Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 11
Og þégar það kom í eldinn, blésu belgirnir aí sér sjálfkrafa, sem mér þótti undarlegt, að hamrar og belg- ir skyldu af sér sjálfir sitt erfiði fremja. Nti komum vér til vaktskipsins í Kaupinhöfn. Þar máttum við ogso framvísa vorn tollseðil frá Krónu- borg uppá vora last. Eg mátti og framvísa minn pass frá Islandi til kóngsins kommandör. Þaðan fórum við til kóngsins tollkammer og eg til vakthafandi kapitainlautinant að framvísa minn pass. Og þegar eg var þangað upp genginn, spurði fólk minn skipherra að, hver sá framandi hefði verið, sem gekk til vaktin með sinn pass. I bland þess- ara var viktmeistarinn. Skipherr- ann sagði, það hefði verið einn Is- lender, fortalti þeim þar með, að landið væri mikið slétt*, í því þar sáðist ekkert korn. Viktmeistarinn segir: „Það fólk miin ei stórá krafta hafa, eftir því þeir eta ei brauð“. Skipherrann segir: ”Hann er ei so kraftalaus, þvÞ-þegar hann tekur í kaðla hjá oss á skipinu, er hann so sterkur sem tveir af mínu fólki. Kallaðu á hann, þegar hann kemur frá vaktinni". Þegar eg kem, verð- ur til mín sagt, eg skuli upp til kóngsins viktmeistara. Eg var hræddur þangað að fara, þar eg vissi mig ekkert hafa með hann að gjöra. Kem þó upp til hans. Hann spur, hvert eg kunni létta þessum lóðum, sem voru 10 lísipunds lóð. Eg segi að það muni ei stór kúnst vera að létta einu upp af þeim. Tek eg vasaklút minn og' hnýti hönum í handtakið á því eina 10 lisipunds lóði. Síðan tek eg í minn hálsklút og hnýti í það ann- að. Létti þeim síðan báðum unp, það eina með löngu tönginni á þeirri hægri hendi og annað með löngu tönginni á þeirri vinstri hönd og rétti mig so upp með báðum. 10 lísipund í hverri hendi. Þann tíma voru yfir 300 manns á tollbúðinni, LESBÖK MORGUNBLAÐSIN3 og kunni það éngiiin gjöfa utan einn frá Borgundarliólmi, en hver- igur okkar kunni ganga með þeim. Síðan gekk eg upp í Tollbúðar- götuna til míns skipherra konu, Mörks, er eg reisti með frá Islandi til Noregs. Eg bar henni heilsu frá hennar manni og það með, að hann væri heill og ósjúkur og mætti nú vera frá konu sinni so lengi. Eftir áliti mínu varð hún ei so hjartasjúk, þó hún bæri þann kross. Kannske hún hefði meðöl nærri sér, sem sorgina deyfðu. Hann 1 Norge og. Hún spyr mig eftir. hvert eg hefði nokkra vini eðúr ættingja liér í Kaupinhöfn. Eg segi það vera satt, eg hefði hér einn lioldgetinn liróður, sem hef'ði eftir mér skrif- að. Var mér þó hryggð í hjarta af þönkum mínum, sem eg vildi öngv- um dönskum manni opinbera. .,Þú skalt vera hér í húsi mínu án betalings, þar til eg fæ talað með einhvern íslenzkan, sem færir mér vissar fréttir, hvar þinu bróðir er“. Fór eg so að borðinu og fékk mat að borða og öl að drekka. Þetta var mér’ þó sorg, eg fékk öngvan minna landsmanna til inín. Þelta var um einn laugardag. Á sunnudagiim kom einn íslenzk- ur þar inn, hét Þorlákur, ættaður úr Vestmannaevjum, sém kenndi minn bróður. Skipherrakonan segir til þess manns: „Þú gjörðir mér þénustu, ef hingað aftur kæmir á morgun og gengir með þessari per- sónu til hans bróður“. Þorlákuf segir, það skuli ske. Um morgun- inn kemur Þorlákur, og gengum við Malenborg*. Þar sýndi hann mér borgina, sem herrann bjó í, hvar minn bróðir þénti. Hann þorði ei að ganga lengra með mér. Þar sá út sem slot væri. Eg, ókenndur, vissi éi. eftir hverjum spvrja skvldi. Þegar eg kom til portsins, hringdi eg á klukkuna. Kom þar einn fram, sem spurði, eftir hverjum eg leit- aði. Eg spurði hann aftur, hvert 115 þar vferi ei nokkur þénari hjá hérranum, sem væri frá Islandi. Hann sagði néi, „Hér er éinn sem héitir Monsr, Magnús**, en hann er frá Svíaríki“. „Verið þér so góðir og látið hann kóma til mín“, Hann segir: „Nú vil eg ganga til hans“. Að vörmu spori kom minn bróðir. Hann var prúðbúinn, ný- lega heimkominn með sínum herra.. Hann tekur mig með sér upp á sitt kammer. Eg segi honum frá hög- um mínum og það verst, að mitt töj er hjá skipherra Jens Rasmus- son, sem liggur í Nýhöfn, og eg hefi öngva peninga að leýsa það út með. Ilann segir: „Hér er ei gott að fá peningalán, þð vil eg sjá til, hvert eg hefi so marga péninga hjá mér sem við þarft. Kondu með mér til skipherrans. Eg vil sjálfur tala við hann“. Nú göngum við báðir og fengum töjið, sem kostaði 10 mprk, og eg skyldi betala fvrir minn kost. Eg bar mitt töj, þar til eg kom með bróður mínum inn í Stóru Ivóngsins götu. Þar var Jón Jóns- son, bróðir Jóns á Gróustöðum sem hafði lært að ofurskera klæði en var hjá þessum manni til her- liergis. „Þú skalt taka minn bróður í sæng til þín fyrir mín orð“ — og segir mér að koma til sín á morg- un snemma. „Minn herra er að láta byggja hús. Þar inni skulif vefast silki, þegar húsið er búið. Þú fær 16 skildinga um daginn. Þar verður erfiði í vetur og þeg- ar illt veður er, skaltu tala við kúskinn, hvert hann hafi ei þörf „eg skvldi h.jálpa hönum með hestana í stallinum“. Eg játa þessu, fer að erfiða um morguninn, verð þar so lengi að þar er nokkuð að gjöra. Kom í eldhúsið til stúlkn- anna, þegar ei var erfiðað fyrir illu veðri. Þær gáfu mér oft smjör og brauð, kúskinn og ... Nú kunni eg ei út að koma með þessa pen- inga, sérdeilis þegar veðrið var ei

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.