Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 6
310 LESBÓK MORG UN’BLAÐSINS KARLAKÓRINN ÞRYMUR Á HÚSAVÍK 10 ÁRA Afmælissöngferð kórsins I»AÐ VAR í Ilúsavík, blíðviðiis- haustið 19:?3. Einn daginn veittist Sigurðnr S. JJjarklind, þáverandi kaupfjelagsstj., snö»»le»a að presti staðarins með áskorun um að taka að sjer stjórn karlakórs, sein vildi verða til op væri að fa’ðast. Prest- ur þessi, hrekklaus maður og ótor- trygginn. enda nýkominn frá Ame- ríku, vissi varla hverju svara skyldi. ITonum var ljóst, eins og vitað er. að kaupfjelagsstjórar hafa yfirleitt líf og limi manna í hendi sjer. Og þótt þetta verði furðu fáum að grandi. er vissara að styggja þá ekki. Hinsvegar hafði prestur aldrei lært á neitt hljóðfæri og lítið feng- ist við kórstjórn, sízt karlakórs- stjórn. En nóturnar þekkti hann vel flestar. Og kórinn tók til að æfa, — að vísu ekki beinlínis söngstjóra- laus — en nafnlaus, fjelaus og stjómlagalaus. Þetta var upphftf þeirrar 10 ára starfsemi, sem karlakórinn .,Þrym- ur“ í TTúsavík er að ljúka við þessa síðnstu mislyndu haustdaga. Nafn sitt öðlaðist hann á sínum tíma þannig, að stjórn „Söngfjelags ins Heklu“ festi í gáleysi nafn þess karlakórs, sem áður hafði starfað í núsavík undir stjórn Stefáns heit- ins GKiðjohnsen. Var ekkert um þetta fengist. Og síðar. þegar til tals kom að taka upp nafnið. ..Karlakór Húsavfkur", kom í liós, að vinsældir gamla ,.Þryms“ stóðu . svo djúpum rótum í huerum Húsvík- inera, að menn vildu halda nafninu. En hvað þýðir þetta nafn? Hvert er ætterni þess — þryma, þröm, þremjar? Oftastnær er merking þess „gnýr“ ; sbr. visu Egils: „Nú hefir þrym-Rögnir þegna“. Hins- vegar er nafn Þryms jötuns útlagt: „hinn þÖgli“. Þessar andstæðu merkingar minna á orðið „liljóð“, sem merkir bæði þögn og hið gagn- stæða. Hvað, sein þetta er, þá er engutn efa bundið, að gömlu söng- mennirnir. sem vÖldu kór sínum þetta nafn, vildu með því kenna hann við ymjandi, rymjandi, þrymj- andi, hlymjandi háreysti, — þrum- ur og Þórdunur. — II. I blöðum hafa þegar birst stuttar, vingjarnlegar frjettir um 10 ára afmæli kórsins, sem fram fór í samkomuhúsi Húsavíkur aðfara- kvöhl hins 25. október, s.l., við borð hald ræður, söng og dans. Var ]>etta mesta meðlætisstund fyrir söngstjórann, sjera Friðrik A. Frið- riksson, því að söngfjelagarnir not- uðu tækifærið til að færa honum höfðinglegar gjafir með allskonar góðyrðum. Sii heppni var yfir hófi þessu, að þar var staddur Sigurður Birkis, söngmálastjóri, en hann hef- ir tvívegis verið leiðbeinandi kórs- ins, og orðið af honum ástsæll mjög. Síðan kórinn öðlaðist nafn og lög, hefir stjómarnefndin alltaf ver- ið endurkosin: formaður, Friðþjófur Pálsson, símstjóóri, ritari, Sigurður Kristjánsson, verzlnnarmaður, giald keri, Birgir Steingrímsson, verzlun- armaður. Allt eru þetta vaskir menn (og batnandi) og viðmótsgóðir, fjölhæfir, fjelagslyndir og söng- glaðir. (Svipað má svo sem segja um varastjórnina og endurskoð- enduma). í nefndu hófi rakti ritar- inn nokkur æfiatriði afmælisbarns- ins, og komu þar fram póstar, sem varpa nokkru ljósi yfir kórstörf yf- ir höfuð, þar á meðal þessir: „Eftir því sem næst verður kom- ist hefir kórinn liaft 425 samæfingar og 175 raddæfingar, á þessum 10 árum. Með því að reikna hverja æfingu 2 klst., verða þetta 1200 kl.st. á mann, — auk þess tíma, sem farið hefir í söngfarir, sam- söngva, söng á samkomum o. fl„ lágt reiknað 300 klst. á mann. En þetta svarar til þess, að hver kór- maður ynni 8 klst. á dag í hálft ár, helga daga sem virka. Sje þetta margfaldað með 30, meðaltölu kór- manna, er starf þetta orðið 35 ára vinna eins manns, sem yrði að vinna 'alla helgidaga líka. Auk þess hafa ýmsir kórmenn unnið auka- störf fyrir kórinn, og þá fyrst og fremst söngstjórinn. Mun lágt ■ á- ætlað að hann hafi eytt ársvinnu í þarfir hans. „Nú mætti spyrja. Borgar þetta sig? ITvað er í aðra hönd fyrir þessa óskapa tímaeyðslu? Því er vandsvarað. En þetta má taka fram: Kórinn hefir haldið 33 sjálfstæðar söngsamkomnr hjer í Húsavfk; sungið á samkomum fyrir ýms fje- lög, nál. 30 sinnum; tekið þátt i 4 söngmótum „Heklu“, sambands Norðlenskra karlakóra; farið fi söngferðir (Akurevri, Rkútustaðir, Einarsstaðir í Revkiadal. Grenjaðar staður. Hólmavað, Hallbjarnarstað- ir á Tjörnesi); sungið 8 sinnum úti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.