Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 22
414 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gamlar myndir og minningar Frú Ingibjörg Jensdóttir segir frá Frú Ingibjörg Jensdóttir L stofu sinni á Laufásveg 38. (Myndin er tekin á áttrseÖisafmœli hennar, þann 25. september 1940). EINSTÆÐU húsi við Laufásveg býr áttræð kona, sem hefir frá mörgu að segja. Þó aldurinn sje þetta hár, finst henni sjálfri, að árin öll hafi verið ótrúlega fljót að líða. En þegar menn heyra að hún hafi á unga aldri annast um Björn Gunnlaugsson, og dvalið langdvölum á heimili Jóns for- seta í Kaupmannahöfn, þá finst okkur, sem yngri erum, að æfi hennar sje orðin ennþá lengri. Því hverjum dettur í hug, að samtíðarfólk Björns Gunnlaugs- sonar sje hjer enn á meðal vor, og geti sagt frá háttum og dag- Legu lífi þessa manns, er vann sitt mikla æfistarf fyrri hluta 19. aldarinnar? Og þeir eru nú orðnir fáir eft- ir, sem geta sagt frá því að hafa stigið fæti sínum á heimili Jóns Sigurðssonar við östervold í Höfn og lýst þar heimilisháttum af eigin reynd. En þar var frú Ingibjörg Jensdóttir, rektors Sig urðssonar, heilan vetur, þegar hún var 17 ára gömul. ★ Um leið og maður kemur inn í stofu frú Ingibjargar Jens- dóttur, leynir það sjer ekki, að hjer er heimili mikilla og hjart- fólginna endurminninga. Vegg- irnir eru þaktir myndum, stór- um og smáum, af ungum og gömlum, lifandi og dánum ást- vinum. * Hún tók mjer með hinni mestu alúð, en ljet svo um mælt að hún vissi ekki til, að hún hefði frá nokkru að segja, sem í frásögur væri færandi, allra síst til að skrifa um það í blöð. En brátt vorúm við niður- sokkin í að skoða gamlar myndir. Bónorð. DETTA er hún Ragnheiður Bjarnadóttir frá Sviðholti, amma mín. Hún var fædd árið Ragnheiður Bjarn’dóttir frá Sviðholti fyrri kona Björns Gunnlaugssonar. 1787, árinu eldri en hann afi. Hann var tvígiftur, afi minn Björn Gunnlaugsson og átti 1 bæði skiftin ekkjur. Ragnheiður amma mín hefir verið 38—40 ára, þegar þessi mynd var teiknuð af henni. En myndina teiknaði Norðmaður- inn Rudolf Keyser, er hjer var árin 1825—’27. Hann var við ís- lenskunám á Bessastöðum og mikið á vegum Sveinbjarnar Eg- ilssonar. Hann teiknaði myndir af ýmsu fólki hjer, m. a. af Sveinbirni Egilssyni og konu hans. Ragnheiður var fyrst gift Jóni Jónssyni kennara á Bessastöð- um, en hann fórst með póstskip- inu Dorotheu, undir Saxhóls- bjargi á Snæfellsnesi 1817. — Seinna giftist Ragnheiður Birni Gunnlaugssyni afa mínum. Það var árið 1825, og var móðir mín Ólöf dóttir þeirra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.