Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Síða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
415
arfont fyrir Charlotte Schimmel-
mann, greifafrú í Höfn, handa
systur hennar, greifafrú Sybille
Reventlow, í hallarkirkjuna í
Brahe-Trolle-borg á Fjóni. Thor-
valdsen mótaði aðalmyndina,
skírn Jesú, árið 1805, og þá mynd,
sem er á norðurhliðinni og hjer
er sýnd, gerði hann næsta ár, en
myndirnar á hinar hliðarnar ár-
ið 1807, og árið eftir, haustið
1808, var þessi skírnarfontur full-
gerður. Þó var hann ekki sendur
ti! Danmerkur fyr en árið 1815.
Hann var þá sýndur þar, áður en
hann var settur í kirkjuna, sem
hann átti að fara í. Opnaði hann,
fyrstur allra verka Thorvaldsens,
augu manna í Höfn fyrir snild
meistarans, sem allir dáðust nú
að, háir sem lágir. Síðan var þessi
fontur fluttur til Brahe-Trolle-
borgar, og þar stendur hann enn
í dag í hallarkirkjunni, hinni
fornu klausturkirkju.
Þegar Thorvaldsen byrjaði að
móta lágmyndirnar á þennan
font, var Gottskálk gamli, faðir
hans, orðinn örvasa og bláfátæk-
ur. Kona hans var dáin, hún and-
aðist 7. jan. 1804, og árið eftir
höfðu kunningjar þeirra feðga
komið Gottskálk fyrir á sjúkra-
og gamalmenna-hælinu Vartó
(Vartov) í Kaupmannahöfn, og
særði það listamannseðli gamla
mannsins mjög djúpt, því að
harla misjafnir sauðir munu hafa
þótt vera í því marga f je, sem þar
var þá saman komið; — vist-
mennirnir munu þá hafa verið/
887. En er stundir liðu, fór Gott-
skálk að sætta sig við kjör sín,
enda mun hann þá hafa farið að
kynnast ýmsum öðrum háöldruð-
um heiðursmönnum, er þangað
höfðu orðið að leita hælis í ör-
birgð sinni. Vinirnir gleymdu
honum ekki heldur, en komu og
styttu fyrir honum stundirnar,
og fregnirnar um hinn upprenn-
andi frægðarljóma sonar hans í
höfuðborg listaheimsins sættu
hann um síðir nokkurn veginn við
tilveruna, svo þungbær sem hún
þó var. Bertel var þá enn fátæk-
ur sjálfur og átti við ýmsa örð-
ugleika að etja. Hann kunni ekki
við að biðja greifafrú Charlotte
Schimmelmann sjálfur um að lið-
sinna Gottskálk föður sínum, en
fór þess á leit við bróður hennar,
Herman Schubart, sendiherra í
Neapel, sem hann hafði kynst og
notið mikils góðs af. Bertel mun
ekki hafa ætlað sjer að setja neitt
verð á störf sín við skírnarfont-
inn, sem hann var að útbúa fyrir
þau systkinin, en hann vildi
gjarnan, að faðir sinn yrði ein-
hvers góðs aðnjótandi í sambandi
við þetta. Þó er ekki kunnugt, að
svo hafi orðið, hvernig sem því
kann að hafa verið háttað. Er
óvíst, að frúin hafi fengið nokk-
uð að vita um þessi tilmæli áður
en það var orðið um seinan, því
að Gottskálk dó 24. okt. 1806.
En síðan liðu árin, og loks kom
að því, að auður og frægð uxu
með ári hverju. Eftir 23 ára fjar-
veru kom sonurinn, Bertel Thor-
valdsen, aftur heim til æskustöðv-
anna í Höfn og var tekið sem
þjóðhöfðingja. Hann mun ekki
hafa gleymt því, að það var skírn-
arfontprinn, sem hafði loks rutt
frægð hans braut í Danmörku, og
hann mun hafa minst þess, að
faðir hans, sem hann hafði ætlast
til að nyti góðs af þessu verki,
hafði ekki einu sinni fengið að
sjá það, — og því síður landar
hans heima á Islandi. Ekki er
ósennilegt, að Thorvaldsen hafi
nú, er hann dvaldi í Höfn, 1819—
20, kynst ýmsum íslenskum mönn
um, er þá voru þar, en þeir voru
m. a. Grímur Thorkelin, Finnur
Magnússon, Páll Árnason, Gunn-
laugur Oddsson, Gísli Brynjólfs-
son, Bjarni Þorsteinsson, Jón
Finsen og margir merkir stúdent-
ar við nám. I einu kvæðinu, er
ort voru þá honum til heiðurs,
var hann boðinn velkominn í
nafni íslendinga. Gunnlaugur
sýslumaður Briem á Grund, forn-
vinur hans frá því er þeir voru
báðir við nám í listaháskólanum
í Höfn, hafði fengið Jón Espolin
til að semja ættartölu hans, og
var hún nú afhent honum, og
sömuleiðis kvæðið Friggjarspá,
sem Jón Espolin hafði ort. En
ekki þurfti að minna Thorvaldsen
á, að hann var íslenskur. Hann
dró engar dulur á það í Róma-
borg, og á námsárum hans í Höfn,
meðan hann var í föðurgarði,
vissi það að sjálfsögðu hver mað-
ur, sem þekkti þá feðga. Það er
óvíst, hve nær honum hefir fyrst
komið til hugar að senda skírn-
arfont að gjöf til kirkju afa síns
í Miklabæ, eða til Islands, en ekki
er ólíklegt, að það hafi orðið í
þessari dvöl í Höfn eða nokkru
eftir heimkomuna þaðan, hafi
það ekki orðið áður. Mun ókunn-
ugt um, hve nær smíði þess fonts
fór fram, sem hann ætlaði hing-
að fyrst, en svo sem tekið var
fram áður, sá Kristíana Briem
hann í byrjun ársins 1827, og það
ártal setti Thorvaldsen á hann, og
sömuleiðis þann, er hann sendi
hingað, þótt nokkur ár liðu, uns
hann gerði það; enda segir Jónas
Hallgrímsson í grein sinni, að
Thorvaldsen hafi „undir eins“
farið að búa hann til, er hann
hafði selt hinn fyrra.
Þetta er nú saga þessa merki-
lega listaverks, eins af hinum ör-
fáu, sem vjer eigum eftir þennan
snilling. Þau hefðu betur mátt
vera fleiri, og hefðu getað verið
orðin fleiri, hefði verið sætt tæki-
færum að kaupa þau, er föl hafa
orðið, og ekki aðeins tekið við
þeim, sem gefin hafa verið.
• M. Þ.
Bridge.
S. G
H. 8,7,6
T. K, G
L. Á, 5, 4
S. 7,6
H. Ekkert
T. D, 10,9,6
L. D, G
S. G, 10,9,8
H. Ekkert.
T. 4,3
L. K, 3, 2
Spaði er tromf. A slær út. A og
B eiga að fá 8 slagi.
S. D
H. G, 10,9
T. 8
L. 10,9,8,7