Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 26
418
i
göngustaf sem hann hafði lengi
átt og haft með sjer á ferðalög-
um. Sá stafur er til enn. Hún
Ólöf Nordal, frænka mín á hann.
Eftir húskveðjuna þakkaði
hann sjera Hallgrími og sagðist
hafa heyrt hvert einasta orð.
Ekki treysti afi sjer til þess
að fara í kirkjuna. Ing*ibjörg
Petersen varð eftir heima hjá
honum. Þegar hún vissi ekki
annað en allir væru komnir út
úr stofunni og hún hafði hag-
rætt afa í stólnum hans, varð
henni litið út að stofudyrunum.
Þá stóð þar ókunnugur maður
og studdist upp við þilið. Hann
starði á afa og var alveg utan
við sig. Ingibjörg spurði hann að
heiti og hvað hann vildi. Hann
rankaði við sjér og sagði til sín.
Hann hafði notað tækifæri hús-
kveðjunnar til þess að komast
inn í stofuna, til að sjá Björn
Gunnlaugsson. Og svo mikið
þótti honum 1 það varið, að hann
hafði gleymt sjer, gleymt að at-
huga hvað fram fór í stofunni,
að öðru leyti. En nú fór hann.
★
Fyrir framan okkur á borðinu
lá aflangt sívalt látúnshylki,
gildara í annan endann, lítið eitt
stærra en pennastöng. Er jeg
spurði frú Ingibjörgu hvað þetta
væri, sagði hún mjer, að þetta
væri ferðapenni Björns afa síns.
Hann lá altaf á skrifborðinu
hans og jeg fjekk að eigna mjer
hann.
Hún tók látúnshylkið og skrúf
aði það í sundur. Þá kom í ljós,
að gildari endinn er blekbytta.
En í mjórra kaflanum er griff-
ilsbútur og áfastpr við hann
penni. Svo alt er þarna sem þarf
til að teikna og skrifa. Þarna
var tækni 18. og 19. aldarinnar,
sem nú er löngu horfin og sjálf-
blekungar komnir í staðinn.
★
Brúðkaups-
veisla.
EÐAN við vorum til heim-
ilis í Gunnlaugsenshúsi
giftist Þórdís systir mín sjera
Þorvaldi Jónssyni, er varð prest-
ur að Setbergi. Þetta vaV að
sumri til og þing stóð yfir.
Jón Sigurðsson og Ingibjörg
Ingibjörg Jensdóttir
17 ára. Myndin tehin er hún var í Höfn
voru í veislunni. Jón var svara-
maður Þórdísar. Þetta var alt í
mínum augum ákaflega tilkomu-
mikið. Þegar við komum úi
kirkjunni var þar kominn
„Magnús hjá Möller“ til að vera
frammistöðumaður. Hann bvrj-
aði með því að hiálpa fólkinu
úr yfirhöfnum. Síðan var farið
að raða gestunum við borðið.
Það gerði „systir frá Kaup-
mannahöfn". Hún kallaði nú
hvern gest fyrir sig, og sagði
honum hvar hann ætti að vera.
Liet hún nokkur skemtileg orð
eða athugasemd fylgja hverju
kalli. En hvernig bau voru man
jeg ekki. Hún hafði þarna eins-
konar veislustjórn með höndum,
enda vön því að stjórna í marg-
menni. Þarna var margt eesta og
þröngt í stofunni. En afi treysti
sjer ekki til að sitja við borðið.
Jeg man sierstaklega eftir ekkju
Jóns Guðmundssonar ritstjóra,
Hólmfríði, en hún var móð-
ursystir brúðgumans. Þar var
Páll Melsteð og hans frú, og
Sigurður Jónsson er síðar varð
sýslumaður í Stykkishólmi, og
Þorlákur ó. Johnsen.
Eftir að afi dó, fór jeg vest-
ur að Setbergi til sjera Þor-
valdar og Þórdísar systur minn-
ar.
Jón „bróðir" var okkur
systkinunum afskaplega góður.
Þegar hann kom á þing var
hann altaf með einhverjar gjaf-
ir handa okkur. Mjer þótti
snemma ákaflega vænt um
hann. Hann var líka altaf svo
glaðlegur og frjálsmannlegur,
eitthvað svo bjart og hlýtt yfir
honum.
Sumarið 1873 voru þau hjón-
in hætt að eiga heima hjá
okkur á sumrin. Hjeldu þau þá til
vestur á Vesturgötu í húsi frú
Hjálmarsen. Þá hafði jeg það
starf á hendi að fara þangað á
hverjum morgni til þess að „syst-
ir“ gæti haft mig í sendiferðum
fyrir sig, Þau höfðu matseld
þar fyrir sig, að minsta kosti
kvöld og morguns. En miðdags-
mat hafa þau víst borðað annars
staðar, jeg man ekki hvar það
var. Þá tók „bróðir“ mig stund-
um á hnje sjer, og skrafaði við
mig um heima og geima. En eink-
um spurði hann mig eftir afa,
hvernig honum liði.
Þetta sumar var einhver mik-
ill fundur á Þingvöllum og fór
„bróðir“ þangað. Er hann hafði
verið í burtu í nokkra daga, kom
jeg eins og venja var að morgni
dags í eldhúsið til ,,systir“ á
Vesturgötunni. Hún var óvenju-
ga glöð í bragþi, og sló á öxl-
ina á mjer í kátínu sinni.
Þá spyr jeg hvort „bróðir"
sje kominn til baka.
Já, svarar hún: „Heldur þú
að jeg væri svona kát ef hann
væri ekki kominn“. Hún mátti
ekki af honum sjá. Því kyntist
jeg betur síðar.
Hafnardvölin.
EGAR jeg var barn að aldri
bar á því, að jeg hafði
slæma heyrn. Læknar, sem hjer
voru, ráðlögðu að senda mig til
Hafnar til lækninga þar. Þegar
jeg hafði verið eitt ár á Setbergi
sigldi jeg til Hafnar til að leita
mjer lækninga. Það var haust-
ið 1877. Samferða mjer til Hafn-
ar var Sigurður bróðir minn.
Jeg fór með póstskipinu Dí-
önu, sem kom við í Stykkishólmi.
Þar beið jeg í þrjár vkiur eftir
skipinu. Það var altaf siður í þá
daga að bíða eftir skipunum.
Það var skemtilegur tími. Við
vorum 14 gestir hjá sr. Eiríki
Kúld og frú Þuríði. Altaf var
slátrað kind á hverjum degi
meðan við vorum þar, i veislu-
kost handa gestunura, og altaf