Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 14
406 I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að slysið varð. Þá orti hann hið fagra kvæði „Alfaðir ræður“, sem er svohljóðandi: AlfaOir ræffur, öldumar hníga,. EilífSin breiOir út fatSminn sinn djúpa. Helþungar stunur í himininn stíga. Við hásæti drottins bænimar krjúpa. AlfaSir, taktu ekki aleiguna mína. AlfaSir, rjettu út höndina þina. Aldan er hnigin, auS hýmir ströndin. Á eiiífOar bylgjunum sálimar dreymir. Þú hreyfir ei, dauSi, heilögu böndin. Því himininn tárin ekknanna geymir. AlfaSir, sjórinn tók aleiguna mína. AlfaSir, rjettu mjer höndina þina. Yfir útsænum mikla englamir syngja. Ástina draumblæju himnanna krýna. Dánarklukkumar deyjandi hringja. Drottinn rjettir fram höndina sína. Jeg bað Sigurð Eggerz að lýsa nánar tildrögum þess, að kvæð- ið var ort, og segir hann svo í brjefi til mín nýlega: „Kæri ritstjóri! Þú baðst mig að segja þjer eitthvað um kvæðið „Alfaðir ræður“ og gladdir mig með því að segja að sjómönnunum þætti vænt um það. Því miður get jeg ekki skrif- að nákvæmlega um slysið í Vík. — Jeg man að jeg var nýkom- inn úr þingaferð. Jeg gekk nið- ur á sjávarströndina. Var þá logn, en þung undiralda. Var þar á ströndinni margt manna og var verið að skipa upp vör- um. Heilsaði jeg sjómönnunum og buðu þeir mig velkominn heim með þeirri alúð, sem mjer fanst Skaftfellingar eiga í svo ríkum mæli. Mjer þótti vænt um þá fyrir þá sök, að mjer fundust þeir vera vinir mínir, en ekki sýslumannsins. Ekki svo að skilja að þeir væru að amast við sýslumanninum, en mjer fanst að þeim þætti vænna um mig en hann.-------Þegar jeg er byrj- aður að skrifa þessar línur, þá stendur sjávarströndin fyrir hug skotssjónum mínum eins og hún var þá. Jeg sje sjómennina á skinnstökkunum. Jeg sje vin- gjarnlegu andlitin þeirra og jeg finn hlýju handtökin. Jeg horfi út á sjóinn og sje þungar logn- öldurnar rísa------og jeg sje sólargeislana yfir sandinum. Jeg sje alt, sem jeg sá þá — ------alt — Og jeg man hvað jeg var glaður í hug, er jeg gekk heim til mín og settist að morgunverði með gömlum vini mínum Gunnari ólafssyni í Vest mannaeyjum — Jeg ljek á alls oddi — — og sagði konunni minni og hon- um ferðasöguna að austan. — Og svo—eftir hálftíma kom mað ur hlaupandi inn til mín og sagði að bát hefði hvolft------ Jeg þaut niður á sjávarströnd ina------En nú var það önnur sjávarströnd. Jeg sá lík manns, sem hafði heilsað mjer með hlýj una í augunum —. Og ekkjurn- ar með sorgina--------. 1 hverju auga var sorg —. Þarna stóð hinn mikli harmleikur í litla þorpinu-------. Harmleikurinn, sem svo oft fylgir lífi sjómann- anna-------. Daginn eftir fór jeg enn nið- ur á sjávarströndina. Hugur minn var fullur af harmleiknum frá deginum áður------. Og feg- inn var jeg, að jeg ekki mætti neinum á sjávarströndinni, því að mjer hefði orðið örðugt um mál. Jeg starði út á hafið----. Fölu andlitin með vingjarnlegu brosin voru þarna hjá mjer —. Og í minni eigin sál risu undar- legar öldur, sem báru mig út í geiminn — eitthvað langt burt frá mjer sjálfum. Jeg veit ekki hvað jeg gekk lengi fram og aft- ur á sjávarströndinni —, en þarna orti jeg „Alfaðir ræður“. — Kvæðið var sungið við jarð- arförina í kirkjunni undir lag- inu við frelsisbæn Pólverja --- Nokkrum árum síðar heim- sóttu tveir vinir mínir mig í Borg arnesi, Sigvaldi Kaldalóns tón- skáld og Eggert Stefánsson söngvari. Jeg ljet þá heyra kvæð ið. Sigvaldi tók það með sjer og bjó til hið landskunna lag við það. Og nú hefi jeg sagt þjer alt, sem jeg get sagt hjer um „Al- faðir ræður“, og kanske á mað- ur aldrei að segja eins mikið og jeg hefi sagt“. Eins og Sig. Eggerz segir í brjefi sínu, var kvæðið sungið í fyrsta sinn í Reyniskirkju við út- för hinna fjögurra manna. Það voru tveir menn, sem sungu kvæðiðy þeir Gísli Jónsson, versl- unarstjóri við Brydes-verslun, og Frímann Frímannsson, versl- unarmaður, nú afgreiðslumaður „Laxfoss". Lagið, sem þeir not- uðu við kvæðið, var: „Guð, þú sem vorri ættjörð skýldir áður“, þ. e. frelsissöngur Pólverja. ★ /rst jeg fór á annað borð að rifja upp þenna löngu liðna sorgaratburð, þykir mjer rjett að geta nokkurra atvika í sam- bandi við slysið, sem mjer finst gjarna megi vera skrásett. Högni Högnason (nú verka- maður í Reykjavík) hafði verið á Stóra-Farsæl um morguninn. En hann var ekki með ferðina, þegar slysið varð. Þannig stóð á því, að rjett áður en farið var í þessa ferð kemur drengur aust- an úr Hjörleifshöfða fram í fjöru og biður Högna að koma austur í Höfða, til þess að ná kind úr svelti. Högni spyr for- manninn, Einar Hialtason, hvort hann megi fara. Einar var treg- ur; kvaðst ekki geta fækkað mönnum. En drengurinn sækir fast á, og loks gefur formaður ‘Högna eftir, en með því skilyrði, að annar komi í hans stað. Var þá Skúli Unason á Fossi fenginn í stað Högna, en hann hafði ver- ið í landvinnu. Skúli var einn þeirra, er druknuðu. Högni var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.