Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 5
LESBÚK MOBÖUNBLAfiSlNS 109 Öniiur þessara kveima var írú Schive. Er starfsfólk frjettastofunuar kom saman inni í þorpinu, nálægt hinum rjúkandi rústum kaupfje- lagshússins, söknuðum við frú Schive. Konan, sem mcð henni var á símstöðinui, fullvissaði okkur um, að hún hefði verið komin út úr stöðinni, áður en sprengjan fjell á húsið. En hvað var orðið af henni ? Hún fanst hvergi. Lítil handtaska hennar fanst, sem hún hafði haft meðferðis við vinnu sína. Þctta gerði hvarf hennar ennþá grun- samlegra. Jeg minnist lítilfjörlcgs atviks í þessu sambandi. Við fjórar koti- ur vorutn þarna með þessa tösku vinkonu okkar. Engin okkar átti nú ncitt slíkt, sem þar var ,af smá- dóti„ sem við eruni vanar að hafa með okkur. Við skiftum á milli okkar því, sem í þessari litlu tösku var, ein fjekk spcgil, önnur greiðu o. s. frv., áðttr ett við skildum þárna við nistirhar. í>að kom síðar í l'jós, að Schive hafði flúið út úr þorpinu í austur- átt, hitt btla á austurleið, flúið til Svíþjóðar, og komst þangað heilu og höldnu. Síðan hefir hún unnið við hlið manns síns, í Stokkhólmi og verið honum mikil stóð í hintt rnikla starfi hans þár. Flóttinn. Hjer var nú ckkert lengur að gera, og ekkert hægt að gera. Var það nú okkar fyrsta verk að komast, sern fyrst á brott frá þessum hræði- lega stað. Við náðunt i bílstjóra, sem hafði yfir lausum bfl að ráða, því farþegar hans voru farnir aust- ur yfir landamærin. Við báðum hann, að aka með okkur sem hrað- astast til næsta þorpsf sem heitir Indbygda. Er við vorum komin spölkorn frá Nybergsund sáum við lítið hús uppi í brekku skamt frá veginum. Datt, okkur í hug að leita þar gist- ingar, m. a. vegna þess, hve okkur leið ákaflega illa í bílnum. Ilold- vot vorum við orðin,er við risurn upp úr fönninni. En svo mikið frost var, að þegar við settumst inn i kaldan bílinn frusu föt okkar. Gömul hjón, á að giska um átt- rætt stóðu á dyrahellunni er við komurn upp að húsinu. Er við beidduuist gistingar, sagði hinn' aldraði húsbóndi: ,fÓ-nei, hjer get- ur víst enginn veríð. Við verðum sjálf■ að yfirgefa þctta heimili“. Síðan sýndi liann okkur livernig húsið var. Sú hlið húsins, sem að okkur sneri, var heillegust, svo við höfðum ekki veitt því eftirtekt að neitt væri þarna að. En sprcngja hafði fallið bak við húsið og var þar stór sprengjugígur, allar rúður hússins brotnar og það ekki íbúðar hæft. Við hjeldum því áfrani til Ind- bygda. En cr við komum þangað, og sáum lne mikil bvgð þar var, flaug okkur í hug að þetta myndi c. t. v. verða næsta skotmark Þjóð- verja Snerum við því til baka til Nybergsund í einhverju fáti. l>ar var alt í uppnámi enn, og hvergi verustaður. Ókum því aftur til Ind- bygda. Er þangað kom í annað sinn, sat konungur á fundi með ríkis- stjórninni. Eftir loftárásina fóru þeir til gistihússins í Nybergsund, cr þar höfðu haft aðsetur, því það hús brann ekki, en rúður alíar 1 rotnar og allt á tjá og tundri. l>eir, sem þar höfðu verið, höfðu farangur sinii enn, og urðu siðbún- ari en við hjónin frá Nybergsund. Var nú beðið í Indbygda 'uns fund- urinn var úti. En síðan lagði öll bílalestin af stað. Bilí okkár var framarlega í röðinni. Var þetta mikil bilalest er hjeít eftir vegin- um umhverfis Ösensjö, til þorps- ins Rena í Austurdal. í sömu svif- um óg við komum þangað er gefið loftvarnamerki. Voru dú allir reknir út úr bíl- unum og var okkur vísað niður í kjallara undir mjólkurbúi, sem þar er. Þar stóðum við æði lengi í þjettum hnapp, því þröngt var í kjallaranum. Er hættan var talin liðin hjá var cnn lagt af stað. og ferðinni heitið til Elverun. Er við áttum skamt eftir ófarið til Elverun, ókum við cftir vegi, sem liggur meðfram járnbraut. Lest kom á móti okkur á brautmni. Eimlestarstjórinn stöðvaði lestina og kallaði til okknr út á veginu, að við skyldum ckki halda þessa leið, því það væri sama sem að aka beint í opinn dauðann. Hann var með flóttafólk frá Elvcrum. Sá bær var brunninn eða langt kominn að brenna. Við sáum eldbjarmann þaðan. Sumir bílarnir sneru nú við. En aðrir hjeldu áfram, þrátt fyrir aðvaranir cimreiðarst.jórans. Við komumst klakklaust framhjá hinum brennandi bæ, og hjeldum áfram ferð okkar um nóttina, kom- umst að Litla-Hamri í Guðbrands- dal kl. að ganga sex að morgni þcss 12. apríl. ★ I>ar með lauk þessum kafla í ferðasögu frú Astrid Friid, er hún sagði frá hinum sorglegu dögum í Nvbergsund, þegar átti að ráða þar Ilákon konung, Ólaf krónprins og ráðherrana af dögunt. En eftir því, sem síðar frjettistf sem kunn- ugt er, taldi þýska flugliðið á tímabili að þetta hefði tckist. V. St. „Það er Ijóti maðurinn, sem þarna gengur“. „Hann hefir haft af mjer eina miljón“. „Nú, hvermg þá?“ „Hann neitaði að gefa mjer dótt- ur sína“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.