Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 10
402 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ódrukkinn, og reynir því að skína eins og heilagur engill við hlið hans í vitnisburðum þeim, er hann tók um málið. Næsta dag sýnist svo vera um skift. Oddur virðist þá vera orðinn heldur svolalegur, en biskup hefir þá verið betri. Eru um þetta löng skjöl og plögg, því að rekistefna varð út af því. Þá gengu og sög- ur um drykkjuskap Vídalíns á al- þingi. Getur vel verið, að hann hafi tekið nokkurn þátt í drykkju skap þeim, sem þar tíðkaðist, en á hinn bóginn hafa allar sögur um það verið stórum ýktar af fjandmönnum hans. Bæði Þorkell faðir hans, og Þórður rektor, bróð- ir hans, voru töluvert drjrkkfeld- ir, enda var þetta mjög algengt á þeim tímum, ekki aðeins hjer á landi, heldur víðar. En um þetta efni má sjálfsagt meta meira skýrslu Jóns prófasts Halldórs- sonar en skrif óvandaðra and- stæðinga. Síra Jón ritar svo 10. sept. 1714 út af ásökunum í garð Vídalíns: „Aldrei hindraður á sínu viti“. „— — — er mín einlæg og sjálfviljug játun og meðkenning .......að eg var á straxnefndu ári, anno 1713 nálægur á fyr- greindri almennilegri stiftisins prestastefnu og þar til með öðr- um heiðarlegum kennimönnum til dóms nefndur, og sá eg ekki nje formerkti velnefndan hr. biskup- inn, Mag. Jón Thorkelsson Wída- lín nokkurntíma í sínu dómara embætti á þeirri Synodo eður öðr- um nokkurn tíma, af víni eður áfengum drykk hindraðan á sínu viti eður forstandi, einna síður yfirkominn, um allan þann tíma, sem eg sá, til vissi og honum ná- lægur var, og ei minnist eg að eg hann sjeð hafi nokkurntíma í sínum embættisútrjettingum af drykkjuskap svo hindraðan, að hann hafi þær ekki kristilega og röggsamlega þess vegna fram- kvæmt“. Þessi yfirlýsing síra Jóns er svo gifetilega samin, að auðsætt er, að henni má fulltreysta, enda er og nafn síra Jóns trygging þess. Og hún setur því öllum ásökunum um drykkjuskap Vídalíns þau tak- mörk, sem ekki tjáir að fara út yfir. * Hitt er svo annað mál, að á slíkri öld hefði biskup þurft að vera svo laus við þennan löst, að hann hefði bæði verið öðrum til fyrirmyndar og getað tekið fast í taumana þar sem þess var þörf. Svo var því t. d. farið um eftir- mann Vídalíns, Jón biskup Arna- son, þó að hann hafi ef til vill ekki áorkað eins miklu í því efni og hann óskaði. V. Á Kaldadalsvegi essi grein er nú sjálfsagt orð- in eins löng ag Lesbók hent- ar. En fátt eitt hefir þó verið fram dregið, og alls ekki það, sem gert hefir garðinn frægan. Hjer hefir ekkert verið minst á lær- dóm Vídalíns nje það, sem lyftir honum hæst, prjedikarahæfileika hans. Verður það að bíða annars tíma, enda engin hætta að týnist nje sje nokkrum manni ókunn- ugt. Hefir Jón Vídalín vafalaust verið lærðasti maður í guðfræði sinnar samtíðar. Vitnisburðir hans eru frábærir frá því er hann hefur nám sitt. Hann er og latínuskáhl eitt hið mesta, sem verið hefir hjer á landi. Og þegar líða tók á biskupsdóm hans fór hann að starfa mjög að bókagerð. Þarf ekki að efa, að hann hefði orðið þar einn af stórvirkustu mönnum þjóðarinnar, ef honum hefði orð- ið langs lífs auðið. En svo varð ekki. Hann and- aðist óvænt á leið sinni vestur að Staðarstað, þar sem hann ætlaði að vera við útför mágs síns, síra Þórðar prófasts Jónssonar. Fór hann, af stað 26. ágúst (1720). Er frásögn síra Jóns Halldórssonar þessi: „Þann sama dag kendi hann verkjar fyrir brjóstinu, helst þá hann kom vestur á Sleðaás, svo hann komst með þjáningu um kveldið í sæluhús. Þróaðist verk- urinn svo um nóttina, að hann treysti sjer ekki að ferðast lengra. Ljet kirkjuprestinn, síra ólaf Gíslason1) opna sjer æð á hægra handleggnum. Svíaði að sönnu verkurinn; en þó gat hann ei snú- ið sjer sjálfur í sænginni. En sótt- in magnaðist svo mjög, að hann fjekk stundum missýningar og höfuðóra. „Jeg á góða heimvon“. Þann 29. ágúst jukust óþæg- indin fyrir hans brjósti. Spurði hann þá prestinn, hvernig hon- um litist á sinn sjúkdóm. Síra Ólafur svaraði: „Mjer líst, herra, sem þjer munið ei lengi hjer eft- ir þurfa að berjast við heiminn“. Hinn svaraði; „Því er gott að taka. Eg á góða heimvon“. — Síðan inti presturinn til við hann, hvort hann vildi ei meðtaka Kristi kvöldmáltíðarsakramentum. Hann svaraði, það hann væri svo þung- lega haldinn af sóttinni, helst í höfðinu, að hann treysti sjer ekki til að gera það verðuglega, e.n bað prestinn vera ókvíðinn um sína velferð, því að miskunnar- faðmur Guðs stæði nú altíð út- breiddur á móti sjer og hans náð- ardyr opnar fyrir sinni sálu. Að morgni þess 30. ág., sem var föstudagur, dró mjög af öll- um hans líkamskröftum. Las prest- urinn þá Guðs orð fyrir honum, drottinlega bæn og blessunarorð- in, og að því enduðu tók hann *) Hann varð síðar biskup í Skálholti, 1747—53.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.