Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 6
438 LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS TITANIC getur ekki SOKKIÐ Eftir Hanson W. Baldwin Titanic. TITANIC, stœrsta skip White Star fjelapsins, l&gði af stað í fyrstu för sína til New York frá Southampton 10. apríl 1912. Það var sagt traustasta skip. sem ]iá var til. Það hafði tvöfaldan kjöl. og skipsskrokkurinn var hólfaður sundur með 16 vatnsþjettum skil- rúnium. sem áttu, samkvæmt lit- reikningi manna, að gera það að verkum, að skipið gæti ekki sokk- ið. Skipið lagði af stað með 2201 farþega. í auðkýfingakáetunum voru marg ir þekktir menn og konur: John Jacob Astor ofursti og ung kona hans, málarinn FranCis D. Millet, IT. B. Ilarris leikhússtjóri, Isidor Straus og kona hnns og fram- kvæmdastjóri Wliite Star fjelags- ins J. Bruce Ismav. Á þriðja far- rými voru 706 útflytjendur, sem ætluðu að freista gæfunnar í nýja heiminum. Þegar sunnudagurinn rann upp, bjartur og heiður, var skipið statt liti á miðju Atlantshafi. Um morg- uninn A'ar haldin guðsþjónusta í borðsalnum. Klukkan níu barst þráð laust skeyti frá gufuskipinu Caro- nia: ,,Til skipstjórans á Titanic. — Skip á vesturleið skýra frá rekís á 42. gráðu norðlægrar breiddar, 49—51 gráðu vestlægrar lengdar". Um hádegisbilið var loftskeyta- maðurinn Bride önnum kafinn við einhverja útreikninga. Hann var svo önnum kafinn, að hann sinnti, ekki kalli frá farþegaskipinu Cali- fornian. Loftskeytamaðurinn á Cali- fornian var að skýra frá þrem, borgarísjökum, en loftskeytamaður- inn á Titanic nennti ekki að skrifa, þau niður. Kl. 13,42 sendi skipið Baltic Titanic aðvörun um i-ekís, sem væri beint í stefnu þess. Bride sendi tilkynninguna upp á stjórn- pall. Ilinn skeggjaði skipstjóri á Titanic, E. C. Smith, las skeytið og gekk fram og aftur i;m þilfarið á meðan. Síðan rjetti hann fram- kvæmdastjóranum, herra Ismay, það án athugasemda. Ismay las það, stakk því í vasann og sagði tveim konum frá j’ekísnum og hjelt svo áfram labbi sfnu. Síðar, kl. 19,15, A-ildi skipstjórinn fá skeytið aftur, svo að hann gæti fest það upp á vegg í koi'taklefanum, þar sem yf- irmennirnir á skipinu gætu lesið það. Það var glaumur og gleði í borð- salnum þetta kvöld. Það var svalt uppi á þilfari, en nætui-himinn var heiður og lygn. Að loknum kvöld- verði koniu margir farþegar af. öðru farrými saman í reyksalnum og sungu, ]>jóðlög og sálma. Um klukkan 22 sungu þeir: „Ilerra, bænheyr þú þann hóp, sem hafið ógnir skóp“. Fyrsti stýrimaður, Murdoch, tók nú við af öðrum stýrimanni, Ligh- toller, kl. 22. Titanic höfðu borist að minnsta kosti fimm tilkynningar um rekís. Verðirnir höfðu fengið fyi-irskipanir um að vera sjerstak lega athugulir. Yfirmennii'nir höfðu búist við að vej'a komnir á hættu- svæðið um kl .21,30. Titanic sigldi áfram með 20 sjómílna hraða á klukkustund. Á varðpallinum í siglutrjenu stóðu tveir verðir, Fleet og Leigh, og svipuðust um, út yfir lygnt hafið, sem glitraði í stjörnuskininu. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.