Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 4
LESBrtK MÓROUNBÍjAIXSTNS á lciðinni þangað. í þetta sinn fvlg<l nm við ráðum í’inska sendifulltrú- ans og fórum í skóginn fyrir neðan brekkuna. Og nú vörpuðu allir sjer á höfuðið niður í fönnina að nýju. Nú byrjaði árásin. Við heyrðum flugvjelarnar sveima yfir trjátoppunum, en flugmennirnir Ijetu vjelbyssuskothríðina dynja vfir okkur. Þeir flugu fram og aft- ttr yfir skógarbrekkuna og þorpið og yfir skóginum, þar sem við lág- um. Við heyrðum drunurnar í sprengjunum fjær og nær og skóg- artrjen brotna hvert af öðru með braki og bjuggumst við því, þá og þegar, að hinir gildu trjástofnar vltu vfir okkur svo þeir, ef ekki annað, yrði okkur að bana. Við sáum útundan okkur er kviknaði í húsunum í þorpinu hverju á eftir öðru. Fyrstur stóð skólinn í ljósum loga, húsið^ sem jeg síðast fór frá. Xokkru síðar heyrðist geisileg sprenging. Þá hafði sprengja kom- ið niður rjett hjá kaupfjelagshúsinu en eldsprengjur kveikt í þakinu. svo alt hiisið fuðraði upp á svip- stundu. Sáum við hvernig eldur- inn læsti sig frá Jiakinu niður eftir húsnu og heyrðum snarkið í bálinu á milli þess sem sprengjurnar jdir- gnæfðu alt. Og þarna sáum við bílinn okkar brenna, með öll- um farangri okkar, því einasta, sent við áttum eftir, nema rennvot föt- in, sem við lágum í þarna í fönn- inni. Drunurnar af sprengjunum voru svo miklar, að við höfðum'lokur fyr- ir eyrunum. En ódaunninn af sprengjureyknum í skóginum ætlaði að kæfa okkur. Okkur datt í hug að hjer væri eiturgas með í árásinni. Það hjelt hver og einn að komin væri sín síðasta stund. 1 fönninni. Rjett við hliðina á okkur í fönn- inni, lá ung kona frá Nybergsund með tvö börn. Annað þeirra var í reifum. Eftir að sprengjurnar fóru að springa og skothríðin byrj- aði, þá byrjuðu börnin að hljóða i hinni mestu angist svo átakanlega að það orkaði á taugar okkar. Veslings konan var alveg utan við sig. Hún lá á grúfu með börnin í fanginu og brátt sá hún að heimili hennar í þorpinu fuðraði upp. Það var í þessari árás, sem mað- urinn minn hjelt um stund, að jeg væri dáin. Við hjeldumst í hendur í íonninni, og gáfnm hvort öðru til kynna með því að þrýsta hönd hvors annars, að við værum á lífi. En eitt sinn þaut vjelbyssukúla rjett við vanga minn, svo að jeg tapaði mjer augnablik. og svaraði ekki handabandi hans. Eh jeg kom brátt til sjálfs mín aftur. Samt mun þetta atvik hafa orðið til þess, að sú fregn barst út, að jeg hefði dáið í þessari loftárás, því að nokkru seinna, er jeg var stödd í Tromsö, hitti jeg þar konu frá Oslo, er jeg þekkti, er rak upp stór augu þegar hún sá mig þar lifandi, því hún hafði hevrt að jeg hefði farist í Nvbergsund. Við gerðum okkur ekki grein fyrir, hve lengi þessi árás stóð yfir. Okkur fannst þetta óratími. En er henni linti. og flugvjelarnar hurfu á brott, stóðu.allir upp og komu út úr skóginum. Ilópuðust menn saman úti á þjóðveginum. Þar stöldruðu menn við, vom að átta sig, áður en farið yrði inn í hið brennandi þorp. Árásin meiri. Áður en lengra væri farið voru líka flugvjelarnar með skothríð og spreng.jukasti komnar yfir okkur að nýju. Allir þutu nú inn í skóg- inn, og við hjónin leituðum skýlis undir sama trjenu og við vorum áður. Konan með ungbörnin tvö var þar ekki lengur. Ilún hafði kom ist í bíl sem stóð úti á veginum, og bílstjóri ekið með hana á brott í hljeinu milli árásanna. Þessi loftárás, sem nú skall yfir okkur var miklum mun harðari en hin fyrri. Nú átti að gera útaf við okkur. Það var greinilegt. Nú átti ekkert að sleppa lifandi út úr skógarfylgsninu okkar. Sprengjurnar, skothríðin og snark ið frá logandi hústinum, allar þess- ar ógnir og óhugnan gerðu það að verkum að við urðum sljórri, en í liinni fyrri árás. Þessi árás var lengri. Jeg þori ekki að fullyrða hve löng hún var.Að því kom þó að að djöfulæði flugmanna slotaði. Þeir hurfu á brott. En þá skeði það einkennilega. Engin sála hreyfði sig 1 skóginum. Enginn reis á fætur. Allir lágu kyrrir í sömu stellingum, því hver lnigsaði með sjer. Jeg er sjálfur sá eini eða sú eina af öllum hópnum sem á lífi er. Hinr allir dánir eða dauðasærðir. Enginn treysti sjer til þess í svip, ofan á það sem á und- an var gengið, með augum að líta þenna skógarval, þar sem konung- ur, krónprins, ríkisstjórn, hinir er- lendu fulltrúar og íbúar Nvberg- sund lægju nú liðið lík. En eftir drykk langa stund fer einn og einn að hreyfa sig, og fleiri og fleiri. Og á endanum voru allir komnir upp úr fönninni komn- ir út úr skóginum út á þjóðveginn að nýju. Að enginn af okkur skyldi farast í þessari ái’ás, var okkur öll- um og verður altaf, hulinn levndar- dómur. Er við höfðum áttað okkur, fóru menn að tínast inn í hið brennandi þorp. Þangað höfðum við ekkert að sækja lengur. Allur farangur okk- ar brunninn. Konurnar tvær, af starfsliði frjettastofunnar, höfðu setið kyrrar við síman meðan fyrri árásin stóð. En er hin síðari og harðari skall yfir, þutu þær út úr húsinu. Þær voru ekki fyr komnar út en sprengja lenti á húsinu, og sundraði því í vetfangi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.