Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 PórirBergsson: BARNSGRÁTUR Íhverri sveit, í hverri borg og í hverju þorpi, um víða veröld, er eitthvað af olboga- börnum lífsins. öll þessi full- orðnu börn hafa einhverntíma verið sæl og saklaus börn, lítil og óvita um vonsku heimsins. En öll hafa þau verið sæl, hvort sem þau hafa þá verið rík eða fá- tæk; í fávisku sinni hafa þau verið sæl, hvort sem þau hafa aðeins haft sólargeisla og kert- isljós til þess að gleðja sig, eða dýrustu gull. Hvort sem þau hafa verið borin til valda og auðæfa — eða aðeins átt þá veiku möguleika til þessa heims gæða, sem allir eiga. Því hin barnslega sæla á morgni lífsins verður ekki af neinum tekin — hvað svo sem vitið og lífið fær- ir mönnunum þegar sól lífsins hækkar á lofti. Daníel Davíðsson var olboga- barn heimsins og svarti sauður- inn í Víkurkaupstað. Olán hans hófst fyrir nær átta árum, þeg- ar hann var aðeins tuttugu og eins árs gamall. Þá druknaði faðir hans, en móðir hans var dáin Jáður. Hann var einbirni og erfði nokkra fjármuni eftir föður sinn og hann hafði feng- ið gagnfræðamentun. En ólánið kom þá um haustið er hann varð vini sínnum að bana. Þeir voru að skjóta fugla úti á firðinum — og skot hljóp úr byssu Dan- íels. — Hann skjögraði beina leið upp í hús sýslumannsins og sagði honum satt og rjett frá öllu. — I skutnum á bátkænunni lá hinn ungi maðurinn dauður, með kúlugat gegnum höfuðið. Það var hræðilegur viðburður, — voðalegt slys. Daníel fekk vægan dóm—bæði hjá almeiyi- ingi og hjá rjettvísinni, en dóm fekk hann samt, fyrir að hafa crðið manns bani — þann dóm, að hvar sem hann sást, var ó- mögulegt annað, fyrst um sinn, en að láta sjer detta í hug hinn hryggilegi viðburður. Daníel Ijet þó ekki yfirbugast, hann lagðisfc ekki í rúmið af hugsýki, en hann varð þögull og flótta- iegur í augunum, hann hætti að raka sig og safnaði þennan vet- ur þunnu, jörpu alskeggi, sem fór vel á fölu, unglingslegu and- litinu. En um vorið seldi hann eignir sínar og rjeði sig á norskt eimskip, sem þurfti á háseta að halda. Að fimm árum liðnum eða þar um bil, kom hann aftur heim í Vík. Hann kom þá með strand- ferðaskipi að sunnan. — Menn urðu þess brátt varir, að hann var nokkuð breyttur, ekki að ytra útliti, það var líkt, en nú var hann orðinn drykkfeldur og kærulaus. Hann toldi ekki við neitt, og var alveg fjelaus. Þó vann hann við sjómensku tíma og tíma, eða þá við aðra vinnu er bauðst en lítið hirti hann um það, hvort hann hafði atvinnu eða ekki. Hann var til húsa hjá gömlum hjónum, er höfðu verið vinir foreldra hans og greiddi hann ávalt fyrir sig, þegar hann vann sjer inn peninga, en fyrir afganginn dr%kk hann. Hann hafði ætíð einhver ráð til þess, að ná sjer í áfengi — enda ekki vöruvandur, þegar hann var kominn af stað. Aldrei sást hann brosa, því síður hlæja — og þannig liðu þessi ár. ENN voru jól í nánd. — Þessi undarlega hátíð, sem ekki er lík nokkurri annari. — Sem kemur eins og bjartur geisli og klýfur helkaldan veturinn og svartasta skammdegið í tvent. Sem vekur viðkvæmar hugsanir og bljúgar kendir í brjóstum allra sem ekki hafa forhert sitt sanna manneðli og drepið sál sína —- eða svæft hana með eit- urlyf jum heimskunnar — og eru því hættir að vera menn. Daníel Davíðsson hafði verið drukkinn, meira og minna, síðan í miðjum nóvember og ekki unnið handarvik. Hjer um bil viku fyrir jól lagðist hann í rúmið, eða rjettara sagt, fór ekki á fætur, einn morguninn. Smátt og smátt hafði sljóleiki áfengisins horfið úr huga hans og í stað þess komið nagandi tómleikinn og kveljandi, síend- urtekna hugsunin um hið glat- aða líf. Þar var ekkert að finna, ekkert að sjá, aðeins súðin fyrir ofan rúmið, dökk, þung og grá birtan, stundarkorn á hverjum degi, inn um gluggann. Hríð- arveður úti og frost, — heimur fullur áf snjó, dauður og tómur, vonlaus og óendanlegur í öll- um sínum ömurleika. — Hinn lamaði, fulltíða maður, lá þarna glataður, iðjulaus, allslaus; — átti ekkert nema auðnir og öm- urlegar hugsanir. — Gömlu hjónin, sem hann bjó hjá, komu bæði til hans, sitt í hvoru lagi þennan aðfangadag jóla. Gamli maðurinn stakk upp á því við hann, að hann færi á fætur, ef hann væri ekki fárveikur, ann- ars sæki jeg læknirinn, sagði hann. Nei, nei, sagði Daníel og lá við að hann settist upp, það er bara vella og máttleysi eftir alt slarkið. — Aumt er það, svaraði gamli maðurinn, jæja, ligðu þá, ef þú vilt það heldur. Gamla konan færði honum mat og hressingu, kaffi og kök- ur. — Daníel át lítið um þær mundir. — Klukkan fimm var farið að hringja jólaklukkun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.