Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Qupperneq 9
LESBÓK MORGHUNBLAÐSINS * F T 441 LANDVÆTTIR Eftir Olaf Briem Eftirfarandi grein eftir Ólaf Briem magister, um land- vætti er skrifuð fyrir Lesbók í tilefni þess, að ákveðið var á þessu ári, að táknmyndir landvætta, þeirra, sem getið er um í Heimskringlu, skuli vera í skjaldarmerki lýðveldisins. „Bárðar“-myndin í Hítardalskirkjugarði. ALKUNN er frásögn Snorra Sturlusonar um Harald Danakon-i ung Gormsson, er hann ætlaði að fara herferð til íslands. llaraldur konungur bauð kunnugum manni, að fara í hamförum til tslands og freista, hvað hann kynni scgja hon- um. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, fór hann vestur fyrir norðan landið. Ilann sá, að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt og sumt, smátt. En er hann kom íyrir Vopna fjörð, þá fór hann inn fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill, og fylgdu honum margir ormar, pödd- ur og eðlur og bljesu eitri á hann. Hann lagðist í bi’ott og vestur fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór móti honuni fugl svo mikill, að vængirnir tóku út fjöílin beggja vegna, og íjöldi annara fugla, bæðl stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gelta ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom á móti honum bergrisi og hafði járnstafi í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin og margir aðrir jötnar mcð honum. Þaðan fór hann austlu• með endi-i löngu landi — „var þá ckki nema sandar og öræfi og brim mikið, fyrir utan, en haf svo mikið millum l$ndanna“, segir hann, „að ekki er þar fært langskipum“. Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði, Eyjólfur Valgerðarson í Eyjafirði, Þórður gellir í Breiðafirði, Þóroddur goði, í ölfusi. Eftir þessari frásögn cru gerðar myndirnar af landvættunum, sem prýða skjaldarmerki fslands. Er það, að vonurn, því að hvergi er þeim lýst eins greinilega og hjer. En, eigi að síður er fullvtst, að menn hugsuðu sjer landvættirnar ekki alltaf í þessu gervi. Sumt í frásögn Snorra er meira að segja með þeim svip, að það getur varla verið runnið upp úr íslcnskri þjóðtrú, t. d. um pödd- urnar og eðlurnar. En sarnt er á- stæðulaust að efast um, að kjarni sögunnar sje af íslenskum rótum rúnninn. Önnur ummæli um landvættirnar cru miklu stuttorðari. Merkust þeirra cni ákvæðin í upphafi Úlf- ljótslaga, sem Landnáma greinir frá: „Það var upphaf hinna heiðnu laga, að menn skyldu eigi hafa höfuðskip á haf, en ef þeir hefði, skyldi þeir af taka höfuð, áður þeir kæmu í landsýn, og sigla cigi að landi með gapandi höfðnm eða gínandi trjónum, svo að landvættir fælist við“. Ennfi’emur er landvætta getið á tveim stöðum öðrum í Land- námu. „Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps. Björn og Gnúpur, Þorsteinn h rungnir og Þórður leggjaldi. Bjöm dreymdi urn nótt að bergbxii kæmi að honum og bauð að gei'a fjelag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom haf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.