Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Qupperneq 2
434 LESBÓK MURCOJNDEAÐtílNS Skakkar hjer nokkru, því vissa er fyrir því, að SigUrður flutti til Reykjavíkur vorið 1822, og fór þaðan til Vestmannaeyja haustið 1824. Frá Vestmannaeyjum fór hann haustið 1828 og var síðan í Ilelga- fellssveit og Flatey þangað til 1830, að hann sighli til Kaupmannahafn- ar til að nema lög. Vorið 1831 fór hann til Orænlands, og var þar þangað til 1834. og það sama ár fór hann til íslands, og dvaldi hin næstu ár í Ilelgafellssókn. Þegar hann fór þaðan gaf sjera Jón, Bjarnason, • frændi hans, honum svofellt vottorð dags. 7. maí 1836: ,.Þjóðskáldið tíigurður Breiðfjörð, sem næstliðin tvö ár hefir hjer dvalið í Ilelgafellssókn, víkur nú til Laugarbrekkuþinga með bestu farsældaróskum og mannorði, hjeð- an frí og frjáls að lögum kirkj- unnar“. i Þetta var aðeins iitúrdúr til yf- irlits um ævi Sigurðar. Jón Borgfirðingur getur þess í formála að ævisögu Sigurðar, seni hann gaf út á prent árið 1878, að hann hafi notað við samningu æviminningarinnar“, einnig „ævi- ágrip“ Sigurðar eftir Gísla Kon- ráðsson sagnfræðing, er hann góð- fúslega ljeði mjer“. Við saman- burð á ævisögum Jóns og Gísla kemur í Ijós, að Jón hefir mjög litlu bætt við frásögn Gísla, og eru ævisögurnar nálega sainhljóða víð- ast hvar. nema hvað orðfæri er vikið lítilshátt.ar við. Á nokkrum stöðum eru viðburðir færðir til í frásögninni og árfærðir með öðr- um hætti. Ilöfuðviðauki Jóns er ártöl, sem Gísli getur sjaldan, og nákvæmari frásogn um ævilok tíig- ui-ðar og dvöl hans í Reykjavík, en ekki er að sjá, að hann hafi kyrint sjer rjettarbækur eða önn- ur skjöl bæjarfógeta embættisins varðandi Sigurð. Þá cr skrá sú yfir rit tíigurðar, sem fylgir hinni prentuðu ævisögu, gerð af Jóni! ilinsvegar hefir Jón s!e)>pt úr ævi- sögu Gísla miklu af kveðskap tíig- urðar, kvæðum og lausavísUm, sem Gísli hefir gert sjer mikið far uni að tína tih Eftir þessa athugun vii'ðist hlutur Gísla miklu meiri en Jóns, og hefði það ekki verið ranghermi, þó Gísli hefði verið til- greindur setn aðalhöfundur ævi- sögunnar. Fer hjer á eftir kafli úr báðuni ævisögunum og er hann ljóst dæmi þess hvernig Jón Borgfirðingur hefir notfært sjer rit Gísla: Ævisaga Gísla. 11. Frá Breiðfjörð og Gísla. Frá Stykkishólmi fór Breiðfjörð suður í Reykjavík og tók þar bej7k- isstarfa um hríð. Var þáð þá, að Bjarni Ilannesson og Guðmundur Pjetursson, af sumum kallaður langi, gáfumenn sagðir, kepptu um, það, hvor betra skáld mundi Breið- fjörð eða Gísli Konráðsson tíkag- firðingur. Iljelt Guðm. með Breið- fjörð, er Bjarni með Gísla, að sagt var. Kont svo að þeir báðu Breið- i.jörð að kveða ljóðabrjef til Gisla. Ekki vildi Breiðfjörð það, er þeir hefðu aldrei sjest, en kost mundi hann á gera, e.f þeir kæmu honum á sinn fund, að kveða til hans stöku. Væri og sagt, hann r.jeri á Álftanesi á vetrum og færi suður lestaferðir á sumrum og vissu þeir það. Var það um sumarið, að Gísli var norðan kominn með lcstamönn- um og áður þeir legðu upp úr Foss- vog norður, reið Gísli lausum hesti ofan í lteykjavík crinda sinna. Ilitti hann á stræti úti í því hann ætlaði á stað Fúsa trjefót (Vigfús á trje- fætinuin) afhendingarmann Pætre- usar kaupmanns). Ilöfðu þeir áð- ur oft s.jest óg voru að nokkru kuunir, því áður hafði Gísli verið fá vor um hríð í vinnu og mógröf- um í Reykjavík áður hann færi norður úr verinu. Bað Fúsi nú Gísla, að fara með sjer á fund Breiðfjörðs, því tala vildi hann við Gísla. Oísli kvaðst ekkert mega við standá, því lest sú, er hann væri með, væri lögð upp. Ætti hann og ekki erindi við Breiðfjörð, er hann ]>ekkti að engu. Fúsi kvaðst ]>ó mega scgja honuin að Gísli Konráðsson væri þar á ferð. Gckk að húsdyrum og sagði það. Kom Breiðfjörð ]>egar út vel búinn og l.jet sig furða, að maðurinn væri þessi, er Fúsi sagði. Gísli var fátæk- lega klæddur sjómannaflíkum, með fornan hatt á höfði. Er og lesta- mönnum títt, þó auðugri væru, að búa sig lítt að klæðum við fiska- lestir, sökum fataslits. Breiðfjörð bauð þegar Gísla inn með sjer, þótt honum sýndist hann ailðvirði- legur. Ekki kvaðst Gísli það mega því hesti sínum kynni að verða, stolið með reiðtýg.junum. Oðara kallaði Breiðf.jörð sveinknapa riökk- urn að gæta hestsins og ljest. mitndi ábyrgjast. En er inn kom var gnægt brennivín á borðum, er hann vildi halda fast að Gísla, og drakk s.jált'- ur óslcitilega. Sagði honum og er- indið, að revna mætti þeir að kveð- ast á. Oísli kvaðst að öllu vanbúinn ]>ess, en skriflega mætti þcir reyna lítið eitt, því mcð cngu móti mætti hann hefta ferð sína. Er þeir áttu ]>að að ræða kom inn til þeirra Gísli prestur fííslason frá Vestur- hópshóhtm. Átti hann þegar hlut að með þeim og er Gísli afsagði að kveða neitt að fyrra bragði til Breiðfjörðs, rjeðist það af, rtteð tillögum prests, að Breiðf.jörð h.jet að rita Gísla norður. Eftir það fylgdi Brciðfjörð Gísla út og varp- aði þá hatti Gísla á sjó út, en fjekk honurti annan þcgar út' búð Guðmundar Sveinbjörnssonar, nýj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.