Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Side 6
19S LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í (f ciman °9 l awa ra Ort á 75 ára afmælisdegi Hjalta Jónssonar, konsúls (G. Sv.) V X V * „Úr austri koma afreksmenn“ — ætli jeg sannast, megi. þegar höldar hrósa enn happi á þessum degi. Einn var sá, er aldrei veik undan styr og glaumi. Hjalti úr Mýrdal hildarleik háði lífs í straumi. Hanira kleif og hafið tróð hlunnajóum fríðum. Átti kjark og andans glóð öllum framar lvðum. Sigur vann og sæmdir hlaut, síst nam kosti spara. Ruddi sjálfur beina braut 1 i 1 bæt t ra þjóðarkja ra. llonum þakka halir nú hollustu og trygðir. Á honum hafa tröllatrú traustar Islands bygðir. Þótt aldur hækki um æfiskeið, ei það Hjalta saki. Óskadísir alla leið vfir honum 'vaki. Grói fagur gar.ður hans, giftulag ei dvíni. Bætist hagur búum lands. Bjartir dagar skíni. I ? hans höfðu fundið upp til að talast við yfir Eyjafjörð. 1 skjölum Gunn- ars, er lítið blað með hendi Einars í Xesi þar sem sagt er frá áhaldi þessu: ^Telegraf milli Ness og Iljalt eyrar. Á hverjum stað fyrir sig er skífa 3 álnir á hvern veg, sem reisa má upp svo hún blasi við hinum staðnum. Skífan er máluð hvít annarsvegar en svört hinsvegar. llliðarnar eru notaðar eftir því hvort jörð er auð eða undir snjó. 1 fvrra tilfellinu hvíta hliðin í y því seinna sú svarta. Skífunni er skift í 9 reiti sem hver er altsvo ein ferhyrningsalin og hefir hver reitur sitt númer. Þessi skífa er, þegar telegrafera skal, hengd upp á sínum stað og á að vera svo sem álnarbil undir hana. Svo eru ennfremur 3 spjöld, sein hjer tilheyra og er hvert þeirra alin á hven veg, þau eru máluð hvít annars vegar en svört hinumegin eins og skífan. I hverju spjaldi er taug sem liggur í gegn um gat eða skoru efst á skífunni svo spjöldin megi draga upp eða láta síga eftir þörfum. Þegai- hvíta hliðin á skífunni er brúkuð er hin svarta hlið spjaldsins látin snúa að augum þess sem stendur hinu- megin við fjörðinn með sjónauka og greinir nú af hreyfingum spjald- anna hvaða boð hinn er að flytja“. Svo hljóða þau orð. Mjer faunst þetta merkileg tilraun hjá þeim feðgum til að talast við yfir þver- an Eyjafjörð. Tveim eða þremur árum eftir þetta, eða í júlí 1899 flytur Gunn- ar með alt sitt skyldulið til Reykja- víkur. Hafði hann þá selt óla Möller eignir sínar á Hjalteyri. Mjer þykir sennilegt að það hafi átt mikinn þátt í því að hann flutt- ist til Reykjavíkur að þar var hægra að koma börnunum til menta og einnig að þar var meira olboga- rúm og möguleikar til stórfeldari framkvæmda á verslunarsviðinu. Nokkru gat það líka skift að þá var starfsemi kaþólskra klerka og nunna að færast í aukana í Landa- koti og freistandi að vera í sani- starfi með þeim og geta tekið þátt í safnaðarlífinu. Hóf Gunnar að versla í Þerneyjarhúsi og bygði svo stórhýsi þar árið eftir og hafði þar íbúð og verslun. Nokkrum árum síðar bygði hann svo húsið Norð- urstíg 4, þar sem nú er Fiskhöllin og hafði þar slátrun og kjötversl- un. Ftgerð stundaði Gunnar í Reykjavík nokkur ár; gerði fyrst út ásamt nokkrum öðrum kútter „Ágnes Turnbull“ og síðar togar- ann ,(Val“, en þann síðari seldu þeir brátt. Svo var liann með í því að stofrfll „Sápuverkið í lteykjavík“ var það hlutafjelag og voru þeir í stjórn: Einar Gunnarsson, Gunnar Einarsson og ólafur Árnason á Stokkseyri. en framkvæmdastjóri var Edwals F. íMiiller, en þessi lof- samlega tilraun til innlends iðnaðar varð skammlíf, því varan stóðst ekki samkeppni við innflutta sápu. Meðan Gunnar rak verslun í Reykja vík, var hann tíðum ufanlands á vetrum sem áður, aðallega í Kaup- mannahöfn og einn vetur í New- eastle, vann hann þá mikið að end- urskoðun fyrir Zöllner og Vídalín. Vindlagerð stofnaði Hann skömmu eftir aldamót og stjói'naði henni Axel Garlqvist^ vindlagerðarmaður, en hjá f.jölskyldu hans hjelt Gkxnn- ar vanalega til þegar hann dvaldi í Kaupmannahöfn. Höfðu þar atvinnu alt að 20 stúlkur við að vefja vitidl- Frahald á bls. 207

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.