Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Side 19
LESBÓK morgunblaðsins 411 MENN 1894 NeSri deild. Talið vinstra megin frá: Þorlákur Guðmundsson bóndi í Fífuhvammi, 2. þm. Árnesinga. Björn Sigfússon, þá bóndi í Grímstungu, síðar á Kornsá, 1. þm. Húnvetninga. Halldór Daníelsson, bóndi í Langholti, þm. Mýramanna. Jón Jensson yfirdómari, þm. Reykvíkinga. Ólafur Briem bóndi á Álfgeirsvöllum, 1. þm. Skagfirðinga. Þórhallur Bjarnarson, þá forstöðumaður prestaskólans (síðar biskup), þm. Borgfirðinga. Guðjón Guðlaugsson bóndi á Ljúfustöðum, þm. Strandamanna. Jón Jónsson í Múla, 2. þm. Eyfirðinga. Sigurður Gunnarsson, prestur í Stykkishólmi, 1. þm. Sunnmýlinga. Eiríkur Gíslason, prestur að Staðarstað, síðar á Stað í Hrútafirði, þm. Snæ- fellinga. Benedikt Sveinsson sýslumaður í Þingeyjarsýslu, þm. Norður-Þingeyinga. Jens Pálsson, þá prestur á Út- skálum, síðar í Görðum, þm. Dalamanna. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, 1. þm. Árnesinga. Magnús Stephensen landshöfðingi. Jón Þórarinsson, þá skólastjóri í Flensborg, síðar fræðslumálastjóri, 2. þm. Gullbr. og Kjósarsýslu. Þórður Guðmundsson, bóndi á Hala, 2. þm. Rangæinga. Þórarinn Böðvarsson prófastur í Görðum, 1. þm. Gullbr. og Kjósarsýslu. Pjetur Jónsson, bóndi á Gautlöndum, síðar ráðherra, þm. Suður-Þingeyinga. Einar Jónsson, þá prestur á Kirkjubæ (síðar á Hofi), 1. þm. Norðmýlinga. Guðlaugur Guðmundsson, þá sýslumaður i Skaftafellss. (síð- ar bæjarfógeti á Akureyri), þm. Vestur-Skaftfellinga. Valtýr Guðmundsson, dósent í Khöfn (síðar prófessor), þm. Vestmanneyinga. Jón Jónsson, prófastur á Stafafelli, þm. Austur-Skaftfellinga. Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvind- arholti, 1. þm. Rangæinga. — Tvo neðri-deildar-manna vantar á myndina, Skúla Thoroddsen, 2. þm. ísfirðinga, og Klemens Jónsson, 1. þm. Eyfirðinga. inum. — Sumir bæta við sög- una, að prófessor Franckenau hafi, þegar hann var búinn að ná orminum, gripið korða og hlaupið út, og ætlað að reka Jón í gegn með honum, af því að hann hafi óttast að hann mundi verða sjer snjallari og slá rýrð á frægð sína ef hann í- lengdist í Höfn. — Þegar Jón var ytra, tók hann sjer ættar- nafnið Bergmann, sem er dregið af Setbergi á Snæfellsnesi, en þar ólst hann upp og þar var faðir hans prestur áður en hann varð biskup. Síðar tóku allir synir Steins biskups upp þetta ættarnafn. ■4r Vorið 1718 kom Jón Berg- mann heim með Akureyrarskipi, segir Espólín, en aðrir segja, að hann hafi komið í Hofsós og mun það rjettara. Eftir að hann var stiginn af skipsfjöl, gerði hann boð heim til Hóla, um að sækja sig og var jafnskjótt send- ur þangað maður með hesta til þess að sækja hann og farangur hans. Sá, sem var sendur, var Þorgeir bróðir biskupsins, en hann hafði áður búið út á Skaga og var nú orðinn ráðsmaður á Hólastað. Þorgeir var líka af- bragðs læknir og er sú saga sögð um hann, að hann hafi komið auga í konu, sem hafði dottið svo illa að augað lá úti á kinn, og svo hafði honum tekist þetta vel, að konan varð kvalalaus í auganu, þó aldrei fengi hún sjón á því. Það er sagt, að Þorgeir hafi átt merkilega lækningabók og kent Jóni frænda sínum „kúnstirnar" eftir henni, þegar hann var drengur, og þessvegna hafi hann tekið það fyrir að verða læknir. Þegar þeir. hjeldu frá Hofsós heim til Hóla, fóru þeir yfir Kol- beinsdalsá og áðu hestum sínum þar sem nú heitir Flekkuhvamm- ur og tóku ofan koffort sín. Það er sagt, að þá hafi Jón komið auga á tvær kindur, aðra hvíta en hina svarta, sem voru á beit í svo kölluðum Ásatungum þar skamt frá. Þeir handsömuðu kindurnar og bundu þær sauða- bandi. Síðan er sagt að Jón hafi opnað koffort sín, tekið lækn- ingahnífa sína og skorið annan bóginn af báðum kindunum. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.