Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Síða 10
•W2 LE8RÓK morgunblaðstns ur til goita hans, og timgaðist [tá svo s'kjótt í'je h;ms. að hnnn varft skjótt vellauðugur. Síðan var hann Ilafur-Rjöm kallaður. Það sáu ó- freskir menn, að landvættir allar fylgdu HafurBimi til þings, en þeim Þorfinni og Þóri til veiða og fiskj- ar“. Þar sem sagt er frá landnámi kringum ] I jörleifshöt'ða, er ]>að tekið fram um leið, að þar liet'ði enginn inaður áður þorað að nema lyrir landvættum, síðan Hjörleifur var drepinn. Þessi fáu dæmi bregða u])p skýrri mynd af viðhorfi íslendiuga til landvættanna. Engum getur dulist, að landvættatrúin hefir verið einn meginþátturinn í trú þjóðarinnar, fvrst hún hóf lög sín á ákvæðum, sem áttu að tryggja vináttu þeirra. Til þessarar trúar hafa einnig ver- ið raktir ýmsir siðir, sem landnáms- mennirnir höfðu uin höud áður en þeir festu byggð sína á íslandi. Landnámmennirnir hafa verið sann- færðir um, að landið væri fullt af huldum vættum, áður en mennirnir tóku sjer þar bólstað. Og þess vegna hafa þeir viljað nema land með . ráði æðri máttarvalda, sem ljetu öndvegissúlur þeirra reka á la.id, þar sem þeim var ætlað aí bygftja. Það kom líka brátt í ljós, að þessi varúð landnámsmannanna var ekki til einkis. Landvættirnar gerð- ust hollvættir, sem vörðu landið gegn erlendum óvinum og veittu þjóðinni auðsæld og hamingju. Að vísu gátu þær reiðst illum verkum eins og vígi Hjörleifs. En það var landsmönnum aðhald til þess að styggja ekki vættirr.ar. Snorri segir það vafalaust ekki út í bláinn, að fjöll öll og hólar væru fullir af landvættum. Flestar þær vættir, sem sögur fara af, búa í hólum og fjöllum, ]>ótt einnig Drekahöfuð af Víkingaskipi. sje getið um landvættir í lindum og fossum. Tlátt yfir aðrar vættir hjer á land gnæt'ir Snæfellsásinn eða Bárður Snæfellsiis. Hann hafð- ist við á Snæfellsjökli og var heit- guð allra Snæfellinga. eftir því sem sagt er í Bárðarsögu. Og nafnið Snæfellsás ber þess vitni, að sagan greinir rjett frá því. Orðið ás gat aðeins merkt guði og hollvættir, sem menn höfðu mikinn átrúnað á. 1 Bárðarsögu er ennfremur get- ið um ýmsar aðrar vættir, t. d. Bergþór í Bláfelli, Surt af Ilellis- fitjum og Ilíti í Ilítardal. Ef til vill hafa þau líka verið hollvættir í upphafi, þótt sagan lýsi þeim nokk- uð tröllslega. Eftir að Bárðarsaga var rituð, hafa kmnið upp ýmsar þjóðsögur um Snæfellsásinn, og alltaf hefir hann verið hollvættur í meðvitund manna. Til vitnis um það er meðal annars sú venja, að þóí'arar hjetu á Bárð við vinnu sína með þessum alkunna formála: „Bárður mjnn á Jökli leggstu á þófið mitt o. s. frv. MinnrHgin um þessar fornu land- vættir hefir einnig valdið því, að menn hafa. þóst sjá andlit Bárðar og llítar, vinkonu hans, á gömlum steinmyndum, sem áður voru í kirkjuvegg í llítardal. Sýnir þetta engu síður vinsældir þeirra hjúa, ]x»tt myndirnar hafi upphaflega verið kaþólskar helgimyndir. Bárðarsaga er eina landvætta- sagan í hópi íslendingasagna. En eigi að síður eru til sagnir um ýmsar landvættir, sem ekki er getið þar. Svínfellsásinn er nefndur í Njálu, og örnefnið Ármannsfell í Þingvallasveit ber ]>ess öruggt vitni, að menn hafa trúað því, að ár- maður byggi í fjallinu. En ármenn voru þan- vættir nefndar, sem gátu haft áhrif á árgæsku og gróður jarðar. Um annan ármann er talað í Kristni sögu. Hann bjó í steini skammt frá Glljá í Vatnsdal og var átrúnaðargoð bóndans ]>ar. Síðar var ármaðurinn flæmdur bixrt af kristnum biskupi, sem kom þang- að að boða trú. Þá eru og ýmsar sagnir um dísir og álfa, sem voru blótuð að fornu. Varla hafa menn gert ýkja mik- inn mun á þeiin og landvættunjuu. Allar þessar verur bjuggu yfir ein- hverju huldu rnagni og nutu átrún- aðar mannanna. ólafur Geirstaða- álfur var tignaður í Noregi á líkan hátt og Bárður Snæfellsás hjer, og álfarnir, sem sagt er frá í Kormáks sögu, bjuggu í hólum eins og landvættirnar. En dísirnar voru ekki fjarlægari Jandvættunum en svp, að stundum nttu þær heima í steinum og voru kallaðar landdísir. Eru örnefnin Landdísasteinar í Isafjarðarsýslu menjar um þessa trú. Það er því á- stæðulaust að ætla, að menn hafi gert greinarmun á lnndvættum og dísum þeim og filfum, sem í land- inu bjuggu. Varla hafa landvættirnar v.erið nein sjerstök tegund vætta, heldur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.