Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 20
412
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
um. Gamla konan kom inn aft-
ur og sagði Daníel að nú ætlu§u
þau að fara í kirkju. Já, gerið
þið það, sagði Daníel. — Og svo
ætlum við til Sigga okkar og vera
þar í kvöld, sagði hún hikandi,
en það er aumt að vita af þjer
einum hjer, vesalingur, á sjálf-
um jólunum. Gerir ekkert til,
sagði Daníel, jeg er frískur, þú
þekkir mig og veist að mjer er
sama. Gamla konan þagði um
stund og horfði á manninn. Svo
hristi hún höfuðuð, þegar hann
lokaði augunum og sneri andlit-
inu frá henni. En þegar hún fór,
eftir að hafa boðið honum góða
nótt, var eins og hann áttaði sig
snöggvast og hann kallaði á eft-
ir henni: Jeg þakka ykkur ann-
ars fyrir alt gott. Svo sneri hann
sjer upp að þili og fór aftur að
hugsa.
Yindurinn gnauðaði við þak-
skeggið lágt og raunalega —
og nærri því raunalegast af
öllu fanst honum þó það, að
jafnvel inn í þetta eymdarher-
bergi hans hafði læðst einhver
örlítill og óskiljanlegur ilmur
af jólum. Hafði hann borist
gegnum veggina með klukkna-
hringingunni — eða þá, blátt
áfram, orðið þar til úr engu?
Nei, hann hafði orðið til í hans
eigin sál, þar sem hann var
geymdur — ódauðlegur, meðan
líftóran entist. Herbergið, and-
rúmsloftið, var ekki hið sama
og það hafði verið um morgun-
inn eða í gær, hin miklu jól
voru einnig komin þar inn. Og
þegar hringt var í síðasta sinn
til kveldsöngs klukkan sex, gat
Daníel Davíðsson ekki legið
kyr í rúminu lengur. Hann fór
að klæða sig. Hann vissi ekki
af hverju það var, en af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæð-
um fór hann í bestu spjarirnar,
sem hann átti til. Hann þvoði
svitann og óhreinindin af sjer,
hátt og lágt, fór í hrein föt,
það voru engin skrautklæði að
vísu, en þó þokkaleg, því gamla
konan hjelt þeim vel við, eftir
föngum. Hann kembdi hár sitt
og skegg, þetta dökkbrúna,
þunna alskegg, sem fór undar-
lega vel á fölu, teknu og mögru
andlitinu. — Hann vissi ekki,
af hverju hann gerði þetta, ef
til vill aðeins til þess a$ hátta
svo strax aftur. Það var ekki
laust við að hann svimaði dá-
lítið fyrst í stað. en hann hrest-
ist við kalt vatnið og ræsting-
una. Og um það bil er hringt
var úr kirkju, fór hann út úr
húsinu, og lokaði því á eftir
sjer.
Húsið var í útjaðri kauptúns-
ins, og tók þá við strjál bygð,
út með firðinum. Smá kot, og
langt á milli. — Þegar Daníel
kom út, stóð kuldagjóstur í
fang honum, inn fjörðinn. Það
var snjór á jörðu og tálsvert
frost, tunglskinsglæta en hálf-
skýjað loft. Einstaka stjarna
blikaði í skýarofi. Það var ekki
skemtilegt jólaveður, en gat
heldur ekki kallast slæmt vetr-
arveður. — Daníel var yfir-
hafnarlaus, en hafði trefil um
hálsinn og vetlinga á höndum.
— Hvað var hann eiginlega að
fara? Inni í þorpinu blikuðu
ljós í öllum gluggum, en út með
firðinum var dimt að líta, að-
eins ein Ijóstýra langt út frá. —
Sjórinn gnauðaði við klettana
og utan við tangann heyrðust
brimdunur. Sjórinn, já, sjórinn!
Hann var ekki jólalegur í
kvöld. Hrikalegur óð hann að
landi og sleikti ströndina
græðgislega. — Daníel sneri
sjer frá ljósunum og hljóp við
fót slóðina út með sjónum,
beint á móti golunni. Hvert var
hann að fara? Hann gerði sjer
enga grein fyrir því, en djúpt
í meðvitund hans var þó ein-
hver ásetningur, hrollkaldur og
hryllilegur. — Það voru háir
klettar utan við Jtangann, þar
náði aldan sjer niðri frá opn-
um firðinum — þangað vildi
hann 'komast. — Fyrst um sinn
þangað. Hann var furðu hress
— magnleysið horfið, eða þá
að hann fann ekki til þess.
Frostgolan var hressandi og
myrkrið — kuldinn og myrkrið
hrakti burtu frá honum jóla-
ilminn, þarna úti í gjóstrinum
og geigvænni nóttinni voru
engin jól. — Aðeins dauðinn
beið þar, dimmur og dulur, —
----L
endurlausnarinn allra kvala.
Það var aðeins þessi eina
ljóstýra framundan, sem hann
stefndi á. Þar fyrir utan var
kolsvarta myrkur — enda tók
þá fljótt við tanginn og hamr-
arnir, óbygðir og klungur. Hann
þekti það alt vel og vissi
hvernig það var. Hann vissi,
meira áð segja, alveg fyrir víst
hvar á hömrunum hann ætlaði
að nema staðar og — — nei,
ljósið framundan stækkaði nú
óðum, það var lampi, sem hafði
verið látinn út í glugga, bjart
og fagurt ljós, dálítil Betle-
hemsstjarna, sem hann stefndi
á. Að vörmu spori var hann
kominn heim að húsinu — og
á sama augnabliki staðnæmdist
hann. — Það var ysta húsið af
svonefndum Útbæjum og hann
vissi hver bjó þar. — Það voru
mæðgur, þrjár kynslóðir hver
fram af annari, ung ekkja,
móðir hennar og dóttir, sjö
ára gömul. — Faðirinn hafði
dáið af voðalegu slysi, áður en
litla telpan fæddist. Það hafði
hlaupið skot úr byssu — guð
minn góður! og á augnabliki
var það búið. — Starfið stöðv-
að og lífið búið. —
Daníel staðnæmdist; nú var
ekkert nema myrkur framund-
an. Hann var nú alveg kominn
að stjörnunni, — ljósinu — hin-
um megin við litla húsið var
ekkert, — aðeins tóm, gínandi
tóm; jörð, haf og himinn rann
þar saman í svartan óskapnað.
— Það var eins og heimsendir,
þar sem alt hverfur og gleymist
um eilífð. — Þangað lá nú
leiðin, sú eina, sem var fær, úr
því sem komið var. —
Þá heyrði hann eitthvert
veikt hljóð, innan úr húsinu.
Hann lagði hlustirnar við, já,
það var ekki um að villast, það
var barnsgrátur. — Það var
barn að kjökra og veina þarna
inni, ofboð aumingjalega og ó-
sjálfbjarga, — barn sem átti
bágt. Hann hlustaði betur, —
æi, mamma, mamma, komdu,
heyrðist honum barnið segja,
og svo fór það aftur að gráta.
— Hvað gat verið að? Var
barnið einsamalt. Daníel hik-