Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 1
9. tölublað. Sunnudagnr 19. mara 1944. XIX. árgangnxr. Ii«(oU»rptwttmli]t ki. í Nybergsund 10—11. apríl 1940 Þegar Þjóðverjar ætluðu að drepa Hákon konung og norsku stjórnina FRÁSÖflN l'rú Astrid Friid, er jeg síðast átti tal við hana um það, sein á daga hennar dreit' í Noregi í apríl 1940, endaði með því, að þau hjónin voru komin til sveita- ]>orpsins Nyhorgsund í Trysil kl. að ganga sex að morgni ]). 10. apríl, ásanit starfsfolki norsku frjettastofnnnai* ,.Norsk Telegram- bureau“, er var í fvlgd með kon- ungsfeðgum Ilákoni konungi og Ólafi krónprins, ríkisstjórn og ýms- um fulltrúum erlendra ríkja. I þessum kafla, sem hjer fylgir, segir hún frá því, sem gerðist næstu tvo daga, meðan konungup og rík- isstjórn voru í Nybergsund, og frá flóttanum þaðan. Frú Friid fórust orð á þessa leið: Er við vorum komin til Nyberg- sund, var okkar fyrsta vepk að koma okkúr fyrir, til þess að geta rekið þar frjettastofuna. Um hvQd var ekki að ræða. Mikð valt á, því, að umheimurinn fengi sem skjótastar og gleggstar fregnir af því, sem gerst hafði með stjórnar- völdum landsins daginn áður, og ]>au hlöð og þær útvarpsstöðvar, sem enn voru utanvið yfirráða- svæði Þjóðverja, gætu orðið sömu frjetta aðnjótandi. • Sveitaþorpið Nybergssund. Sveitaþorpið Nybergssund stend- ur í rjóðpi víðát'tu mikillá skóga Trysil-hjeraðs, 13. km. frá landa- mæruni Svíþjóðar. Er þar vérsl- unarstaður fyrir nálægar sveitir. Þar ey símastöð hjeraðsins, gisti- hús, skóli, kaupfjelagsverslun og nokkrar aðrar verslanir. Aðalbygg- ingar þorpsins stóðu umhverfis ó- bygt svæði, er við kölluðum ,,torg- ið“, og liggur þjóðvegurinn til Svíþjóðap þar gegnurh þorpið. Þorpið er sunnanundir skógivöxn- um hálsi, en þéttur, stórvaxinn barr skógur umlykur það á alla vegu. Húsaskjól. Konungttr, ríkisstjórn og fulltni- ar erlendra ríkja tóku sjep bústað í gistihúsinu. En við snernru okkrn* til kaupfjelagsstjórans, og báðum hann um húsaskjól fyrir skrifstof- ur okkar og til gistingar. Hann og fjölskylda hans tókú okkur tveim höndum. Fengum við fljótlega kaffi, okkur til hressingar, í íbvið' Kans, og tókum síðan til óspiltpa málanna, að koma okkur þar fyrir. Hann og fjölskjddan ljet okkur íbúð þeirra alla í tje, og flutti á brott. En við fengum lagðán sjer- stakan síma frá versluninni í stofu- hæðinni upp í íbúðina á efri hæð. Frjettastarfið. Er fram á morguninn kom, hafði starfsfólk fpjettastofunnar skift ineð sjer verkum. Nú var hafist handa. Mikið var að gera. Frá ríkisstjórninni í gistihúsinu komu boðsendingar um alskonar ákvarð- anir og frjettir, til afgreiðslu. ilargt þurfti að senda frá við- burðum innrásardagsins. Aðalfrjettasambandið til útlanda var til Svíþjóðar. Voru frjettirnar sendar til „Tidningernas Telegram- byrá { Stokkhólmi, er dreifði þeim frá sjer út um heiminn. Við vorum 5 kvenmeiyi, sem komiðj hÖSftðu með starfsliði frjettastof- unnar. Iíver okkar fjekk sitt verk að vinna þann dag. Tvær unnu 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.