Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Page 22
414
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Skírnarfoníurinn í Dómkirkjunni
(Sjá myndina á fremsiu síðu)
Sjáið hjer fegursta hallast að góðrar Hver sá í huga Hver hefir leiddar
friðar mynd, — guðsmóður knjám svo heilög tíðindi? fyrir líkams augu
blíða Mariu ungur Jóhannes Hver Ijet þau stíga myndir guðlegar
með bamið á skauti; og ástarblíður. af steininum fram? musterið í?
>
Aþessu ári voru liðin hundr-
að ár síðan skírnarfontur-
inn í dómkirkjunni kom hingað
til lands. Hann var vígður 7.
sunnudag eftir Trinitatis (14.
Júlí) árið 1839 af sóknarprestin-
um, Helga G. Thordersen, er síð-
ar var biskup. Nokkru áður hafði
Jónas Hallgrímsson ritað grein í
Fjölni (IV., I., 28—31) um skírn-
arfontinn og nokkru síðar orti
hann þakkarkvæði í nafni þjóðar
sinnar til listamannsins, er smíð-
aði þetta ágæta verk og gaf það
ættjörðu sinni, Bertel Thorvald-
sen. — Úr þessu kvæði eru erindin
tvö hjer fyrir ofan. Það og grein-
in eru endurprentuð í Ritum Jón-
asar Hallgrímssonar, I., bls. 66—
69, með aths. á bls. 338—39, og
II., bls. 263—66, með aths. á bls.
416—19.— En ræðan, sem prestur
inn hjelt, þegar hann vígði font-
inn, og skírði son Stefáns Gunn-
laugsens landfógeta, er var þá að
sjálfsögðu gefið nafn listamanns-
ins, var gefin út löngu síðar, á af-
mælisdegi Thorvaldsens, er likn-
eski hans var afhjúpað hjer í
Reykjavík, árið 1875.
Þetta listaverk Thorvaldsens er
löngu orðið víðfrægt; hjer á landi
kannast flestir við það og margir
hafa sjeð það sjálft, en fæstir
þeirra þó annað eða meira en
framhliðina, og alls ekki veitt eft-
irtekt myndunum á hinum hlið-
unum, sem eru hver annari feg-
urri. Sú, sem hjer er mynd af á
fremstu síðu, er á norðurhliðinni,
og þykir sumum hún fegursta
myndin á fontinum. Hún er líka
svo eðlileg og sönn, og hún sýnir
það, sem er hverju öðru hjart-
næmara öllum óspiltum sálum,
móðurástina, og jafnframt ást
barnsins á móðurinni og ungum
vini í senn. En fyrir hugsjónum
allra kristinna manna, er hug-
leiða þessa mynd og þá táknrænu
merkingu, sem höfundurinn gef-
ur mönnum ástæðu til að ætla, að
felist einnig í henni, lyftist feg-
urð myndarinnar í æðra veldi,
miklu dásamlegra og efnisríkara.
Hún verður eins og mörg önnur
listaverk, er þá fyrst njóta sín og
túlka fyllilega list og hugsanir
höfunda sinna, þegar þau eru skil-
in til fulls. Höfundur þessa lista-
verks gefur mönnum bending eða
áminning, er þeir virða það fyrir
sjer: merkisstöngina í hendi Jó-
hannesar litla. Hjer eru helgar
myndir, heilagar persónur. Hjer
er barnið heilaga, sem allur hinn
kristni heimur minnist á jólun-
um öld eftir öld, — og vegna
hvers? Sjá merkið í hendi litla
vinarins. — Á framhlið fontsins
sjáum við sveinana báða full-
orðna, og hinn eldra vígja hinn
yngra til hinna blessunarríku
starfa hans meðal mannanna, en
á suðurhliðinni er sýnt eitt atriði
þeirra starfa, hvernig Jesús auð-
sýndi þeim, er til hans leituðu í
ást og barnslegri auðmýkt kær-
leika sinn og veitti þeim blessun
sína.
*
Saga fontsins er sögð í grein
Jónasar Hallgrímssonar og í at-
hugasemdunum við hana í Ritum
hans. Eins og ártalið á austurhlið
fontsins sýnir, var hann gerður
í Rómaborg 1827, 12 árum áður
en hann kom hingað. íslensk
stúlka, efalaust Kristíana Jó-
hanna Briem frá Grund í Eyja-
firði, dóttir Gunnlaugs sýslu-
manns, skólabróður Thorvald-
sens, skrifaði frá Róm heim í
byrjun ársins (21. jan.), að hún
hefði verið hjá Thorvaldsen og
sjeð skírnarfontinn, „sem Thor-
valdsen ætlar að gefa íslandi“,
skrifar hún, og bætir við: „í sum-
ar mun hann sendast til Reykja-
víkur-dómkirkju“. — En það
varð nú ekki. „Norskur kaupmað-
ur keypti — þennan font“, segir
Jónas í grein sinni. Thorvaldsen
hafði sett á fontinn þá áletrun,
sem er á fontinum hjer í dóm-
kirkjunni, og sennilega hefir
Kristíana Briem sjeð þá áletrun.
Jónas segir e. fr., að letrið hafi
verið afmáð, og að Thorvaldsen
hafi undir eins farið að búa til
nýjan, þennan, sem hjer er. — En
þessi fyrri skírnarfontur, sem
Kristíana Briem mun hafa sjeð
og Thorvaldsen seldi, virðist hafa
komið fram nýlega, og er hann
með áletruninni á enn í dag; hún
hefir ekki verið „afmáð“. Hann
fanst í Lundúnum, tilheyrandi
dánarbúi ensks aðalsmanns, og
var keyptur, mjög háu verði, til
Heilags-anda-kirkju í Kaup-
mannahöfn. — Síðari fonturinn,
sá sem hjer er nú, var ekki flutt-
ur til Kaupmannahafnar fyr en
árið 1833. Mun Thorvaldsen ekki
hafa vitað betur en, að fonturinn
hafi verið sendur þaðan bráðlega
til Reykjavíkur. En þegar Thor-
valdsen kom til Hafnar haustið
1838, sá hann þar gjöf sína til
ættjarðarinnar og brá heldur en
ekki í brún, að sögn. Gekk hann
nú í það sjálfur, að skírnarfont-
urinn var sendur hingað næsta
sumar.
Hvorugur þessi skírnarfontur,
hvorki sá, sem nú er í Höfn, nje
sá, sem er hjer, er að myndunum
til frumsmíð. Þær voru um 20 ára
gamlar, er þeir voru gerðir. Thor-
valdsen gerði þær á líkan skírn-