Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 3
lesbók MORGUNBLAÐSINS
ríkra og fátækra, hærri og lægri stéttar, ná-
lægra og fjarlægra, fæddra og ófæddra, tím-
anleg og eílíf heill og hamingja uppsprettur
og framflýtur. Þess gétur Jóhannes, er hann
segir, að af hans fyllingu höfum vér állir
meðtekið náð fyrir náð.
Þar fyrir Ijómar hin guðdómlega birta í
kringum hirðarana, svo sem vitnandi þar um,
að hann væri í heiminn borinn, sem að er
Ijómi Föðursins dýrðar, og ímynd hans guð-
dómlegrar persónu, frá hvörjum Ijósanna
föður að öll góð gjöf og öll fullkomin gjöf
kémur; hvörjum og þóknast hefur að í sínum
Syni sktdi öll fylling búa, já, sjálf guðdóms-
ins fylling, hvör eð byggir í hönum líkam-
lega, það er í hans blessuðum manndómi, er
hann af voru holdi og blóði hefur uppá sig
tekið og gjört hluttakandi guðdómlegrar nátt-
úru.
Æ, oss auma menn! Vér sjáum ecki fyrir
blindu holdsins, hvað mikið oss er veitt í Jesú
holdtekju; myrkur vors skilnings fá það ecki
höndlað, svo sem það er. En Guðs heilögum
englum, er jafnan standa frammi fyrir hon-
um, þeim er alkunnug sæla sú, er öllum Guðs
bömum er tilbúin, hvörri vér tapað höfum í
Adams fálli. Þeim eru og ecki ókunnar pislir
fordæmdra, er kvéljast munu í augsýn heil-
agra engla, segir Jóhannes í hans opinber-
ingum. Því er ecki að undra þó englamir
fagni, þar hinn annar Adam, sem er Drott-
inn af himnum, var í heiminn borinn til að
frelsa oss frá öllum þeim ósköpum, þvi þeir
elska mannkynið, en vissu, að í Jesú fæð-
ingu var mönnunum gefinn sá kostur, að for-
líkast við Guð, og settir verða í hans Sonar
ríki.
★
VÖR er þá friður sá, er Drottinn hefir
fært oss af himnum? Það er friður milli
Guðs og manna, en ecki milli Guðs bama og
hans óvina; friður við samvitskuna, en ecki
við syndina; friður við Guðs lögmál, en
ecki við holdið. En ef nockur af þeim,
er hann talar um, samþyckir ecki þessa
friðarkosti, þá er sá hans óvinur, og á
engan frið við þann sama að gjöra. Því
sá sem ecki hatar föður og móður, bræður og
systur, fyrir hans skuld, hann er hans ecki
verðugur. Að síðustu er þetta sá friður Guðs,
sem æðri er öllum skilningi. Minn frið gef eg
yður, minn frið læt eg hjá yður, ecki svo sem
heimurinn géfur þá géf eg yður, segir Jesús
við lærisveinana. Það er svoddan friður, sem
gerir oss ríka í fátæktinni, frjálsa í þrældóm-
inum, glaða í sorginni, metta í hungrinu, inn-
lenda í útlegðinni, og um alla hluti oss sjálf-
um fullnóga, þá vér eckert höfum. Þessi frið-
ur gjörði Job heilbrigðann í kröminni, Davíð
réttlátan miðt í syndinni. Hann digtaði lof-
saunginn fyrir Pál og Sýlas í myrkvastof-
unni. Hann gladdi Kristí postula, þá þeir
gengu fagnandi og þó húðstrýktir út frá ráð-
inu. Hann huggaði Maríu undir síns Sonar
krossi, og enn-nú í dag alla þá er hann bera
með henni.
Og fyrir því bræður mínir! að þessi frið-
ur er svo mikill og svo dýr, að án hans er eng-
inn friður og þeir eð þenkja á himneska hluti,
kunna engan frið að hafa, þegar þeir hans
sakna, þótt öll veröldin hlæi á móti þeim, þá
grátbæni eg yður fyrir yðar vélferðar sakir
að endingu með orðum Páls þar hann segir:
Vér erum sendiboðar vegna Krists. Og svo
sem Guð beiddi fyrir oss, þá biðjum vér í
Kristí nafni: Sættist við Guð. En þú náðar-
fulli himneski faðir! sem með dýrmætu blóði
þíns eingétins Sonar hefur endurkeypt vel-
ferð sálna vorra, géf þú þínum bömum að
elska þig, elskast innbyrðis, og halda ein-
drægni i andanum, svo allir þeckja megi, að
þeir séu þíns Sonar lærisveinar. Géf þeim að
hlaupa svo skeið lífdaga þessara að þeir fái
yfirunnið fyrir hann, sem heiminn hefur sigr-
að, svo að þínir þjónar mættu með Símoni í
friði fara eptir orði þínu, nær þér þóknast,
að þeir ganga skuli veg allrar veraldar. Bæn-
heyr það Herra, himneski Faðir! fyrir Jes-
úm Kristum,
Amen!