Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLA^SLNS 110 gott. Eg skyldi og geía fyrir rúmið um vikuna sjö skildinga. Fyrir að þvo mínar skyrtur. Mátti því taka peninga til láns, sem eg ei þorði að láta minn bróður vita, þar hann vildi ei vita af, að allt vœri ei nóg í'yrir mig. Hann gekk og át við síns herra borð og vissi ei af bágindum að segja. Hann afræður mig að geíast til handverks, sökum þess, eg væri of gamall. Einn dag kemur hann til mín og segist hafa talað með einn yfir- kaupmann, sem hafi verið í Græn- landi. Hami hafi eggjað sig mikið á að láta mig þangað fara fyrir crfiðismann og vera þar í þrjíi árt anhars kunni eg ei jtangað koma. Lar væru og margir íslenzkir, sem eg kj*nni tala við. Bland þessara var Guðmundur Guðmundsson frá Dölum og annar úr Miðfirði, hét og Guðmundur. Við þessa báða tal- aði eg. Eg segi til bróður míns, það verði bezt þangað að fara. Mátti j)ar fyrir segja til síns herra um jjessar sakir og vera minn borgun- armaður, því eg þyrfti peninga við. Tók eg so hálf árs laun í forvejen eður fyrir mig fram. Lað, sem eg þyrfti til reisunnar, skyldi bróðir minn mér innkaupa, sem var heldur uppá hans en minn ábata, þegar til efnanna kom. Eftir það eg var ante kimr að fara til Grænlands, skydi eg erfiða upp á því Grönandske Kompagnie fyrir sama peninga sem eg hafði fyrr. Gekk eg so við skipið, sem fór til Grænlands, þegar tíðin kom. Eg þenkti, þegar eg þar kom, yrði aldrei so kunnugur, að ganga kynni um staðinn, því hann er so þéttur í byggingunn. Þar er og margur skákur og illræðismaður. Þar eru 22 kirkjur með smáum og stórum. Þó er staðurinn ei stærri en eg kann ganga frá einum enda til annars á fjórða parti úr tíma, ef eg er hraður til fóts. Þá tíð, cg var þar, mættu allir soldátar fyrir slotsporten, cr skyldu- parera fyrir kónginn. So líígard- arar ríðandi á sínum hestum með þeirra þverbakspoka aftan við hnakkinn. Ei er nýtt að sjá, cinn soldát er pískaður, á stundum fyrir lítið. Þeir stóru þjófar gauga frí, en þá smáu taka þeir. Það land er aumt, er öngvan kóng hefur. Kaupmannahöfn er góð fyrir þá, sem hafa nóga peninga. Þar er allt að fá fyrir peninga, hvert það er til matar eður fata. Þar kann mann marga hluti sjá( illa og góða. Þar voru góðir predikanter í mín tíð. Þó kunni presturinn bæði heyra axarhögg og sagargang, J)egar hann. var í sínum prédikunarstól. Fullt með skipstimburmenn og boltaslag- ara, sem eru ílestir af Hólminum. Orsökin er þessi: Kóngur gefur þeim lítið fyrir Hólmsins crfiði, en þeirra sunnudagserfiði vill hann ei hafa. Nú eru þar so margir kaup- menn, sem brúka sunnudagserfiði, sem eru Kínafarar, Vest- og Starfs- trúrar og þar fyrir ótal annað erf- iði, bæði hjá skiphemun og kaup- mönnum, sem enginn um talar, þó íátækir bjargi sér uppá hvern ær- legtn máta. Þetta skipar kóngur ei og hann bannar það og ei hcldur. Þar fyrir cr so mikið straff upp kom ið yfir Kaupinhöfn, síðan eg kunni fyrst hugsa, mest með cldsbruna og dýi'tíð Eg hefi ei heyrt, að nokk- urt slot hafi upp brunnið utan í Kaupinhöfn, og hefi jeg þó víða far- ið um veröldina. Jarðskjálfti for- eyddi Lissabon, en hvað viljum vcr segja um Kaupinhöfn ’ Slotið brann fyrst og so staðurinn. Þann vetur, eg var þar, sem var 1754, varð Magnús Ketilsson sýslu- maður í Dalasýslu og Jón Árnason í Knæfellsnessýslu. Þann vetúr var að hálshöggvinn eitt kaneelliráð og hans fullmektugur, er gjörðu falska bankoseðla. landsfélaginu. Þangað til hefur Árni unnið í sömu götu sem hann átti heima í og ekki vcrið víðförull um borgina. TÓBAKSBIHGÐIR BRENNA. Fyrir nokkru hæfði sprengikúla tóbaksbirgöir bandamanna á Anzio-svæðinu. Það er ekki rægt að sjá annað á mynd- inni en tóbakið bafi logað vel.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.