Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 415 Jens Sigurðsson rektor og Olöf Björnsdóttir kona hans og yngsti sonur þeirra Þórður. Björn Gunnlaugsson (Myndin er af málverki Mentaskóla Reykjavíkur eftir Jón Þorleifsson). Jeg veit ekki hvort við eigum að segja söguna sem sögð var um bónorð Björns afa míns til Ragnheiðar. En hún er svona: Vinir Björns höfðu hug á því, að hann giftist. Þeir fundu konu- efnið handa honum, ekkjuna í Sviðholti. Þeir fylgdu honum þangað og stiltu svo til að þau fengi tækifæri til að tala saman í einrúmi. En þegar þeir snjeru á brott kom það upp úr kafinu að ekkert hafði orðið úr bónorð- inu. Þetta þótti þeim illa farið, en Björn tók aðfinnslum þeirra fje- laga fálega. Síðan var gerð önnur ferð í Sviðholt, og lá við að alt færi á sömu leið. En þegar komið var að því að kveðja, víkur Björn sjer að Ragnheiði að fjelögunum áheyrandi og segir: „Viljið þjer eiga mig maddama Ragnheið- ur“. Hún játaði því. Þá svarar Björn: „Þakka yður fyrir og verið þjer sælar“. En Ragn- • heiður sagði að úr því svo langt væri komið, fyndist sjer rjett að þau ræddust við, og Björn yrði í Sviðholti til næsta dags. Björn misti Ragnheiði konu sína eftir 9 ára hjónaband. — Seinni kona hans var Guðlaug Aradóttir frá Flugumýri. En hún var mágkona fyrri konu Björns Gunnlaugssonar, ekkja Þórðar Bjarnasonar frá Sviðholti. Þetta er nokkuð flókið. Það eru marg- ir sem ruglast í þessu í fyrsta skifti sem þeir heyra það. En Ragnheiður amma mín, var móð- ir Bjarna Jónssonar rektors, er var fyrirrennari föður míns við Latínuskólann. í Latínuskól- anum. ETTA er myndin af foreldr- um mínum, segir frú Ingi- björg næst. Þau eru þarna með Þórð, yngsta bróðir minn. Faðir minn var lúnari og þreytu- legri að sjá, en Jón bróðir hans. Það sjest á myndinni. Hann hafði líka meiri áhyggjur með allan sinn barnahóp, en Jón „bróðir“, sem hafði fyrir engum að sjá. Sýnist yður ekki hún mamma vera lík henni nöfnu sinni, Ólöfu Björnsdóttir, bróðurdóttur minni? Jeg er fædd í Latínuskólanum, segir frú Ingibjörg, faðir minn gegndi altaf rektorsstarfinu í fjarveru Bjarna rektors, sem sigldi oft. Svo var það árið sem jeg fæddist, 1860, þá var Bjarni utanlands. En svo var faðir minn skipaður rektor þegar jeg var 8 ára. I millitíð áttum við heima í gömlu biskupsstofunni í Aðal- stræti 10, sem nú er Silla og Valda búð. Þar var oft margt um manninn hjá okkur. — Jón Sigurðsson og Ingibjörg kona hans voru til húsa hjá okkur þau sumur sem Jón kom á þing. Þau höfðu tvær stofur að sunnanverðu í húsinu, svefn- herbergi og setustofu. Þangað var altaf stanslaus gesta- straumur. En auk þeirra borð- uðu ýmsir þingmenn hjá foreldr- um mínum, meðal þeirra sjera Eiríkur Kúld. Á kvöldin sátu þeir oft faðir minn og „bróðir“ og drukku toddý. Við systkinin kölluðum Jón Sigurðsson altaf „bróðir“ og Ingibjörgu konu hans „syst- ir“. Árin sem við vorum í skólan- um fórum við oft á sunnudög- um í heimsókn til afa niður í Gunnlaugsenshús, en svo var húsið hans altaf kallað. Það stóð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.