Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAi)SL\tí 113 FERÐASAGA ÁRNA MAGNÚSSONAR FRÁ SNÓKSDAL 1753-1796 Formáli ÁRNI MAGNCSSON var kominn a£ merkum ættmn, og höfðu forfe'ð- ur hans lengi búið í Sjióksdal í Dalasýslu. Sjálfur bjó Árn.i á Geitastekk í sömu sýslu, þangað til hann tók sig Jipp og fór til Dan- merkur árið 1753. Talið er, að kona hans hafi verið dáin, en hann átti börn á lífi. Ekki vitum vér, hvað það var, sem knúði hamj . til siglingar, cn á þcim áruni gekk hér mikið hallæri, og mætti vcra, að það hefði valdið nokkru um. Þar sem hann fór í. fijllu frplsi af yíirvalda hálfu er ljóst, að hann hefur ekki lent í árekstri við lög- in. Hins vcgar sést af orðum hans sjálfs, að til brottfarar hans hafa verið ásæður, sem voru honum við- kvæmt mál, cn vafalaust hcfur ævin týralöngun og útþrá verið í eðli hans. Víst er um það, að. hann lét sér ekki nægja ■ að sjá þau lönd, sem Islendingar hafa oftast lagt leiðir sínar til. Hann siglir með dönskum kaup- mönnum til Grænlands og er í þjónustu þeirra nokkvir ár. Síðan siglir hann til Kína. og hann kórón- ar ævintýraferil sinn, þegar hann fer í styrjöld með Rússum 1 il að berja á Tyrkjanum. Atgervimaður hefur hann verið bæði til sálar og líkama. Bóklega mentun hefur hann haft miklu meiri en almennt gerðist um bændur, og kom hún honum að góðu haldi í bændaþorpunum við Limafjörð, þar sem hann var barnakennari á vetr- um. Þar kvaðst hann hafa átt bezta daga, en vitjaði þó íslands aftur, (mun hafa komið hingað 1796), og dvaldi hér fimm ár. A þeim ár- um reit hann ferðasögu sína. Árið 1801 sigldi hann aítur til Danmerk- ur og miur hafa horfið til józku bændanna. sem hann ber svo góða sögu. Varla hefur hann lifað lengi eftir þetta, en ekki vitum vjer hvar hann bar beinin. Af eðlilegum ástæðum. er mál Árna mjög dönskuskotið. En innan um er kjarngóð íslenzka, svo sem títt er um íslenzka sveitamenn sem eru langdvölum með öðrum þjóðum og-verða blendnir í máli. Dr. l’áll Eggcrt Ólason hefur þýtt ferðasögu Árna á dönsku, og birt- ist sú þýðing í ritsafninu Memoirer og Breve Khöfn 1918. 13. K. Þ. Til Danmerkur Ánnp 1753 í október reisti eg frá íslan.di með skipherra Mörk frá Borgundarhólmi með Fredriks- ga.ve, er kóng Friðrik fimmti hann gaf til íslands fyrir fiskiduggu og fávetinn, Skúli Magnússon, hafði undir höndum. Við sigldum frá Key.kjavík um fyrirmiðdag. Um nóttina komum við til Vestmannaeyja. Kom þar einn hyalfiskur til okkar, furðu stór, cr fylgdist með oss í tvo daga og eina nótt. Við fleygðum til hans gömlum fiskitunnum, er hann braut í sundur. Hann var jafnan þétt við stýrið, þó gjörði liann oss öngvan skaða. Við höfðum góðan vind á land- norðan, sem við héldum í níu daga^ þar til við fengum Fugley í sigti. Ilún heyrir kónginum af Englandi til. Fólkið á þessari ey var dinnn- leitt í andliti og holdmikið. Þar var hverki kýr né fénaður, eftir því sem skipsfólkið sagði oss. Þeirra fæða var mest fiskur, fuglar, egg og stundum selur. Sjófugl var þar ' í mengd, sem var mávar, svartbakur, kríur, skai'far og þess háttar Nú áttum við til Noregs 80 míl- ur. Kom þá landsynningur, sem dreif oss langt til baka, so við feng- um England í sikti og fundum fisk- ara, er seldu oss nokki'a fiska mikið stóra og feita. Við gá.fum fyrir hvern íisk 24 skidinga. Nú höfðum við verið í sjónum síð- an fórum frá Fugley (mig minnir) 14 daga. Ilöfðum fengið sk.aða á vorum scglum af stormviðri, sem við fengum við gjört, þegar mesti vindurinn var úti. Þar eftir fengum við norðvestanvind, vorurn á leið- inni frá Englandi og til Noregs í fimm daga, sem er 80 mílur. Um nóttina sáum við eld á Líðandis- nesi. Hann brennur þar allar nætur sjófarendum til leiðarvísis, sem öli skip, sem þessa elds njóta, mega gefa peninga fyrir'- á fyrsta toll- stede eftir skipsins stærð. Sá skatt ur betalast til Englands fyrir stein- kolin, er brúkuð eru til þessa elds. Við sigldum langs með landinu, inn til þess við komum til Merðey, hvar var lóss, er til okkar kom, bjó. Eg mátti vísa þar minn p.ass, sem lögmaðurinn, Magnús Gíslason, þá í amtmanns stað, mér út gaf. Þegar eg kom í land, mn á|pkk í það drykkjuhús, er allir voru \ t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.