahöfn og lenti þar, eins og áður getur, í drykkju- skap og svalli, svo að hann var stórskuldugur þegar hann kom heim aftur vorið 1718. Það er sagt, að þá hafi hann skuldað 1600 dali, sem var mikil upp- hæð á þess tíma mælikvarða. 1 byrjun hafði Jón stundað nám sitt af mikilli alúð og komist vel niður í lækningum, en svo fór hann að slá slöku við og að ]ok- um fór svo, að hann tók engin próf og var þar óreglu hans um kent. Einkakennari hans var þýskur háskólakennari í lækn- isfræði, sem Franckenau hjet og var hann Jóni afargóður og vel- ‘ viljaður. Munnmælasaga er sögð frá Hafnarárum Jóns og er hún þannig: Sama vorið og hann fór til íslands, hafði Jón gengið fram hjá húsi prófessor Franck- enau og litið inn um gluggann á lækningastofu hans, en þar var hann kunnugur, því að hann hafði oft aðstoðað kennara sinn þar. Þá sá hann inn um glugg- ann, að prófessorinn var, með hunangi, að reyna að tæla orm upp í munninn á magaveikri stúlku, sem lá þar á borði. Það var trú manna í þá daga, að ef menn urðu veikir í maga, væri í þeim ormur, en sagan segir, að Franckenau hafi gengið illa að tæla hann, því hvert skifti, sem hann kom upp í kverkarnar á stúlkunni, og læknirinn kom við hausinn á honum, hrökk hann undan og ofan í stúlkuna aftur. Jóni leist ekki á þetta og kall- aði: „Gör Tangen varm, Herre“. Það stóð ljós á borðinu hjá lækn- inum og yljaði hann þá töngina við það, og tókst þá að ná orm-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.