Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Page 1
t»ók
JlltYBmiMateiii*
20. tölublað. ., Sunnudagur 20. maí 1945. XX árgangur.
liifold*ryr—t»ildt»
- HIN FYRSTA FÓRN -
Kaflar úr predikun eftir sr. FriÖrik A.
Friðriksson prófast í Húsavík
MENN, sem sökkt hafa hug sínum
niður í mátt og helgi fórnarlögmáls
ins, hafa spurt: „Hver og hvílík var
hin fyrsta fóm?“ Einn þeirra gefur
ímyndunarafli sínu lausan tauminn,
og segir:
Það var lengst aftur í ómunatíð
— miklu lengra en nokkur saga nær.
Það var í útjaðri skógar, á svölum
haustmorgni. llrím.er á trjám.og
grösum, eftir napurt næturfrost.
Það var kalt í skóginum.
En sjá, — árblik kviknar á austuiJ
loftinu. Og loksins kemur sól y'fir
sjónhaug. Morgungeislarnir sindra í
hríminu, og breyta því smámsaman
í daggardropa. Ylurinn vex — og
líf færist í allt — allt, sem þráir ljós
ið og daginn.
Ut úr hellisskúta kemur maður
■— ef mann skyldi kalla. Leifar af
veiðidýri liggja við skútaopið —»
og maðurinn hyggst þegar að seðja
hungur sitt.
En. ósjálfrátt verður honum litið
upp.
Yfir skóginum skín sólin, og sjálf-
ur sveipast hann Ijóma hennar.
Hvílíkur unaður, eftir næturhroll-
inn, að finna ljúfan ylifiinn leika
um sig.
Einhver undarleg, ókennileg til-
finning grípur hrjúfa hellisbúann,
— eitthvað, sem líkist þakklátsemi
og elsku til jiessa lýsandi vinar
þarna uppi, sem vermir hann og
gerir bjart í kringum hann.
Nú veit hann, að hann á og lang-
ar til að gera eitthvað fyrir ]>ennan
vin — þessa veru, sem er honum
svona góð.
En hvað á það þá að vera ? Uellis-
búan'um er ekki sýnt um flóknar
hugleiðingar — en hann kemst að
iokum að niðurstöðu. Uvers þarfn-
ast hann sjálfur mest ? Umfram allt
— matar. Mundi þá ekki þessi ljós-
vera líka þarfnast matar? Á ein-
hverju hlýtur hún að lifa. —
Maðurinn lýtur niður og tínir
saman fáeina steina. Þeir eru heit-
ir, — sólin er í þeini.
Og nú tekur maðurinn matinn,
sem hann hafði sjálfur ætlað að
liorða, og leggur hann ofan á stein-
ana — fyrsta, fábrotna altarið, shm
mannshönd reisti til að þakka g.jáf-
irnar góðu að ofan.
Þessi var þá fyrsta gjöfin, sem
maður gaf guði sínum — fyrsta
fórnin, fyrsta sjálfsafneitunin,
fyrsta „guðsþjónustan". Og húa
var sönn og helg — því að því var
fórnað, sem maðurinn vissi þá dýr-
mætast í eigu sinni.
Þetta var merk stund í.lífi manns
ins. Sál hans, innri maður hans, tók
að vaxa. Ilann hafði fengið hug-
boð um veru, sem æðri væri honum
sjálfum, og af mætti vænta vernd-
ar og. styrks.
Ljós trúarinnar tók nú að ljóma
yfir mannlífið — eins og l.jós morg-
umsóknirnar yfir vaknandi skóginn.
Hin ægilega nótt heiðninnar byrj-
aði að missa makt myrkra sinna.
Hrím sjálfselskunnar tók að smá-
breytast í daggardropa sjálfsafneit-
unar og fórnar.
Ávallt síðan hefir þetta tvennt
— trú og fórn — verið aflvaki og
líftaug menningarinnar, verið menn-
ingin sjálf.
Hugmyndimar um Guð og skiln-
ingurinn á hinni sönnu, rjettu fórn
hefir breyst með vaxandi mætti
Framh. á næstu síðu.