Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1944, Blaðsíða 13
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 117 0'J4t enr ÞAKHERBERGIÐ FYRST MUNDI frú Parker sýna þjer stóru stofurnar. Þú inundir ekki fyrir þitt auma líf þora að taka fram í fyrir henni, á meðan, hún væri að lysa öllum þeirra kostum og auðæfum mannsinst er í þeim hafði búið undanfarin 8 ár. l>á mundi þjer takast að stynja npp þeirri játningu, að þú værir * hvorki læknir nje tannlæknir. Frú Parker mundi taka þessavi játningu þannig, að tilfinningar þínar í garð foreldra þinna yrðu aldrei þær sömu og áður, foreldra þinna, sem höfðu vanrækt svo grátlega að ala þig þannig upp, að þíi værir fær um að gegna störf- um þeim, er hæfði stóru stofunun^ hennar frú Parker. Þá mundir þú fara upp einn stiga, og líta á 8 dollara-herbergið á annari hæð. Eftir að hafa sann- færst, af hegðun frii Parker, um að herbergið væri vel þeirra 12 dollara virði, sem hr. Toosenberry hafði altaf borgað fyrir það, þang- að til hann fór til Florida, rjett hjá Palm Beach, til þess að hafa umsjón með appelsínu ekrum bróð- ur síns, mundir þú tauta, að þú vildir eitthvað ennþá ódýrara. Ef þii lifðir af fyrirlitningu frú Parker mundi hún næst sýna þjer stóra herbergið hans hr. Skidders á þriðju hæð. Það var ekki tómt. ITann reykti vindlinga og skrifaði leikrit í því allan daginn. En all- ir, sem voru að leyta sjer að her- bergjum voru látnir heimsækja herbergi hans til þess að dást að henginu þar. Og eftir hverja heim- sókn var hr. Skidder vanur að borga upp í húsaleigu sina af ótta við þann möguleika að sjer yrði sagt upp. Þá-----þá —, ef þú stæðir enn á öðrum fæti, með hendina kreista utan um þrjá raka dollara í vasa sínum, lýsandi hásróma yfir hinni hræðilegu og vítaverðu fá- tækt þinni, mundi frú Parker ekki lengur verða leiðsögumaður þinn. llún mundi gala hástöfum: (,Clara“, snúa við þjer bakinu og þramma aftur niður. Ilin svarta mær, Clara, mundi síð'an leiða þig upp háan stiga, sem, lá upp á fjórðu hæð, og sýna þjer þakherberið. Gólfflötur þess var 7x8 fet. Það lá fyrir miðjum ganginum. I því var járnrúmstæði, þvotta- borð og einn stóll. Þjer mundi finnast þessir fjór- ir auðu veggir umlykja þig, eins og líkkista. Þú mundir grjpa með hendinni utan um háls þinn, standa á öndilini, líta upp, eins og þú stæöir niðri í brunni, — og anda síðan enn einu sinni. I gegnum litla þakherbergisgluggann sást dálítill flötur bláu eilífðarinnar „Tveir dollarar" mundi Clara segja með sinni hálf fyrirlitlegu og hálf auðmjúku röddu. Dag einn kom ungfrú Leeson að leyta sjer að herbergi. Hún bar með s.jer ritvjel, sem yar altof stór fyrir hana, því að hún var mjög smávaxin, með augu og hár, sem höfði^ haldið áfram að vaxa eftir að hiin hætti því, og sem virtust altaf segja: „Heyrðu, því gast þú ekki fylgt okkur eftir.“ Frú Parker sýndi henni stóru stofuna niðri. „1 þessu herbergi. sagði hún, er hægt að hafa beina- grindur, tilr...... „Jeg er hvorki læknir nje fann- læknir“, sagði ungfrú Leeson, og fór hrollur \im hann. Frú Parker gaf hcnhi þetta ó- tnilega, aumkvandi, glottandi, ís- kalda augnatillit, sem hún geymdi þeim, er hvorki voru læknar nje tannlæknar, og leiddi hana upp á aðra hæð. „Átta dollarar?“, sagði uugfrú Leeson. „Nei, nei, jeg er aðeitts fá- tæk, vinnandi stúlka. Sýnið mjer eitthvað ódýrara“. Hr. Skidder stökk upp úr sæti sínu og stráði vindlingaösku á gólfið, þegar barið var að dyrum. ,(Afsakið hr. Skidder“, sagði frú Parker, og brosti djöfuliega þegar hún sá fölvan á andliti hans, ,,-Ieg vissi ekki að þjer væruð heima. Jeg ætlaði aðeins að lofa frúnni hjerna að líta á hengið yðar“. „Það er yndislegt“, sagði ung- frú Leeson, og brosti nákvæmlega eins og englarnir brosa. Þegar þær voru farnar, varð hr. Skidder önnum kafinn við að þurka lit háu, dökkhærðu kvenhet.juna. nr síðasta (óútgefna) leikritij . sínu, og setja í staðinn aðra .smávaxne. með mikið ljóst hár og fjörlegan svip. Þá gaf hið venjulega kall „Cl»ra-“ veröldinni til kvnna ástamlið í pyngju ungfrú Leeson. ; * Svartur draugur kom og -þreif í hana, dróg hana upp- himioháan stiga, ýtti henni irtn í hvelfingu með ofurlítilli Ijósglætu e'fst uppi og muldraði þessi illgirnislegu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.